Real Madrid náði að innbyrða þrjú mikilvæg stig þegar liðið heimsótti Real Betis í Spánarsparkinu í kvöld en Madridingar þurftu heldur betur að hafa fyrir sigrinum.
Marco Asensio kom gestunum yfir snemma leiks en Real Betis fór með 2-1 forystu inn í leikhléið.
Sergio Ramos var fljótur að jafna metin í síðari hálfleik og mörk frá Asensio og Cristiano Ronaldo komu Real Madrid í 2-4. Heimamenn gáfust ekki upp því Sergio Leon minnkaði muninn á 85.mínútu og gaf það Betis von um að ná í stig.
Það gerðist þó ekki heldur þvert á móti því Karim Benzema gulltryggði sigur Madridinga með marki í uppbótartíma.
Real Madrid styrkti þar með stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar en liðið er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti.
Real Madrid hafði betur í átta marka leik
