Tiger Woods, frægasti kylfingur heims, er á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hring á Genesis-mótinu í Kaliforníu sem er hluti af PGA-mótaröðinni.
Tiger byrjaði vel og fékk fugl á fyrstu holu en hann var á pari vallarins eftir fyrri níu með tvo fugla og tvo skolla.
Hann bætti við þriðja fuglinum á tíundu holu en fékk svo skramba á þeirri elleftu. Skolli fylgdi skrambanum en Tiger fékk svo tvo fugla á móti skolla á síðustu holunum.
Tiger spilaði holurnar 18 á 72 höggum eða einu höggi yfir pari og er jafn í 63. sæti, sex höggum á eftir efstu mönnum.
Patrick Cantley og Toney Finau eru efstir en þeir spiluðu á fimm höggum undir pari.
Upp og niður hjá Tiger í Kaliforníu
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið





Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti



Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn


Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni
Íslenski boltinn