Valdís Þóra Jónsdóttir átti skrautlegan annan hring á opna ástralska mótinu í golfi í nótt en hún kom í hús á 72 höggum á á pari vallarins.
Skagamærin fékk fimm fugla og örn en á móti fékk hún þrjá skolla og tvo skramba. Ansi mikið að gerast á hringnum hjá Valdísi.
Valdís er í heildina á pari vallarins þar sem hún spilaði fyrsta hringinn einnig á 72 höggum og er komin í gegnum niðurskurðinn sem miðast við þrjú högg yfir parið.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er aftur á móti úr leik á mótinu eftir skelfilegan annan hring þar sem hún fékk hvern skollann á fætur öðrum.
Ólafía spilaði fyrsta hringinn á tveimur höggum yfir pari en kom í hús á 77 höggum eða fimm höggum yfir pari í dag og er í heildina á sjö höggum yfir pari.
Íþróttamaður ársins fékk tvo fugla en sjö skolla og er ansi langt frá niðurskurðarlínunni.
Það verður því Valdís Þóra sem heldur áfram leik en Ólafía er á heimleið.
Valdís áfram eftir skrautlegan hring en Ólafía er úr leik
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn
Íslenski boltinn

Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan?
Íslenski boltinn

„Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“
Íslenski boltinn


Trafford segist hundrað sinnum betri í dag
Enski boltinn


Njarðvík á toppinn
Íslenski boltinn


Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur
Íslenski boltinn
