Kaupa ekki í Arion banka fyrir útboð Hörður Ægisson skrifar 12. febrúar 2018 05:45 Stefnt er að því að skrá Arion banka á hlutabréfamarkað síðar á árinu, líklegast öðru hvoru megin við páska. VÍSIR/STEFÁN Ekkert verður af kaupum íslenskra lífeyrissjóða á hlut í Arion banka fyrir útboð og skráningu bankans síðar á árinu. Hafa allir sjóðirnir, en tólf þeirra höfðu samþykkt að fara í óskuldbindandi viðræður við Kaupþing um kaup á tæplega tíu prósenta hlut, tekið ákvörðun um að fjárfesta ekki í bankanum áður en ársuppgjör hans verður birt næstkomandi miðvikudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta varð ljóst undir lok síðustu viku þegar fyrir lá að enginn af fjórum stærstu lífeyrissjóðum landsins – LSR, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi og Birta – ætlaði að kaupa í bankanum á þessu stigi. Aðrir sjóðir, meðal annars Frjálsi lífeyrissjóðurinn, ákváðu því einnig að draga sig út úr viðræðunum við Kaupþing, en það er Kvika banki sem er ráðgjafi félagsins í söluferlinu, enda var aðkoma helstu tveggja af stærstu lífeyrissjóðunum talin nauðsynleg ættu kaupin að geta gengið eftir.Sjá einnig: Lífeyrissjóðir hafa áhuga á að kaupa um tíu prósent í Arion Lífeyrissjóðirnir eru sagðir, að sögn þeirra sem þekkja vel til, hafa metið það sem svo að skynsamlegra væri – og áhættuminna – að skoða fremur kaup á hlut í bankanum í fyrirhuguðu útboði enda þótt verðið kynni þá að reynast eitthvað hærra. Enn er því haldið opnu að tryggingafélög og verðbréfasjóðir kaupi mögulega lítinn hlut í bankanum á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs Kaupþings sem gerir ráð fyrir verði sem er rétt yfir genginu 0,8 miðað við eigið fé Arion banka í lok þriðja ársfjórðungs 2017. Samkvæmt svörum sem Kaupþingi bárust frá sjóðunum föstudaginn 2. febrúar lýstu á annan tug sjóða áhuga á að kaupa samanlagt nærri 10 prósenta hlut. Stjórn Gildis samþykkti þannig að fara í viðræður um kaup á talsverðum hlut í Arion, þó með þeim skilyrðum að ekki yrði fallist á tilboð Kaupþings óbreytt, og þá vildi LSR skoða málið frekar. Að lokum ákváðu sjóðirnir, rétt eins og Birta og Lífeyrissjóður verslunarmanna, að slíta viðræðunum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Harðvítug barátta um völdin innan vogunarsjóðsins Och-Ziff Capital Óttast er að harðvítug barátta um framtíð bandaríska vogunarsjóðsins Och-Ziff muni draga úr trausti fjárfesta á sjóðnum. Och-Ziff á 6,6 prósenta hlut í Arion banka. Hlutabréf sjóðsins hafa hríðfallið og eignir í stýringu lækkað. 7. febrúar 2018 11:00 Leggja til 25 milljarða arðgreiðslu takist að selja hlut í Arion banka Stjórn Arion banka leggur til að bankinn greiði 25 milljarða í arð til hluthafa bankans. Tillaga stjórnarinnar gerir þó ráð fyrir að arðgreiðslan sé háð því skilyrði að stærsti eigandi bankans hafi selt minnst tvö prósent eignar félagsins í bankanum fyrir 15. apríl. 6. febrúar 2018 10:52 Lífeyrissjóðir hafa áhuga á að kaupa um tíu prósent í Arion Tólf lífeyrissjóðir samþykktu að fara í viðræður um kaup í Arion banka. Lýstu yfir áhuga á að kaupa tæplega tíu prósent. Einnig viðræður við tryggingafélög og verðbréfasjóði. Kaupréttur að hlut ríkisins verður nýttur gangi áformin eftir. 7. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Ekkert verður af kaupum íslenskra lífeyrissjóða á hlut í Arion banka fyrir útboð og skráningu bankans síðar á árinu. Hafa allir sjóðirnir, en tólf þeirra höfðu samþykkt að fara í óskuldbindandi viðræður við Kaupþing um kaup á tæplega tíu prósenta hlut, tekið ákvörðun um að fjárfesta ekki í bankanum áður en ársuppgjör hans verður birt næstkomandi miðvikudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta varð ljóst undir lok síðustu viku þegar fyrir lá að enginn af fjórum stærstu lífeyrissjóðum landsins – LSR, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi og Birta – ætlaði að kaupa í bankanum á þessu stigi. Aðrir sjóðir, meðal annars Frjálsi lífeyrissjóðurinn, ákváðu því einnig að draga sig út úr viðræðunum við Kaupþing, en það er Kvika banki sem er ráðgjafi félagsins í söluferlinu, enda var aðkoma helstu tveggja af stærstu lífeyrissjóðunum talin nauðsynleg ættu kaupin að geta gengið eftir.Sjá einnig: Lífeyrissjóðir hafa áhuga á að kaupa um tíu prósent í Arion Lífeyrissjóðirnir eru sagðir, að sögn þeirra sem þekkja vel til, hafa metið það sem svo að skynsamlegra væri – og áhættuminna – að skoða fremur kaup á hlut í bankanum í fyrirhuguðu útboði enda þótt verðið kynni þá að reynast eitthvað hærra. Enn er því haldið opnu að tryggingafélög og verðbréfasjóðir kaupi mögulega lítinn hlut í bankanum á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs Kaupþings sem gerir ráð fyrir verði sem er rétt yfir genginu 0,8 miðað við eigið fé Arion banka í lok þriðja ársfjórðungs 2017. Samkvæmt svörum sem Kaupþingi bárust frá sjóðunum föstudaginn 2. febrúar lýstu á annan tug sjóða áhuga á að kaupa samanlagt nærri 10 prósenta hlut. Stjórn Gildis samþykkti þannig að fara í viðræður um kaup á talsverðum hlut í Arion, þó með þeim skilyrðum að ekki yrði fallist á tilboð Kaupþings óbreytt, og þá vildi LSR skoða málið frekar. Að lokum ákváðu sjóðirnir, rétt eins og Birta og Lífeyrissjóður verslunarmanna, að slíta viðræðunum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Harðvítug barátta um völdin innan vogunarsjóðsins Och-Ziff Capital Óttast er að harðvítug barátta um framtíð bandaríska vogunarsjóðsins Och-Ziff muni draga úr trausti fjárfesta á sjóðnum. Och-Ziff á 6,6 prósenta hlut í Arion banka. Hlutabréf sjóðsins hafa hríðfallið og eignir í stýringu lækkað. 7. febrúar 2018 11:00 Leggja til 25 milljarða arðgreiðslu takist að selja hlut í Arion banka Stjórn Arion banka leggur til að bankinn greiði 25 milljarða í arð til hluthafa bankans. Tillaga stjórnarinnar gerir þó ráð fyrir að arðgreiðslan sé háð því skilyrði að stærsti eigandi bankans hafi selt minnst tvö prósent eignar félagsins í bankanum fyrir 15. apríl. 6. febrúar 2018 10:52 Lífeyrissjóðir hafa áhuga á að kaupa um tíu prósent í Arion Tólf lífeyrissjóðir samþykktu að fara í viðræður um kaup í Arion banka. Lýstu yfir áhuga á að kaupa tæplega tíu prósent. Einnig viðræður við tryggingafélög og verðbréfasjóði. Kaupréttur að hlut ríkisins verður nýttur gangi áformin eftir. 7. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Harðvítug barátta um völdin innan vogunarsjóðsins Och-Ziff Capital Óttast er að harðvítug barátta um framtíð bandaríska vogunarsjóðsins Och-Ziff muni draga úr trausti fjárfesta á sjóðnum. Och-Ziff á 6,6 prósenta hlut í Arion banka. Hlutabréf sjóðsins hafa hríðfallið og eignir í stýringu lækkað. 7. febrúar 2018 11:00
Leggja til 25 milljarða arðgreiðslu takist að selja hlut í Arion banka Stjórn Arion banka leggur til að bankinn greiði 25 milljarða í arð til hluthafa bankans. Tillaga stjórnarinnar gerir þó ráð fyrir að arðgreiðslan sé háð því skilyrði að stærsti eigandi bankans hafi selt minnst tvö prósent eignar félagsins í bankanum fyrir 15. apríl. 6. febrúar 2018 10:52
Lífeyrissjóðir hafa áhuga á að kaupa um tíu prósent í Arion Tólf lífeyrissjóðir samþykktu að fara í viðræður um kaup í Arion banka. Lýstu yfir áhuga á að kaupa tæplega tíu prósent. Einnig viðræður við tryggingafélög og verðbréfasjóði. Kaupréttur að hlut ríkisins verður nýttur gangi áformin eftir. 7. febrúar 2018 06:00