Kaupa ekki í Arion banka fyrir útboð Hörður Ægisson skrifar 12. febrúar 2018 05:45 Stefnt er að því að skrá Arion banka á hlutabréfamarkað síðar á árinu, líklegast öðru hvoru megin við páska. VÍSIR/STEFÁN Ekkert verður af kaupum íslenskra lífeyrissjóða á hlut í Arion banka fyrir útboð og skráningu bankans síðar á árinu. Hafa allir sjóðirnir, en tólf þeirra höfðu samþykkt að fara í óskuldbindandi viðræður við Kaupþing um kaup á tæplega tíu prósenta hlut, tekið ákvörðun um að fjárfesta ekki í bankanum áður en ársuppgjör hans verður birt næstkomandi miðvikudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta varð ljóst undir lok síðustu viku þegar fyrir lá að enginn af fjórum stærstu lífeyrissjóðum landsins – LSR, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi og Birta – ætlaði að kaupa í bankanum á þessu stigi. Aðrir sjóðir, meðal annars Frjálsi lífeyrissjóðurinn, ákváðu því einnig að draga sig út úr viðræðunum við Kaupþing, en það er Kvika banki sem er ráðgjafi félagsins í söluferlinu, enda var aðkoma helstu tveggja af stærstu lífeyrissjóðunum talin nauðsynleg ættu kaupin að geta gengið eftir.Sjá einnig: Lífeyrissjóðir hafa áhuga á að kaupa um tíu prósent í Arion Lífeyrissjóðirnir eru sagðir, að sögn þeirra sem þekkja vel til, hafa metið það sem svo að skynsamlegra væri – og áhættuminna – að skoða fremur kaup á hlut í bankanum í fyrirhuguðu útboði enda þótt verðið kynni þá að reynast eitthvað hærra. Enn er því haldið opnu að tryggingafélög og verðbréfasjóðir kaupi mögulega lítinn hlut í bankanum á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs Kaupþings sem gerir ráð fyrir verði sem er rétt yfir genginu 0,8 miðað við eigið fé Arion banka í lok þriðja ársfjórðungs 2017. Samkvæmt svörum sem Kaupþingi bárust frá sjóðunum föstudaginn 2. febrúar lýstu á annan tug sjóða áhuga á að kaupa samanlagt nærri 10 prósenta hlut. Stjórn Gildis samþykkti þannig að fara í viðræður um kaup á talsverðum hlut í Arion, þó með þeim skilyrðum að ekki yrði fallist á tilboð Kaupþings óbreytt, og þá vildi LSR skoða málið frekar. Að lokum ákváðu sjóðirnir, rétt eins og Birta og Lífeyrissjóður verslunarmanna, að slíta viðræðunum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Harðvítug barátta um völdin innan vogunarsjóðsins Och-Ziff Capital Óttast er að harðvítug barátta um framtíð bandaríska vogunarsjóðsins Och-Ziff muni draga úr trausti fjárfesta á sjóðnum. Och-Ziff á 6,6 prósenta hlut í Arion banka. Hlutabréf sjóðsins hafa hríðfallið og eignir í stýringu lækkað. 7. febrúar 2018 11:00 Leggja til 25 milljarða arðgreiðslu takist að selja hlut í Arion banka Stjórn Arion banka leggur til að bankinn greiði 25 milljarða í arð til hluthafa bankans. Tillaga stjórnarinnar gerir þó ráð fyrir að arðgreiðslan sé háð því skilyrði að stærsti eigandi bankans hafi selt minnst tvö prósent eignar félagsins í bankanum fyrir 15. apríl. 6. febrúar 2018 10:52 Lífeyrissjóðir hafa áhuga á að kaupa um tíu prósent í Arion Tólf lífeyrissjóðir samþykktu að fara í viðræður um kaup í Arion banka. Lýstu yfir áhuga á að kaupa tæplega tíu prósent. Einnig viðræður við tryggingafélög og verðbréfasjóði. Kaupréttur að hlut ríkisins verður nýttur gangi áformin eftir. 7. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Ekkert verður af kaupum íslenskra lífeyrissjóða á hlut í Arion banka fyrir útboð og skráningu bankans síðar á árinu. Hafa allir sjóðirnir, en tólf þeirra höfðu samþykkt að fara í óskuldbindandi viðræður við Kaupþing um kaup á tæplega tíu prósenta hlut, tekið ákvörðun um að fjárfesta ekki í bankanum áður en ársuppgjör hans verður birt næstkomandi miðvikudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta varð ljóst undir lok síðustu viku þegar fyrir lá að enginn af fjórum stærstu lífeyrissjóðum landsins – LSR, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi og Birta – ætlaði að kaupa í bankanum á þessu stigi. Aðrir sjóðir, meðal annars Frjálsi lífeyrissjóðurinn, ákváðu því einnig að draga sig út úr viðræðunum við Kaupþing, en það er Kvika banki sem er ráðgjafi félagsins í söluferlinu, enda var aðkoma helstu tveggja af stærstu lífeyrissjóðunum talin nauðsynleg ættu kaupin að geta gengið eftir.Sjá einnig: Lífeyrissjóðir hafa áhuga á að kaupa um tíu prósent í Arion Lífeyrissjóðirnir eru sagðir, að sögn þeirra sem þekkja vel til, hafa metið það sem svo að skynsamlegra væri – og áhættuminna – að skoða fremur kaup á hlut í bankanum í fyrirhuguðu útboði enda þótt verðið kynni þá að reynast eitthvað hærra. Enn er því haldið opnu að tryggingafélög og verðbréfasjóðir kaupi mögulega lítinn hlut í bankanum á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs Kaupþings sem gerir ráð fyrir verði sem er rétt yfir genginu 0,8 miðað við eigið fé Arion banka í lok þriðja ársfjórðungs 2017. Samkvæmt svörum sem Kaupþingi bárust frá sjóðunum föstudaginn 2. febrúar lýstu á annan tug sjóða áhuga á að kaupa samanlagt nærri 10 prósenta hlut. Stjórn Gildis samþykkti þannig að fara í viðræður um kaup á talsverðum hlut í Arion, þó með þeim skilyrðum að ekki yrði fallist á tilboð Kaupþings óbreytt, og þá vildi LSR skoða málið frekar. Að lokum ákváðu sjóðirnir, rétt eins og Birta og Lífeyrissjóður verslunarmanna, að slíta viðræðunum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Harðvítug barátta um völdin innan vogunarsjóðsins Och-Ziff Capital Óttast er að harðvítug barátta um framtíð bandaríska vogunarsjóðsins Och-Ziff muni draga úr trausti fjárfesta á sjóðnum. Och-Ziff á 6,6 prósenta hlut í Arion banka. Hlutabréf sjóðsins hafa hríðfallið og eignir í stýringu lækkað. 7. febrúar 2018 11:00 Leggja til 25 milljarða arðgreiðslu takist að selja hlut í Arion banka Stjórn Arion banka leggur til að bankinn greiði 25 milljarða í arð til hluthafa bankans. Tillaga stjórnarinnar gerir þó ráð fyrir að arðgreiðslan sé háð því skilyrði að stærsti eigandi bankans hafi selt minnst tvö prósent eignar félagsins í bankanum fyrir 15. apríl. 6. febrúar 2018 10:52 Lífeyrissjóðir hafa áhuga á að kaupa um tíu prósent í Arion Tólf lífeyrissjóðir samþykktu að fara í viðræður um kaup í Arion banka. Lýstu yfir áhuga á að kaupa tæplega tíu prósent. Einnig viðræður við tryggingafélög og verðbréfasjóði. Kaupréttur að hlut ríkisins verður nýttur gangi áformin eftir. 7. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Harðvítug barátta um völdin innan vogunarsjóðsins Och-Ziff Capital Óttast er að harðvítug barátta um framtíð bandaríska vogunarsjóðsins Och-Ziff muni draga úr trausti fjárfesta á sjóðnum. Och-Ziff á 6,6 prósenta hlut í Arion banka. Hlutabréf sjóðsins hafa hríðfallið og eignir í stýringu lækkað. 7. febrúar 2018 11:00
Leggja til 25 milljarða arðgreiðslu takist að selja hlut í Arion banka Stjórn Arion banka leggur til að bankinn greiði 25 milljarða í arð til hluthafa bankans. Tillaga stjórnarinnar gerir þó ráð fyrir að arðgreiðslan sé háð því skilyrði að stærsti eigandi bankans hafi selt minnst tvö prósent eignar félagsins í bankanum fyrir 15. apríl. 6. febrúar 2018 10:52
Lífeyrissjóðir hafa áhuga á að kaupa um tíu prósent í Arion Tólf lífeyrissjóðir samþykktu að fara í viðræður um kaup í Arion banka. Lýstu yfir áhuga á að kaupa tæplega tíu prósent. Einnig viðræður við tryggingafélög og verðbréfasjóði. Kaupréttur að hlut ríkisins verður nýttur gangi áformin eftir. 7. febrúar 2018 06:00
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur