Birkir Már: Erum að leita í Noregi og Svíþjóð Anton Ingi Leifsson skrifar 26. febrúar 2018 20:00 Birkir Már Sævarsson, bakvörður Vals og íslenska landsliðsins, er ekki búinn að gefa upp vonina um að komast út til Skandinavíu á láni í rúman mánuð áður en Pepsi-deildin hefst í lok apríl. Birkir meiddist á öxl undir lok tímans hjá Hammarby, en hefur nú náð sér af þeim. Þegar hann samdi við Val var greint frá því að það væri möguleiki á að hann myndi fara á láni út og það er enn möguleiki á því. „Það varð aðeins erfiðara þegar meiðslin voru svona lengi. Ég hefði getað komist út í janúar til Englands eða Danmerkur. Það var bæði í boði,” sagði Birkir Már í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Vegna þess að meiðslin voru í svona langan tíma og ég var ekki klár fyrr en um miðjan febrúar þá voru gluggarnir lokaðir þar. Liðin voru búin að finna leikmenn og það datt upp fyrir.” Birkir Már er þó ekki búinn að gefa upp vonina um að komast út í smá deildarkeppnisfótbolta áður en íslenska deildin hefst í lok apríl. „Við erum að leita í Noregi og Svíþjóð ef einhvern vantar hægri bakvörð fyrsta mánuðinn eða fyrsta eina og hálfan mánuðinn vegna meiðsla þá er ég opin fyrir því,” sagði Birkir um það og bætti við: „Það væri betra fyrir mig persónulega að spila deildarleiki á aðeins betra leveli en hér heima en eins og levelið er á æfingum hjá Val og leikmannahópurinn það góður að þá hef ég engar áhyggjur af því að það hafi áhrif á mig.” Hann spilaði sinn fyrsta mótsleik fyrir Val í Lengjubikarnum gegn Fram á dögunum og var þetta fyrsti mótsleikur hans fyrir Val í um tíu ár. „Ég hef aldrei verið jafn spenntur fyrir undirbúningsleik. Það var frábært að komast aftur í bolta eftir þrjá til fjóra mánuði á hliðarlínunni. Mér líst mjög vel á þetta. Það er ekkert svo mikill munur á því þar sem ég hef verið í Skandinavíu og á Valsliðinu,” sagði Birkir. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Birkir Már Sævarsson, bakvörður Vals og íslenska landsliðsins, er ekki búinn að gefa upp vonina um að komast út til Skandinavíu á láni í rúman mánuð áður en Pepsi-deildin hefst í lok apríl. Birkir meiddist á öxl undir lok tímans hjá Hammarby, en hefur nú náð sér af þeim. Þegar hann samdi við Val var greint frá því að það væri möguleiki á að hann myndi fara á láni út og það er enn möguleiki á því. „Það varð aðeins erfiðara þegar meiðslin voru svona lengi. Ég hefði getað komist út í janúar til Englands eða Danmerkur. Það var bæði í boði,” sagði Birkir Már í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Vegna þess að meiðslin voru í svona langan tíma og ég var ekki klár fyrr en um miðjan febrúar þá voru gluggarnir lokaðir þar. Liðin voru búin að finna leikmenn og það datt upp fyrir.” Birkir Már er þó ekki búinn að gefa upp vonina um að komast út í smá deildarkeppnisfótbolta áður en íslenska deildin hefst í lok apríl. „Við erum að leita í Noregi og Svíþjóð ef einhvern vantar hægri bakvörð fyrsta mánuðinn eða fyrsta eina og hálfan mánuðinn vegna meiðsla þá er ég opin fyrir því,” sagði Birkir um það og bætti við: „Það væri betra fyrir mig persónulega að spila deildarleiki á aðeins betra leveli en hér heima en eins og levelið er á æfingum hjá Val og leikmannahópurinn það góður að þá hef ég engar áhyggjur af því að það hafi áhrif á mig.” Hann spilaði sinn fyrsta mótsleik fyrir Val í Lengjubikarnum gegn Fram á dögunum og var þetta fyrsti mótsleikur hans fyrir Val í um tíu ár. „Ég hef aldrei verið jafn spenntur fyrir undirbúningsleik. Það var frábært að komast aftur í bolta eftir þrjá til fjóra mánuði á hliðarlínunni. Mér líst mjög vel á þetta. Það er ekkert svo mikill munur á því þar sem ég hef verið í Skandinavíu og á Valsliðinu,” sagði Birkir.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira