Frábær spilamennska Valdísar Þóru Jónsdóttur á Ladies Classic Bonville mótinu í Ástralíu um helgina skilaði henni rúmri 1,6 milljón íslenskra króna í verðlaunafé.
Valdís endaði þriðja á mótinu og jafnaði þar með besta árangur sinn á Evrópumótaröðinni. Fyrir það fékk Valdís rúmar 13 þúsund evrur.
Þá stökk hún upp um 44 sæti á stigalista Evrópumótaraðarinnar og situr nú í 6. sæti eftir þrjú mót með 69 stig. Íslandsmeistarinn 2017 hefur tekið þátt í þremur mótum á Evrópumótaröðinni í ár og þénað samtals 15,242 evrur.
Sigurvegari mótsins, Celine Boutier, er hástökkvarinn á listanum en hún fór upp um 71 sæti og er nú á toppi listans með 33,391 evrur og 150 stig.
Valdís upp um 44 sæti á peningalistanum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti





