Auður Ava og Sigurður Pálsson fulltrúar Íslands Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2018 10:08 Auður og Sigurður. Til nokkurs er að vinna en verðlaunaféð eru tæpar sex milljónir króna. Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018 liggja fyrir en fulltrúar Íslands að þessu sinni eru þau Auður Ava Ólafsdóttir og Sigurður Pálsson. Þetta þarf ekki að koma á óvart. Sigurður Pálsson lést í september á síðasta ári eftir baráttu við krabbamein og er syrgður mjög af bókmenntaunnendum. Sigurður er eitt fremsta ljóðskáld landsins en Ljóð muna rödd var tilnefnd til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna árið 2017, sem tekur þá til bóka sem gefnar eru út 2016. Auður Ava hlaut svo þessi sömu verðlaun fyrir skáldsögu sína Ör. Gagnrýnandi Fréttablaðsins, Magnús Guðmundsson, mátti vart vatni halda svo hrifinn var hann af bókinni og gaf henni fullt hús – fimm stjörnur: „Heildstæð, sterk og mannleg skáldsaga sem á brýnt erindi inn í nútíma samfélag,“ segir í niðurstöðu bókadóms hans.Í viðtali við Fréttablaðið, meðal annars í tilefni af útkomu bókar hans sem nú er tilnefnd, sagði Sigurður: „Náttúran er þar með undirliggjandi sem heild. Eldur, jörð, loft og vatn. Í strúktúrnum eru þessi frum-element og síðan er það einhver líkamlegasti hlutur sem til er: Röddin. Röddin er mjög ljóðræn og þú veist og finnur hvað hún er þegar þú heyrir Amy Winehouse eða Edith Piaf syngja. Það er eitthvað sem er gjörsamlega óskiljanlegt, þessi styrkur og fegurð sem röddin getur haft. Hún er gjörvallur tilfinningaskalinn. Kjarni líkamans og samt er hún einhvern veginn bara í loftinu. Hún er ljóð líkamans. Í þessari bók er því tilfinning fyrir rödd sem er vitnisburður um líf.“ Aðrir tilnefndir eru Caroline Albertine Minor og Vita Andersen af hálfu Dana, Susanne Ringell og Olli-Pekka Tennilä fyrir Finnland, Jóanes Nielsen fyrir Færeyjar, Magnus Larsen fyrir Grænland, Roskva Koritzinsky og Carl Frode eru sænsku höfundarnir sem tilnefndir eru, Gunnar D Hansson og Agneta Pleijel eru fulltrúar Noregs og að endingu Carina Karlsson fyrir Álandseyjar. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt frá árinu 1962 og er til nokkurs að vinna fyrir utan heiðurinn. Verðlaunaféð er 350 þúsund krónur danskar sem slagar hátt upp í 6 milljónir íslenskra króna. Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018 liggja fyrir en fulltrúar Íslands að þessu sinni eru þau Auður Ava Ólafsdóttir og Sigurður Pálsson. Þetta þarf ekki að koma á óvart. Sigurður Pálsson lést í september á síðasta ári eftir baráttu við krabbamein og er syrgður mjög af bókmenntaunnendum. Sigurður er eitt fremsta ljóðskáld landsins en Ljóð muna rödd var tilnefnd til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna árið 2017, sem tekur þá til bóka sem gefnar eru út 2016. Auður Ava hlaut svo þessi sömu verðlaun fyrir skáldsögu sína Ör. Gagnrýnandi Fréttablaðsins, Magnús Guðmundsson, mátti vart vatni halda svo hrifinn var hann af bókinni og gaf henni fullt hús – fimm stjörnur: „Heildstæð, sterk og mannleg skáldsaga sem á brýnt erindi inn í nútíma samfélag,“ segir í niðurstöðu bókadóms hans.Í viðtali við Fréttablaðið, meðal annars í tilefni af útkomu bókar hans sem nú er tilnefnd, sagði Sigurður: „Náttúran er þar með undirliggjandi sem heild. Eldur, jörð, loft og vatn. Í strúktúrnum eru þessi frum-element og síðan er það einhver líkamlegasti hlutur sem til er: Röddin. Röddin er mjög ljóðræn og þú veist og finnur hvað hún er þegar þú heyrir Amy Winehouse eða Edith Piaf syngja. Það er eitthvað sem er gjörsamlega óskiljanlegt, þessi styrkur og fegurð sem röddin getur haft. Hún er gjörvallur tilfinningaskalinn. Kjarni líkamans og samt er hún einhvern veginn bara í loftinu. Hún er ljóð líkamans. Í þessari bók er því tilfinning fyrir rödd sem er vitnisburður um líf.“ Aðrir tilnefndir eru Caroline Albertine Minor og Vita Andersen af hálfu Dana, Susanne Ringell og Olli-Pekka Tennilä fyrir Finnland, Jóanes Nielsen fyrir Færeyjar, Magnus Larsen fyrir Grænland, Roskva Koritzinsky og Carl Frode eru sænsku höfundarnir sem tilnefndir eru, Gunnar D Hansson og Agneta Pleijel eru fulltrúar Noregs og að endingu Carina Karlsson fyrir Álandseyjar. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt frá árinu 1962 og er til nokkurs að vinna fyrir utan heiðurinn. Verðlaunaféð er 350 þúsund krónur danskar sem slagar hátt upp í 6 milljónir íslenskra króna.
Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira