Stormzy stjarna Brit-verðlaunanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 23:50 Stormzy var eðlilega skælbrosandi með verðlaunin sín í kvöld. vísir/getty Breski tónlistarmaðurinn Stormzy stal senunni á Brit, bresku tónlistarverðlaununum, í kvöld. Stormzy hirti öll helstu verðlaunin en Ed Sheeran var á meðal þeirra sem einnig voru tilnefndir. Stormzy var þannig valinn besti breski karlkyns tónlistarmaðurinn og plata hans, Gang Signs and Prayer, var valin breska plata ársins. Stormzy er grime-tónlistarmaður en grime er ákveðin tegund tónlistar sem varð til í London við upphaf aldarinnar. Grime er einhvers konar blanda af meðal annars raftónlist, reggí-danstónlist og hipp hoppi. Dua Lipa var valin besti breski kvenkyns tónlistarmaðurinn og Gorillaz besta breska hljómsveitin. Stjarna kvöldsins var óumdeilanlega Stormzy, að því er fram kemur í umfjöllun BBC um hátíðina. Hann hélt um höfuð sér þegar hann var kynntur sem besti karlkyns tónlistarmaðurinn og datt svo í gólfið þegar hann hlaut verðlaunin fyrir bestu plötuna. Stormzy sagði plötuna vera það erfiðasta sem hann hefði gert. „Ég hef aldrei unnið að neinu svona á lífsleiðinni. Við bjuggum eitthvað til sem er ekki hægt að líta framhjá og ég get staðið með í dag,“ sagði Stormzy sem kemur fram á Secret Solstice í Laugardalnum í sumar. Ed Sheeran, sem var vinsælasti tónlistarmaður liðins árs sé litið til spilana og seldra plötueintaka, var langt í frá tapsár heldur sagði fyrir hátíðina að honum þætti Stormzy eiga bestu plötu ársins. Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Stormzy stal senunni á Brit, bresku tónlistarverðlaununum, í kvöld. Stormzy hirti öll helstu verðlaunin en Ed Sheeran var á meðal þeirra sem einnig voru tilnefndir. Stormzy var þannig valinn besti breski karlkyns tónlistarmaðurinn og plata hans, Gang Signs and Prayer, var valin breska plata ársins. Stormzy er grime-tónlistarmaður en grime er ákveðin tegund tónlistar sem varð til í London við upphaf aldarinnar. Grime er einhvers konar blanda af meðal annars raftónlist, reggí-danstónlist og hipp hoppi. Dua Lipa var valin besti breski kvenkyns tónlistarmaðurinn og Gorillaz besta breska hljómsveitin. Stjarna kvöldsins var óumdeilanlega Stormzy, að því er fram kemur í umfjöllun BBC um hátíðina. Hann hélt um höfuð sér þegar hann var kynntur sem besti karlkyns tónlistarmaðurinn og datt svo í gólfið þegar hann hlaut verðlaunin fyrir bestu plötuna. Stormzy sagði plötuna vera það erfiðasta sem hann hefði gert. „Ég hef aldrei unnið að neinu svona á lífsleiðinni. Við bjuggum eitthvað til sem er ekki hægt að líta framhjá og ég get staðið með í dag,“ sagði Stormzy sem kemur fram á Secret Solstice í Laugardalnum í sumar. Ed Sheeran, sem var vinsælasti tónlistarmaður liðins árs sé litið til spilana og seldra plötueintaka, var langt í frá tapsár heldur sagði fyrir hátíðina að honum þætti Stormzy eiga bestu plötu ársins.
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira