Vigdísarstofnun fær eitt stærsta orðabókasafn í heimi til varðveislu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 11:00 Þessi mynd barst frá Gerðubergi í tilefni tungumálavikunnar. Alþjóðadagur móðurmálsins er í dag. Í Veröld – húsi Vigdísar verður málþing um mikilvægi orðabóka um leið og tekið er á móti einu stærsta orðabókasafni heims. „Málþingið okkar sem stendur frá 14.30 til 17.30 í dag snýst um mikilvægi orðabóka til að byggja brýr milli menningarheima. Þar verður fjallað um fjölbreytt efni úr fortíð og nútíð,“ segir Þórunn Elísabet Bogadóttir, kynningarstjóri hjá Veröld – húsi Vigdísar. Hún segir einkunnarorð alþjóðadags móðurmálsins snúast um að viðhalda fjölbreytni tungumála og ýta undir fjöltyngi, það séu líka meginmarkmið Vigdísarstofnunar svo að allt passi þetta saman. Þetta er líka stór dagur í öðru tilliti fyrir stofnunina eins og Þórunn Elísabet lýsir. „Veröld er að taka á móti stóru safni alls konar orðabóka, líklega einu stærsta orðabókasafni í heimi sem Vigdísarstofnun er að fá til varðveislu frá Þýskalandi. Það eru samtökin InfoTern sem afhenda það. Þetta er fyrsta flokks safn og margar orðabókanna eru tví- og margmála, þannig að bæði er um að ræða stærstu tungumál heims en líka mörg minna þekkt tungumál frá öllum heimshornum.“ Þórunn Elísabet er kynningarstjóri Veraldar – húss Vigdísar.Þórunn segir safnið verða til sýnis að loknu málþinginu og bætir við að boðið verði upp á veitingar. Þá bendir Þórunn Elísabet líka á að dagurinn sé upphafið að mánuði fjöltyngis og fleiri viðburðir verði í framhaldinu, bæði á vegum Veraldar – húss Vigdísar, Borgarbókasafnsins og Móðurmáls, samtaka um tvítyngi. Þess má geta í framhaldinu að alþjóðadegi móðurmálsins verður sérstaklega fagnað í Menningarhúsinu Gerðubergi næsta laugardag. Þá verður þar Café Lingua fyrir alla fjölskylduna undir yfirskriftinni Tungumálatöffarar og töfrandi tónar á Borgarbókasafninu. Þar verður hægt að taka þátt í tungumálasmiðju og karókíi þar sem tungumálin fá að njóta sín. Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Alþjóðadagur móðurmálsins er í dag. Í Veröld – húsi Vigdísar verður málþing um mikilvægi orðabóka um leið og tekið er á móti einu stærsta orðabókasafni heims. „Málþingið okkar sem stendur frá 14.30 til 17.30 í dag snýst um mikilvægi orðabóka til að byggja brýr milli menningarheima. Þar verður fjallað um fjölbreytt efni úr fortíð og nútíð,“ segir Þórunn Elísabet Bogadóttir, kynningarstjóri hjá Veröld – húsi Vigdísar. Hún segir einkunnarorð alþjóðadags móðurmálsins snúast um að viðhalda fjölbreytni tungumála og ýta undir fjöltyngi, það séu líka meginmarkmið Vigdísarstofnunar svo að allt passi þetta saman. Þetta er líka stór dagur í öðru tilliti fyrir stofnunina eins og Þórunn Elísabet lýsir. „Veröld er að taka á móti stóru safni alls konar orðabóka, líklega einu stærsta orðabókasafni í heimi sem Vigdísarstofnun er að fá til varðveislu frá Þýskalandi. Það eru samtökin InfoTern sem afhenda það. Þetta er fyrsta flokks safn og margar orðabókanna eru tví- og margmála, þannig að bæði er um að ræða stærstu tungumál heims en líka mörg minna þekkt tungumál frá öllum heimshornum.“ Þórunn Elísabet er kynningarstjóri Veraldar – húss Vigdísar.Þórunn segir safnið verða til sýnis að loknu málþinginu og bætir við að boðið verði upp á veitingar. Þá bendir Þórunn Elísabet líka á að dagurinn sé upphafið að mánuði fjöltyngis og fleiri viðburðir verði í framhaldinu, bæði á vegum Veraldar – húss Vigdísar, Borgarbókasafnsins og Móðurmáls, samtaka um tvítyngi. Þess má geta í framhaldinu að alþjóðadegi móðurmálsins verður sérstaklega fagnað í Menningarhúsinu Gerðubergi næsta laugardag. Þá verður þar Café Lingua fyrir alla fjölskylduna undir yfirskriftinni Tungumálatöffarar og töfrandi tónar á Borgarbókasafninu. Þar verður hægt að taka þátt í tungumálasmiðju og karókíi þar sem tungumálin fá að njóta sín.
Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira