Vigdísarstofnun fær eitt stærsta orðabókasafn í heimi til varðveislu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 11:00 Þessi mynd barst frá Gerðubergi í tilefni tungumálavikunnar. Alþjóðadagur móðurmálsins er í dag. Í Veröld – húsi Vigdísar verður málþing um mikilvægi orðabóka um leið og tekið er á móti einu stærsta orðabókasafni heims. „Málþingið okkar sem stendur frá 14.30 til 17.30 í dag snýst um mikilvægi orðabóka til að byggja brýr milli menningarheima. Þar verður fjallað um fjölbreytt efni úr fortíð og nútíð,“ segir Þórunn Elísabet Bogadóttir, kynningarstjóri hjá Veröld – húsi Vigdísar. Hún segir einkunnarorð alþjóðadags móðurmálsins snúast um að viðhalda fjölbreytni tungumála og ýta undir fjöltyngi, það séu líka meginmarkmið Vigdísarstofnunar svo að allt passi þetta saman. Þetta er líka stór dagur í öðru tilliti fyrir stofnunina eins og Þórunn Elísabet lýsir. „Veröld er að taka á móti stóru safni alls konar orðabóka, líklega einu stærsta orðabókasafni í heimi sem Vigdísarstofnun er að fá til varðveislu frá Þýskalandi. Það eru samtökin InfoTern sem afhenda það. Þetta er fyrsta flokks safn og margar orðabókanna eru tví- og margmála, þannig að bæði er um að ræða stærstu tungumál heims en líka mörg minna þekkt tungumál frá öllum heimshornum.“ Þórunn Elísabet er kynningarstjóri Veraldar – húss Vigdísar.Þórunn segir safnið verða til sýnis að loknu málþinginu og bætir við að boðið verði upp á veitingar. Þá bendir Þórunn Elísabet líka á að dagurinn sé upphafið að mánuði fjöltyngis og fleiri viðburðir verði í framhaldinu, bæði á vegum Veraldar – húss Vigdísar, Borgarbókasafnsins og Móðurmáls, samtaka um tvítyngi. Þess má geta í framhaldinu að alþjóðadegi móðurmálsins verður sérstaklega fagnað í Menningarhúsinu Gerðubergi næsta laugardag. Þá verður þar Café Lingua fyrir alla fjölskylduna undir yfirskriftinni Tungumálatöffarar og töfrandi tónar á Borgarbókasafninu. Þar verður hægt að taka þátt í tungumálasmiðju og karókíi þar sem tungumálin fá að njóta sín. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
Alþjóðadagur móðurmálsins er í dag. Í Veröld – húsi Vigdísar verður málþing um mikilvægi orðabóka um leið og tekið er á móti einu stærsta orðabókasafni heims. „Málþingið okkar sem stendur frá 14.30 til 17.30 í dag snýst um mikilvægi orðabóka til að byggja brýr milli menningarheima. Þar verður fjallað um fjölbreytt efni úr fortíð og nútíð,“ segir Þórunn Elísabet Bogadóttir, kynningarstjóri hjá Veröld – húsi Vigdísar. Hún segir einkunnarorð alþjóðadags móðurmálsins snúast um að viðhalda fjölbreytni tungumála og ýta undir fjöltyngi, það séu líka meginmarkmið Vigdísarstofnunar svo að allt passi þetta saman. Þetta er líka stór dagur í öðru tilliti fyrir stofnunina eins og Þórunn Elísabet lýsir. „Veröld er að taka á móti stóru safni alls konar orðabóka, líklega einu stærsta orðabókasafni í heimi sem Vigdísarstofnun er að fá til varðveislu frá Þýskalandi. Það eru samtökin InfoTern sem afhenda það. Þetta er fyrsta flokks safn og margar orðabókanna eru tví- og margmála, þannig að bæði er um að ræða stærstu tungumál heims en líka mörg minna þekkt tungumál frá öllum heimshornum.“ Þórunn Elísabet er kynningarstjóri Veraldar – húss Vigdísar.Þórunn segir safnið verða til sýnis að loknu málþinginu og bætir við að boðið verði upp á veitingar. Þá bendir Þórunn Elísabet líka á að dagurinn sé upphafið að mánuði fjöltyngis og fleiri viðburðir verði í framhaldinu, bæði á vegum Veraldar – húss Vigdísar, Borgarbókasafnsins og Móðurmáls, samtaka um tvítyngi. Þess má geta í framhaldinu að alþjóðadegi móðurmálsins verður sérstaklega fagnað í Menningarhúsinu Gerðubergi næsta laugardag. Þá verður þar Café Lingua fyrir alla fjölskylduna undir yfirskriftinni Tungumálatöffarar og töfrandi tónar á Borgarbókasafninu. Þar verður hægt að taka þátt í tungumálasmiðju og karókíi þar sem tungumálin fá að njóta sín.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira