Hrafnhildur las sinn gamla læriföður eins og opna bók Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2018 20:30 Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handbolta, mætir sínum gamla læriföður, Stefáni Arnarsyni, á fimmtudaginn þegar að Eyjakonur mæta Íslandsmeisturum Fram í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins. Hrafnhildur og Stefán voru sigursæl saman hjá Val þegar hún var fyrirliði liðsins og Stefán þjálfari þess. Saman fögnuðu þau bikarnum þrjú ár í röð frá 2012-2014. Stefán er mikill refur en það mun reynast honum þrautin þyngri að taka Hrafnhildi og hennar stelpur á taugum enda þekkir hún sinn gamla læriföður ansi vel. „Ég þekki hann næstum því betur en hann sjálfur. Ég veit nákvæmlega hvernig hann hugsar og hann reynir allt til að gera okkur að stóra liðinu. Honum mun ekki takast það. Kannski nær hann að blekkja sjálfan sig en engan annan,“ segir Hrafnhildur. Fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn veit ekki nákvæmlega við hverju hún á að búast í undanúrslitaleiknum, en eitthvað verður það sem Stefán kemur á óvart með. „Það er líklegt að þær byrji í 6-0 en hann getur fundið upp á öllum andskotanum og farið í eitthvað bara. Maður þarf að vera svolítið undirbúin undir allt en það er líka það skemmtilega við þetta,“ segir hún. Hrafnhildur laug engu þegar hún sagðist þekkja Stefán betur en handarbakið á sér. Þjálfari Íslandsmeistaranna var ekki lengi að setja pressuna yfir á Eyjakonur sem hafa ekki spilað úrslitaleik eða úrslitaseríu um titil í sex ár. „Eyjaliðið er ótrúlega sterkt. Þegar það eru þrír útlendingar í liðinu er bara titill og ekkert annað í boði að mér finnst,“ segir Stefán. „Fyrir utan þessa þrjá útlendinga þá er Ester öflug, liðið er með tvo landsliðsmarkverði og tvo frábæra hornamenn. Þetta eru allt mjög sterkir leikmenn. Svo má ekki gleyma því að þær hafa ekki tapað leik á árinu þannig að þær eru sigurstranglegri,“ segir hann, en eru Íslandsmeistararnir ekki sigurstranglegri? „Ekki í bikarkeppninni,“ segir Stefán Arnarson. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur Sjá meira
Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handbolta, mætir sínum gamla læriföður, Stefáni Arnarsyni, á fimmtudaginn þegar að Eyjakonur mæta Íslandsmeisturum Fram í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins. Hrafnhildur og Stefán voru sigursæl saman hjá Val þegar hún var fyrirliði liðsins og Stefán þjálfari þess. Saman fögnuðu þau bikarnum þrjú ár í röð frá 2012-2014. Stefán er mikill refur en það mun reynast honum þrautin þyngri að taka Hrafnhildi og hennar stelpur á taugum enda þekkir hún sinn gamla læriföður ansi vel. „Ég þekki hann næstum því betur en hann sjálfur. Ég veit nákvæmlega hvernig hann hugsar og hann reynir allt til að gera okkur að stóra liðinu. Honum mun ekki takast það. Kannski nær hann að blekkja sjálfan sig en engan annan,“ segir Hrafnhildur. Fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn veit ekki nákvæmlega við hverju hún á að búast í undanúrslitaleiknum, en eitthvað verður það sem Stefán kemur á óvart með. „Það er líklegt að þær byrji í 6-0 en hann getur fundið upp á öllum andskotanum og farið í eitthvað bara. Maður þarf að vera svolítið undirbúin undir allt en það er líka það skemmtilega við þetta,“ segir hún. Hrafnhildur laug engu þegar hún sagðist þekkja Stefán betur en handarbakið á sér. Þjálfari Íslandsmeistaranna var ekki lengi að setja pressuna yfir á Eyjakonur sem hafa ekki spilað úrslitaleik eða úrslitaseríu um titil í sex ár. „Eyjaliðið er ótrúlega sterkt. Þegar það eru þrír útlendingar í liðinu er bara titill og ekkert annað í boði að mér finnst,“ segir Stefán. „Fyrir utan þessa þrjá útlendinga þá er Ester öflug, liðið er með tvo landsliðsmarkverði og tvo frábæra hornamenn. Þetta eru allt mjög sterkir leikmenn. Svo má ekki gleyma því að þær hafa ekki tapað leik á árinu þannig að þær eru sigurstranglegri,“ segir hann, en eru Íslandsmeistararnir ekki sigurstranglegri? „Ekki í bikarkeppninni,“ segir Stefán Arnarson. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur Sjá meira