Valdís Þóra missti af niðurskurðinum eftir klúður á síðustu holu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2018 08:00 Valdís Þóra Jónsdóttir. LET/Tristan Jones Átjánda holan á Coffs Harbour vellinum í Ástralíu á eflaust eftir að vera uppspretta martraða fyrir íslenska kylfinginn Valdísi Þóru Jónsdóttur en hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á opna Nýja Suður-Wales golfmótinu í nótt. Valdís Þóra lék annan daginn á pari og er því á fimm höggum yfir pari samtals. Hún er í 67. sæti eftir þessa tvo daga. Valdís Þóra var í ágætum málum þegar hún kom inn á átjándu enda búin að leika fyrstu sautján holur hringsins mjög vel eða á tveimur höggum undir pari. Valdís tapaði hinsvegar tveimur höggum á lokaholunni og það voru einmitt þessi tvö högg sem koma í veg fyrir að hún fari í gegnum niðurskurðinn sem var þrjú högg yfir par. Valdís hafði tapað þremur höggum á átjándu holunni í gær og hefur því spilað þessa vandræðaholu á fimm höggum yfir pari á þessum tveimur dögum. Hún er samtals á pari á öllum hinum holunum sautján. Það þarf því ekki að leita lengi að örlagavaldi okkar konu á þessu fjórða móti hennar á Evrópumótaröðinni á þessu tímabili. Valdís fékk fjóra fugla á hringnum í dag þar af einn á sautjándu en hinir komu á fimmtu, sjöundu og fjórtándu. Hún spilaði því sjöundu og fjórtándu á samanlagt fjórum höggum færra en í gær þegar hún fékk skolla á þeim báðum.Skorkortið hennar Valdísar frá fyrstu tveimur dögunum.LET Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Átjánda holan á Coffs Harbour vellinum í Ástralíu á eflaust eftir að vera uppspretta martraða fyrir íslenska kylfinginn Valdísi Þóru Jónsdóttur en hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á opna Nýja Suður-Wales golfmótinu í nótt. Valdís Þóra lék annan daginn á pari og er því á fimm höggum yfir pari samtals. Hún er í 67. sæti eftir þessa tvo daga. Valdís Þóra var í ágætum málum þegar hún kom inn á átjándu enda búin að leika fyrstu sautján holur hringsins mjög vel eða á tveimur höggum undir pari. Valdís tapaði hinsvegar tveimur höggum á lokaholunni og það voru einmitt þessi tvö högg sem koma í veg fyrir að hún fari í gegnum niðurskurðinn sem var þrjú högg yfir par. Valdís hafði tapað þremur höggum á átjándu holunni í gær og hefur því spilað þessa vandræðaholu á fimm höggum yfir pari á þessum tveimur dögum. Hún er samtals á pari á öllum hinum holunum sautján. Það þarf því ekki að leita lengi að örlagavaldi okkar konu á þessu fjórða móti hennar á Evrópumótaröðinni á þessu tímabili. Valdís fékk fjóra fugla á hringnum í dag þar af einn á sautjándu en hinir komu á fimmtu, sjöundu og fjórtándu. Hún spilaði því sjöundu og fjórtándu á samanlagt fjórum höggum færra en í gær þegar hún fékk skolla á þeim báðum.Skorkortið hennar Valdísar frá fyrstu tveimur dögunum.LET
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira