Læti í Tiger á lokahringnum en Rory McIlroy fagnaði sigri eftir mikinn fugladans í lokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2018 08:00 Rory McIlroy fagnar sigri. Vísir/Getty Norður-Írinn Rory McIlroy vann sitt fyrsta mót síðan í september 2016 þegar hann tryggði sér sigur á Arnold Palmer boðsmótinu í nótt. Rory McIlroy endaði hringina fjóra á átján höggum undir pari en það var þó Tiger Woods sem fékk mestu athyglina á lokahringnum þegar hann gerði sig líklegan til að ná efstu mönnum..@McIlroyRory's last TOUR win: September 25, 2016 – the same day Arnold Palmer passed away. #ArniesArmypic.twitter.com/6e4OB9q7Ru — PGA TOUR (@PGATOUR) March 19, 2018 McIlroy hafði ekki unnið mót í 539 daga eða síðan að hann vann Tour Championship 25. september 2016 en það var einmitt dagurinn sem Arnold Palmer dó. Rory McIlroy spilaði vel allt mótið en aldrei betur en á sex síðustu holunum þegar hann fékk fimm fugla. Hann endaði mótið þremur höggum á undan Bandaríkjamanninum Bryson DeChambeau sem kom næstur.A perfect fit. pic.twitter.com/3USLdNg0vu — PGA TOUR (@PGATOUR) March 18, 2018 Englendingurinn Justin Rose (-14) og Svíinn Henrik Stenson (-13) komu í næstu sætum en Tiger Woods endaði í fimmta sæti með landa sínum Ryan Moore á tíu höggum undir pari. Tiger Woods var um tíma aðeins einu sæti frá toppsætinu en hann líkt og aðrir áttu engin svör við fugladansi Rory McIlroy í lokin. Tiger Woods lék síðustu tvo hringina á 69 höggum en hann gerði út um alla vonir sínar um sigur þegar hann fékk skolla á bæði sextándu og sautjándu holunni.It was a great two weeks of being in contention again. I feel like I'm getting a little better. Great playing by Rory today to win at the King's place. Arnie would have been proud of golf today and the charges!!! — Tiger Woods (@TigerWoods) March 19, 2018 Golf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy vann sitt fyrsta mót síðan í september 2016 þegar hann tryggði sér sigur á Arnold Palmer boðsmótinu í nótt. Rory McIlroy endaði hringina fjóra á átján höggum undir pari en það var þó Tiger Woods sem fékk mestu athyglina á lokahringnum þegar hann gerði sig líklegan til að ná efstu mönnum..@McIlroyRory's last TOUR win: September 25, 2016 – the same day Arnold Palmer passed away. #ArniesArmypic.twitter.com/6e4OB9q7Ru — PGA TOUR (@PGATOUR) March 19, 2018 McIlroy hafði ekki unnið mót í 539 daga eða síðan að hann vann Tour Championship 25. september 2016 en það var einmitt dagurinn sem Arnold Palmer dó. Rory McIlroy spilaði vel allt mótið en aldrei betur en á sex síðustu holunum þegar hann fékk fimm fugla. Hann endaði mótið þremur höggum á undan Bandaríkjamanninum Bryson DeChambeau sem kom næstur.A perfect fit. pic.twitter.com/3USLdNg0vu — PGA TOUR (@PGATOUR) March 18, 2018 Englendingurinn Justin Rose (-14) og Svíinn Henrik Stenson (-13) komu í næstu sætum en Tiger Woods endaði í fimmta sæti með landa sínum Ryan Moore á tíu höggum undir pari. Tiger Woods var um tíma aðeins einu sæti frá toppsætinu en hann líkt og aðrir áttu engin svör við fugladansi Rory McIlroy í lokin. Tiger Woods lék síðustu tvo hringina á 69 höggum en hann gerði út um alla vonir sínar um sigur þegar hann fékk skolla á bæði sextándu og sautjándu holunni.It was a great two weeks of being in contention again. I feel like I'm getting a little better. Great playing by Rory today to win at the King's place. Arnie would have been proud of golf today and the charges!!! — Tiger Woods (@TigerWoods) March 19, 2018
Golf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira