Lokaumferð Olísdeildar kvenna fór fram í dag og þá varð ljóst að Valur varð deildarmeistari þetta tímabilið og verður því með heimavallarrétt út úrslitakeppnina sem er nú handan við hornið.
Valur vann sigur á Haukum en á sama tíma hafði Fram, sem hefur verið á mikilli uppleið, betur gegn ÍBV.
Þessi sömu lið munu einmitt mætast aftur í undanúrslitum úrslitakeppninnar - Valur gegn Haukum og Fram gegn ÍBV.
Þrjá sigra þarf til að komast í lokaúrslitin um titilinn en undanúrslitin hefjast þann 3. apríl. Allir leikirnir í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Svona verða undanúrslitin í Olísdeild kvenna
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn



Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti