Seldist upp á Björk á örfáum mínútum og aukatónleikar tilkynntir strax Stefán Árni Pálsson skrifar 16. mars 2018 16:30 Björk er þekktasti listamaður Íslendinga og Íslendingar virðast elska hana. Það seldist upp á tónleika Bjarkar þann 12. apríl á örfáum mínútum í dag og í kjölfarið var strax ákveðið að halda aukatónleika mánudaginn 9. apríl. Miðasala á tónleikana hefst á mánudaginn klukkan 12 og fer hún frá á tix.is. Fram kemur í tilkynningu frá Björk að ekki verði hægt að koma fyrir fleiri tónleikum að þessu sinni á Íslandi. Björk byrjar því tónleikaferðlag sitt um heiminn í Háskólabíó dagana 9. og 12. apríl em um er að ræða generalprufu ferðalagsins þar sem afrakstur margra mánaða vinnu verður prufukeyrður í fyrsta sinn fyrir áhorfendur. Tónleikarnir eru liður í útgáfu Útópíu sem er 10. sólóplata Bjarkar en hún kom út í lok síðasta árs. Björk er án efa þekktasti listamaður Íslands fyrr og síðar. Plötur hennar hafa selst í milljónum eintaka út um allan heim og fyrir þá síðustu Vulnicura vann hún m.a. Brit verðlaunin sem besta alþjóðlega söngkonan. Hún kemur fram með sjö flautuleikurum, slagverksleikara og raftónlistarmanni. Hópurinn hefur verið við æfingar á Íslandi síðustu vikur. Í Háskólabíó verður m.a. leikmynd tónleikaferðarinnar frumsýnd en hún er hönnuð af Heimi Sverrissyni og smíðuð í Irma studios. Danshöfundur er Margrét Bjarnadóttir. Þeir sem koma fram með Björk á þessari tónleikaferð eru flautuleikararnir: Melkorka Ólafsdóttir, Áshildur Haraldsdóttir, Berglind María Tómasdóttir, Steinunn Vala Pálsdóttir, Björg Brjánsdóttir, Þuríður Jónsdóttir og Emilía Rós Sigfúsdóttir. Bergur Þórisson sér um básúnuleik og raftónlist og Manu Delago um trommur og ásláttarhljóðfæri. Það mikil eftirvænting í hópnum að spila fyrstu tónleika Útópíu ferðalaginu hér á Íslandi. Tengdar fréttir Björk með tónleika í Háskólabíó í apríl Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir mun halda tónleika hér á landi þann 12. apríl næstkomandi. 15. mars 2018 08:32 Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Það seldist upp á tónleika Bjarkar þann 12. apríl á örfáum mínútum í dag og í kjölfarið var strax ákveðið að halda aukatónleika mánudaginn 9. apríl. Miðasala á tónleikana hefst á mánudaginn klukkan 12 og fer hún frá á tix.is. Fram kemur í tilkynningu frá Björk að ekki verði hægt að koma fyrir fleiri tónleikum að þessu sinni á Íslandi. Björk byrjar því tónleikaferðlag sitt um heiminn í Háskólabíó dagana 9. og 12. apríl em um er að ræða generalprufu ferðalagsins þar sem afrakstur margra mánaða vinnu verður prufukeyrður í fyrsta sinn fyrir áhorfendur. Tónleikarnir eru liður í útgáfu Útópíu sem er 10. sólóplata Bjarkar en hún kom út í lok síðasta árs. Björk er án efa þekktasti listamaður Íslands fyrr og síðar. Plötur hennar hafa selst í milljónum eintaka út um allan heim og fyrir þá síðustu Vulnicura vann hún m.a. Brit verðlaunin sem besta alþjóðlega söngkonan. Hún kemur fram með sjö flautuleikurum, slagverksleikara og raftónlistarmanni. Hópurinn hefur verið við æfingar á Íslandi síðustu vikur. Í Háskólabíó verður m.a. leikmynd tónleikaferðarinnar frumsýnd en hún er hönnuð af Heimi Sverrissyni og smíðuð í Irma studios. Danshöfundur er Margrét Bjarnadóttir. Þeir sem koma fram með Björk á þessari tónleikaferð eru flautuleikararnir: Melkorka Ólafsdóttir, Áshildur Haraldsdóttir, Berglind María Tómasdóttir, Steinunn Vala Pálsdóttir, Björg Brjánsdóttir, Þuríður Jónsdóttir og Emilía Rós Sigfúsdóttir. Bergur Þórisson sér um básúnuleik og raftónlist og Manu Delago um trommur og ásláttarhljóðfæri. Það mikil eftirvænting í hópnum að spila fyrstu tónleika Útópíu ferðalaginu hér á Íslandi.
Tengdar fréttir Björk með tónleika í Háskólabíó í apríl Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir mun halda tónleika hér á landi þann 12. apríl næstkomandi. 15. mars 2018 08:32 Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Björk með tónleika í Háskólabíó í apríl Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir mun halda tónleika hér á landi þann 12. apríl næstkomandi. 15. mars 2018 08:32