FH gerði sér lítið fyrir og skellti Stjörnunni, 3-0, í A-deild Lengjubikars kvenna, en leikið var í Kórnum í kvöld. Þetta var fyrsti sigur FH í mótinu.
Marjani Hing-Glover skoraði fyrsta markið eftir sjö mínútna leik eftir undirbúning Þóreyjar Bjarkar Eyþórsdóttur. Þórey Björk er sextán ára gömul.
Í síðari hálfleik bættu þær Birta Stefánsdóttir og Dilja Ýr Zomers við mörkum og öflugur 3-0 sigur FH staðreynd, en bæði lið eru með þrjú stig; Stjarnan eftir þrjá leiki, en FH fjóra.
