Handbolti

Haukar náðu fram hefndum gegn Fram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Berta hefur verið frábær í vetur.
Berta hefur verið frábær í vetur. vísir/anton
Haukar hefndu fyrir bikartapið gegn Fram um helgina er þær unnu Fram í leik liðanna í Olís-deild kvenna í kvöld, en leikið var á Ásvöllum. Lokatölur 25-21, en ein umferð er eftir af deildinni og mikil spenna hvernig úrslitakeppnin raðast niður.

Haukar voru sterkari aðilinn nær allan leikinn og voru 14-10 yfir í hálfleik. Þær unnu svo að lokum fjögurra marka sigur, en sigurinn fleytir Haukum upp í annað sæti deildarinnar. Haukar, Fram og ÍBV eru öll með 20 stig í öðru til fjórða sætinu.

Berta Rut Harðardóttir heldur áfram að eiga skínandi gott tímabil hjá Haukum, en hún skoraði átta mörk í kvöld. Næst kom Karen Helga Díönudóttir með fimm mörk. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði sjö fyrir bikarmeistarana í Fram.

Valur rúllaði yfir Gróttu á heimavelli 30-18 eftir að hafa leitt 18-6 í hálfleik. Valur er á toppnum með 32 stig, á meðan Grótta á botninum með fjögur stig.

Selfoss tapaði nokkuð óvænt gegn Fjölni á heimavelli, 24-21. Fjölnir leiddi í hálfleik 13-11, en Fjölnir er í næst neðsta sæti með sex stig á meðan Selfoss er sæti ofar með níu stig.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir gerði átta mörk fyrir Selfoss og Perla Ruth Albertsdóttir sjö. Hjá Fjölni var Andrea Jacobsen markahæst með níu, en Berglind Benediktsdóttir og Díana Ágústsdóttir skoruðu fjögur hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×