Arnar: Við bætum leikmenn og þjálfara með því að spila í Evrópukeppnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. mars 2018 19:15 Ef íslensk lið vinna sér inn þátttökurétt í Evrópu eiga þau mæta til leiks, segir Arnar Pétursson, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara ÍBV. Það er skammt stórra högga á milli hjá Eyjamönnum þessa dagana enda nóg að gera. Þeir fá stuttan tíma til að fagna bikarmeistaratitlinum því strax á miðvikudaginn eiga þeir frestaðan leik á móti ÍR. Við taka svo tvær síðustu umferðirnar í Olís-deildinni sem spilaðar eru 18. og 21. mars og eftir það er komið að átta liða úrsiltum í áskorendakeppni Evrópu þar sem ÍBV ferðast til Rússlands og mætir liði Krasnodar. Íslensk hafa ekkert upp úr Evrópukeppnum ef aðeins er horft í peninga. Ferðalögin er oft löng og geta truflað tímabilið. Sumir spyrja sig hreinlega hvernig Eyjamenn og aðrir hreinalega nenna að standa í þessu og við spurðum Arnar Pétursson að því þegar við hittum hann fyrir helgi. „Mér finnst það vera þannig, að ef lið hafa unnið sér það inn að spila í Evrópukeppni þá eiga lið að gera það. Auðvitað kostar þetta peninga og vinnu. Bæði leikmenn og þeir sem að þessu standa þurfa að leggja á sig mikla vinnu að borga þetta því að það er langt frá því sami peningurinn í fótboltanum og þessu,“ segir Arnar. Peningar eru svo sannarlega ekki allt, og í raun ekkert í Evrópukeppnum í handbolta. Það er annað sem Arnar og hans menn fá út úr þessu, að hans mati. „Það sem við fáum út úr þessu er að við erum að spila til dæmis á erfiðum útivöllum eins og við sáum með Valsarana í fyrra þar sem dómgæsla og annað er ekki eins og það á að vera,“ segir Arnar. „Við erum að fá ákveðinn þroska út úr þessu. Við erum að bæta leikmenn og við þjálfararnir verðum betri. Við erum að takast á við aðstæður sem að við kannski tökumst ekki á við dags daglega. Þetta eru ekki sömu dómararnir sem við hittum tíu sinnum yfir veturinn og það er ekki sömu eftirlitsmenn og sömu aðstæðurnar.“ „Þegar að uppi er staðið skilar þetta okkur einhverju, það er engin spurning. Við nálgumst þetta verkefni svolítið þannig að við ætlum að hafa gaman að þessu. Við ætlum að njóta þess að vera saman og ferðast saman og eyða góðum tíma saman á sama tíma og við ætlum að nýta tímann til að þroskast sem handboltamenn og sem lið og takast á við hina og þessa hluti sem við erum ekki vanir að gera dagsdaglega,“ segir Arnar Pétursson. Íslenski handboltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Sjá meira
Ef íslensk lið vinna sér inn þátttökurétt í Evrópu eiga þau mæta til leiks, segir Arnar Pétursson, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara ÍBV. Það er skammt stórra högga á milli hjá Eyjamönnum þessa dagana enda nóg að gera. Þeir fá stuttan tíma til að fagna bikarmeistaratitlinum því strax á miðvikudaginn eiga þeir frestaðan leik á móti ÍR. Við taka svo tvær síðustu umferðirnar í Olís-deildinni sem spilaðar eru 18. og 21. mars og eftir það er komið að átta liða úrsiltum í áskorendakeppni Evrópu þar sem ÍBV ferðast til Rússlands og mætir liði Krasnodar. Íslensk hafa ekkert upp úr Evrópukeppnum ef aðeins er horft í peninga. Ferðalögin er oft löng og geta truflað tímabilið. Sumir spyrja sig hreinlega hvernig Eyjamenn og aðrir hreinalega nenna að standa í þessu og við spurðum Arnar Pétursson að því þegar við hittum hann fyrir helgi. „Mér finnst það vera þannig, að ef lið hafa unnið sér það inn að spila í Evrópukeppni þá eiga lið að gera það. Auðvitað kostar þetta peninga og vinnu. Bæði leikmenn og þeir sem að þessu standa þurfa að leggja á sig mikla vinnu að borga þetta því að það er langt frá því sami peningurinn í fótboltanum og þessu,“ segir Arnar. Peningar eru svo sannarlega ekki allt, og í raun ekkert í Evrópukeppnum í handbolta. Það er annað sem Arnar og hans menn fá út úr þessu, að hans mati. „Það sem við fáum út úr þessu er að við erum að spila til dæmis á erfiðum útivöllum eins og við sáum með Valsarana í fyrra þar sem dómgæsla og annað er ekki eins og það á að vera,“ segir Arnar. „Við erum að fá ákveðinn þroska út úr þessu. Við erum að bæta leikmenn og við þjálfararnir verðum betri. Við erum að takast á við aðstæður sem að við kannski tökumst ekki á við dags daglega. Þetta eru ekki sömu dómararnir sem við hittum tíu sinnum yfir veturinn og það er ekki sömu eftirlitsmenn og sömu aðstæðurnar.“ „Þegar að uppi er staðið skilar þetta okkur einhverju, það er engin spurning. Við nálgumst þetta verkefni svolítið þannig að við ætlum að hafa gaman að þessu. Við ætlum að njóta þess að vera saman og ferðast saman og eyða góðum tíma saman á sama tíma og við ætlum að nýta tímann til að þroskast sem handboltamenn og sem lið og takast á við hina og þessa hluti sem við erum ekki vanir að gera dagsdaglega,“ segir Arnar Pétursson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Sjá meira