Lykilrými í Firði stendur autt Jakob Bjarnar skrifar 28. mars 2018 15:21 Veitingahúsið Silfur hefur verið lýst gjaldþrota og lykilrými Fjarðar horfir tómum eða brostnum augum út á sjálfan Hafnarfjörðinn. visir/stefán Veitingastaðurinn Silfur, sem staðsettur hefur verið í hjarta Fjarðar verslunarmiðstöðvar, í miðbæ Hafnarfjarðar hefur verið tekinn til gjaldþrotaskipta. Frá þessu greinir í Lögbirtingarblaðinu í dag. Í tilkynningu á Facebooksíðu staðarins, sem reyndar hefur verið tekin niður, var greint frá því að rekstraraðilar hygðust stofna nýjan stað í Reykjavík. Rekstarstjórinn, Berglind Goldstein, vildi ekki tjá sig um málið við Vísi, þegar eftir því var leitað.Tómlegt í Firði sem stendur Víst er að reksturinn hefur verið þungur þrátt fyrir einhverja bestu staðsetningu sem hugsast getur en út um stóra glugga staðarins blasir við einn fallegasti fjörður landsins. Framkvæmdastjóri Fjarðar, Guðmundur Bjarni Harðarson, segir að þau sem voru með staðinn séu farin út. „Það var gerður við þau samningur fyrir áramót. Staðurinn hefur staðið tómur síðan í janúar.Hefur þá ekki verið fremur tómlegt um að litast í Firði að undanförnu? Autt gat í þessu mikilvæga rými verslunarmiðstöðvarinnar? „Jújú, þetta er eitt af akkerisverslunarrýmum hér inni. Það segir sig sjálft.“Nýr staður í burðarliðnum En, það er enginn uppgjafartónn í framkvæmdastjóranum sem segir að stundum verði að breyta. „Nýir rekstraraðilar hafa tekið við og þeir munu opna í síðasta lagi 9. maí,“ segir Guðmundur Bjarni og gefur ekkert útá að rekstrarskilyrði séu erfið í Hafnarfirði. Ýmsir eru að koma í Hafnarfjörð með nýja starfsemi. Ekkert nafn er komið á hinn nýja veitingastað sem mun hefja þarna starfsemi en endurbætur á húsnæðinu eru yfirstandandi. „Gríðarlegar breytingar. Það er mikill hugur í þeim í veitingageiranum í Hafnarfirði,“ segir Guðmundur Bjarni. Og gefur lítið fyrir þá spurningu blaðamanns hvort það sé ekki svo að það virðist innprentað í genamengi Hafnfirðinga að ætli þeir að bregða sér á kreik, fari þeir einfaldlega inn í Reykjavík. Veitingastaðir Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Veitingastaðurinn Silfur, sem staðsettur hefur verið í hjarta Fjarðar verslunarmiðstöðvar, í miðbæ Hafnarfjarðar hefur verið tekinn til gjaldþrotaskipta. Frá þessu greinir í Lögbirtingarblaðinu í dag. Í tilkynningu á Facebooksíðu staðarins, sem reyndar hefur verið tekin niður, var greint frá því að rekstraraðilar hygðust stofna nýjan stað í Reykjavík. Rekstarstjórinn, Berglind Goldstein, vildi ekki tjá sig um málið við Vísi, þegar eftir því var leitað.Tómlegt í Firði sem stendur Víst er að reksturinn hefur verið þungur þrátt fyrir einhverja bestu staðsetningu sem hugsast getur en út um stóra glugga staðarins blasir við einn fallegasti fjörður landsins. Framkvæmdastjóri Fjarðar, Guðmundur Bjarni Harðarson, segir að þau sem voru með staðinn séu farin út. „Það var gerður við þau samningur fyrir áramót. Staðurinn hefur staðið tómur síðan í janúar.Hefur þá ekki verið fremur tómlegt um að litast í Firði að undanförnu? Autt gat í þessu mikilvæga rými verslunarmiðstöðvarinnar? „Jújú, þetta er eitt af akkerisverslunarrýmum hér inni. Það segir sig sjálft.“Nýr staður í burðarliðnum En, það er enginn uppgjafartónn í framkvæmdastjóranum sem segir að stundum verði að breyta. „Nýir rekstraraðilar hafa tekið við og þeir munu opna í síðasta lagi 9. maí,“ segir Guðmundur Bjarni og gefur ekkert útá að rekstrarskilyrði séu erfið í Hafnarfirði. Ýmsir eru að koma í Hafnarfjörð með nýja starfsemi. Ekkert nafn er komið á hinn nýja veitingastað sem mun hefja þarna starfsemi en endurbætur á húsnæðinu eru yfirstandandi. „Gríðarlegar breytingar. Það er mikill hugur í þeim í veitingageiranum í Hafnarfirði,“ segir Guðmundur Bjarni. Og gefur lítið fyrir þá spurningu blaðamanns hvort það sé ekki svo að það virðist innprentað í genamengi Hafnfirðinga að ætli þeir að bregða sér á kreik, fari þeir einfaldlega inn í Reykjavík.
Veitingastaðir Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira