Það eru Samtök ferðaþjónustunnar sem standa að deginum en Bjarnheiður Hallsdóttir var kjörin nýr formaður SAF í hádeginu í dag með minnsta mun eftir baráttu við Þóri Garðarsson sem einnig gaf kost á sér.
Sýnt verður frá Ferðaþjónustudeginum í beinni útsendingu hér á Vísi. Dagskrána má sjá hér að neðan.
Ávörp
Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar 2014 – 2018
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra
Erindi
Efnahagsleg fótspor ferðamanna – Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins
Sjálfbær ferðaþjónusta – leiðin til framtíðar – Snjólaug Ólafsdóttir, stofnandi og eigandi Andrýmis ráðgjafar
Fólkið og ferðaþjónustan – Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu
Fótspor ferðaþjónustunnar – spjallborð
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Lokaorð
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands
Fundarstjóri verður Fanney Birna Jónsdóttir, fjölmiðlamaður, sem jafnframt stýrir umræðum.