Tók upp myndband á 100 ára skipi í Afríku Stefán Þór Hjartarson skrifar 9. apríl 2018 06:00 Jóhanna lét drauminn um að snúa aftur á skipið rætast og tók upp myndband í leiðinni. VÍSIR/ANTON BRINK Jóhanna Elísa Skúladóttir, söngkona og lagahöfundur, sendi frá sér glænýtt myndband við lagið The Adventurous Dream sem hún tók upp á Grænhöfðaeyjum. Myndbandið var tekið upp fyrir framan og á 100 ára gamalli skútu en Jóhanna hafði einmitt samið lagið á þessari sömu skútu fyrir tveimur árum. „Ég fór fyrir tilviljun í seglskipakeppnina The Tall Ships Races. Ég var sjálfboðaliði á einu seglskipi þarna, 100 ára gömlu hollensku seglskipi. Þarna er einungis siglt fyrir seglum, það er bannað að nota vélarafl. Upplifunin að sigla þetta var einstök. Ég var laus við allar áhyggjur og áreiti – það eina sem var til í heiminum þessa daga var skipið, sjórinn og sólin. Maður gat setið uppi á dekki tímunum saman og horft á sjóndeildarhringinn án þess að leiðast. Það var akkúrat á þannig augnabliki sem ég samdi lagið en það hefur aldrei gerst hjá mér áður að lag komi svona til mín. Lagið fjallar einfaldlega um upplifunina á skipinu.“Hvernig gerðist það að þú endaðir í þessari keppni? „Ég bjó í Svíþjóð á þessum tíma og einn daginn var ég að skrolla í gegnum Facebook og rak augun í auglýsingu sem hljómaði einhvernveginn svona: „Viltu verða sjálfboðaliði á seglskipi í seglskipakeppni?“ Ég varð forvitin og ákvað að slá til. Svo sótti ég bara um ásamt 400 öðrum og fékk þetta. Við vorum þarna nokkur ungmenni á skipinu. Í kringum þetta voru svo skrúðgöngur, hátíðarhöld og risapartí með öllum skipverjum af öllum skipunum – þetta var bara alveg sjúklega gaman!“ Svo gaman var þetta að Jóhanna gat bókstaflega ekki hætt að hugsa um ferðalagið. „Eftir keppnina dreymdi mig um að snúa aftur á skipið – ég vissi að það væru ferðir í boði með skipinu um Grænhöfðaeyjar en það fannst mér ótrúlega heillandi. Einu ári síðar var ég að taka upp nokkur lög á komandi plötu, þar á meðal þetta lag sem ég samdi á skipinu, og þá datt mér í hug að snúa aftur á skipið og taka upp tónlistarmyndband. Ég ætlaði mér að ná þessu takmarki og með miklu áræði og skipulagningu tókst mér það.“Jóhanna tók myndbandið upp á skipinu á Grænhöfðaeyjum í byrjun árs og nú er það komið út og draumur hennar hefur ræst, hvorki meira né minna.Var þetta ekkert vesen? „Nei. Ég var svo heppin að fá ótrúlega fínan danskan kvikmyndagerðarmann með mér. Ég hafði aldrei hitt hann áður en hann kom í gegnum Eyk Studio. Hann kom með sínar græjur; myndavél og dróna. Við tókum þetta upp á tveimur dögum plús eitt kvöld á þriðja degi. Einn daginn vorum við bara í landi með skipið í bakgrunni. Við vorum á eyðieyju með gömlu virki þangað sem var farið með okkur á gúmmíbát. Svo vorum við bara á skipinu í einn dag á siglingu. Þetta gekk allt ótrúlega greiðlega fyrir sig.“ Fram undan hjá Jóhönnu er að klára plötuna sína, en The Adventurous Dream er annað lagið sem hún gefur út af plötunni. Annars er hún bara að semja á fullu og segir að það sé mikið í pípunum. Myndbandið má finna á YouTube og á like-síðu Jóhönnu á Facebook. Lagið má svo finna á Spotify og öðrum streymisveitum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Jóhanna Elísa Skúladóttir, söngkona og lagahöfundur, sendi frá sér glænýtt myndband við lagið The Adventurous Dream sem hún tók upp á Grænhöfðaeyjum. Myndbandið var tekið upp fyrir framan og á 100 ára gamalli skútu en Jóhanna hafði einmitt samið lagið á þessari sömu skútu fyrir tveimur árum. „Ég fór fyrir tilviljun í seglskipakeppnina The Tall Ships Races. Ég var sjálfboðaliði á einu seglskipi þarna, 100 ára gömlu hollensku seglskipi. Þarna er einungis siglt fyrir seglum, það er bannað að nota vélarafl. Upplifunin að sigla þetta var einstök. Ég var laus við allar áhyggjur og áreiti – það eina sem var til í heiminum þessa daga var skipið, sjórinn og sólin. Maður gat setið uppi á dekki tímunum saman og horft á sjóndeildarhringinn án þess að leiðast. Það var akkúrat á þannig augnabliki sem ég samdi lagið en það hefur aldrei gerst hjá mér áður að lag komi svona til mín. Lagið fjallar einfaldlega um upplifunina á skipinu.“Hvernig gerðist það að þú endaðir í þessari keppni? „Ég bjó í Svíþjóð á þessum tíma og einn daginn var ég að skrolla í gegnum Facebook og rak augun í auglýsingu sem hljómaði einhvernveginn svona: „Viltu verða sjálfboðaliði á seglskipi í seglskipakeppni?“ Ég varð forvitin og ákvað að slá til. Svo sótti ég bara um ásamt 400 öðrum og fékk þetta. Við vorum þarna nokkur ungmenni á skipinu. Í kringum þetta voru svo skrúðgöngur, hátíðarhöld og risapartí með öllum skipverjum af öllum skipunum – þetta var bara alveg sjúklega gaman!“ Svo gaman var þetta að Jóhanna gat bókstaflega ekki hætt að hugsa um ferðalagið. „Eftir keppnina dreymdi mig um að snúa aftur á skipið – ég vissi að það væru ferðir í boði með skipinu um Grænhöfðaeyjar en það fannst mér ótrúlega heillandi. Einu ári síðar var ég að taka upp nokkur lög á komandi plötu, þar á meðal þetta lag sem ég samdi á skipinu, og þá datt mér í hug að snúa aftur á skipið og taka upp tónlistarmyndband. Ég ætlaði mér að ná þessu takmarki og með miklu áræði og skipulagningu tókst mér það.“Jóhanna tók myndbandið upp á skipinu á Grænhöfðaeyjum í byrjun árs og nú er það komið út og draumur hennar hefur ræst, hvorki meira né minna.Var þetta ekkert vesen? „Nei. Ég var svo heppin að fá ótrúlega fínan danskan kvikmyndagerðarmann með mér. Ég hafði aldrei hitt hann áður en hann kom í gegnum Eyk Studio. Hann kom með sínar græjur; myndavél og dróna. Við tókum þetta upp á tveimur dögum plús eitt kvöld á þriðja degi. Einn daginn vorum við bara í landi með skipið í bakgrunni. Við vorum á eyðieyju með gömlu virki þangað sem var farið með okkur á gúmmíbát. Svo vorum við bara á skipinu í einn dag á siglingu. Þetta gekk allt ótrúlega greiðlega fyrir sig.“ Fram undan hjá Jóhönnu er að klára plötuna sína, en The Adventurous Dream er annað lagið sem hún gefur út af plötunni. Annars er hún bara að semja á fullu og segir að það sé mikið í pípunum. Myndbandið má finna á YouTube og á like-síðu Jóhönnu á Facebook. Lagið má svo finna á Spotify og öðrum streymisveitum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira