Tók upp myndband á 100 ára skipi í Afríku Stefán Þór Hjartarson skrifar 9. apríl 2018 06:00 Jóhanna lét drauminn um að snúa aftur á skipið rætast og tók upp myndband í leiðinni. VÍSIR/ANTON BRINK Jóhanna Elísa Skúladóttir, söngkona og lagahöfundur, sendi frá sér glænýtt myndband við lagið The Adventurous Dream sem hún tók upp á Grænhöfðaeyjum. Myndbandið var tekið upp fyrir framan og á 100 ára gamalli skútu en Jóhanna hafði einmitt samið lagið á þessari sömu skútu fyrir tveimur árum. „Ég fór fyrir tilviljun í seglskipakeppnina The Tall Ships Races. Ég var sjálfboðaliði á einu seglskipi þarna, 100 ára gömlu hollensku seglskipi. Þarna er einungis siglt fyrir seglum, það er bannað að nota vélarafl. Upplifunin að sigla þetta var einstök. Ég var laus við allar áhyggjur og áreiti – það eina sem var til í heiminum þessa daga var skipið, sjórinn og sólin. Maður gat setið uppi á dekki tímunum saman og horft á sjóndeildarhringinn án þess að leiðast. Það var akkúrat á þannig augnabliki sem ég samdi lagið en það hefur aldrei gerst hjá mér áður að lag komi svona til mín. Lagið fjallar einfaldlega um upplifunina á skipinu.“Hvernig gerðist það að þú endaðir í þessari keppni? „Ég bjó í Svíþjóð á þessum tíma og einn daginn var ég að skrolla í gegnum Facebook og rak augun í auglýsingu sem hljómaði einhvernveginn svona: „Viltu verða sjálfboðaliði á seglskipi í seglskipakeppni?“ Ég varð forvitin og ákvað að slá til. Svo sótti ég bara um ásamt 400 öðrum og fékk þetta. Við vorum þarna nokkur ungmenni á skipinu. Í kringum þetta voru svo skrúðgöngur, hátíðarhöld og risapartí með öllum skipverjum af öllum skipunum – þetta var bara alveg sjúklega gaman!“ Svo gaman var þetta að Jóhanna gat bókstaflega ekki hætt að hugsa um ferðalagið. „Eftir keppnina dreymdi mig um að snúa aftur á skipið – ég vissi að það væru ferðir í boði með skipinu um Grænhöfðaeyjar en það fannst mér ótrúlega heillandi. Einu ári síðar var ég að taka upp nokkur lög á komandi plötu, þar á meðal þetta lag sem ég samdi á skipinu, og þá datt mér í hug að snúa aftur á skipið og taka upp tónlistarmyndband. Ég ætlaði mér að ná þessu takmarki og með miklu áræði og skipulagningu tókst mér það.“Jóhanna tók myndbandið upp á skipinu á Grænhöfðaeyjum í byrjun árs og nú er það komið út og draumur hennar hefur ræst, hvorki meira né minna.Var þetta ekkert vesen? „Nei. Ég var svo heppin að fá ótrúlega fínan danskan kvikmyndagerðarmann með mér. Ég hafði aldrei hitt hann áður en hann kom í gegnum Eyk Studio. Hann kom með sínar græjur; myndavél og dróna. Við tókum þetta upp á tveimur dögum plús eitt kvöld á þriðja degi. Einn daginn vorum við bara í landi með skipið í bakgrunni. Við vorum á eyðieyju með gömlu virki þangað sem var farið með okkur á gúmmíbát. Svo vorum við bara á skipinu í einn dag á siglingu. Þetta gekk allt ótrúlega greiðlega fyrir sig.“ Fram undan hjá Jóhönnu er að klára plötuna sína, en The Adventurous Dream er annað lagið sem hún gefur út af plötunni. Annars er hún bara að semja á fullu og segir að það sé mikið í pípunum. Myndbandið má finna á YouTube og á like-síðu Jóhönnu á Facebook. Lagið má svo finna á Spotify og öðrum streymisveitum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Jóhanna Elísa Skúladóttir, söngkona og lagahöfundur, sendi frá sér glænýtt myndband við lagið The Adventurous Dream sem hún tók upp á Grænhöfðaeyjum. Myndbandið var tekið upp fyrir framan og á 100 ára gamalli skútu en Jóhanna hafði einmitt samið lagið á þessari sömu skútu fyrir tveimur árum. „Ég fór fyrir tilviljun í seglskipakeppnina The Tall Ships Races. Ég var sjálfboðaliði á einu seglskipi þarna, 100 ára gömlu hollensku seglskipi. Þarna er einungis siglt fyrir seglum, það er bannað að nota vélarafl. Upplifunin að sigla þetta var einstök. Ég var laus við allar áhyggjur og áreiti – það eina sem var til í heiminum þessa daga var skipið, sjórinn og sólin. Maður gat setið uppi á dekki tímunum saman og horft á sjóndeildarhringinn án þess að leiðast. Það var akkúrat á þannig augnabliki sem ég samdi lagið en það hefur aldrei gerst hjá mér áður að lag komi svona til mín. Lagið fjallar einfaldlega um upplifunina á skipinu.“Hvernig gerðist það að þú endaðir í þessari keppni? „Ég bjó í Svíþjóð á þessum tíma og einn daginn var ég að skrolla í gegnum Facebook og rak augun í auglýsingu sem hljómaði einhvernveginn svona: „Viltu verða sjálfboðaliði á seglskipi í seglskipakeppni?“ Ég varð forvitin og ákvað að slá til. Svo sótti ég bara um ásamt 400 öðrum og fékk þetta. Við vorum þarna nokkur ungmenni á skipinu. Í kringum þetta voru svo skrúðgöngur, hátíðarhöld og risapartí með öllum skipverjum af öllum skipunum – þetta var bara alveg sjúklega gaman!“ Svo gaman var þetta að Jóhanna gat bókstaflega ekki hætt að hugsa um ferðalagið. „Eftir keppnina dreymdi mig um að snúa aftur á skipið – ég vissi að það væru ferðir í boði með skipinu um Grænhöfðaeyjar en það fannst mér ótrúlega heillandi. Einu ári síðar var ég að taka upp nokkur lög á komandi plötu, þar á meðal þetta lag sem ég samdi á skipinu, og þá datt mér í hug að snúa aftur á skipið og taka upp tónlistarmyndband. Ég ætlaði mér að ná þessu takmarki og með miklu áræði og skipulagningu tókst mér það.“Jóhanna tók myndbandið upp á skipinu á Grænhöfðaeyjum í byrjun árs og nú er það komið út og draumur hennar hefur ræst, hvorki meira né minna.Var þetta ekkert vesen? „Nei. Ég var svo heppin að fá ótrúlega fínan danskan kvikmyndagerðarmann með mér. Ég hafði aldrei hitt hann áður en hann kom í gegnum Eyk Studio. Hann kom með sínar græjur; myndavél og dróna. Við tókum þetta upp á tveimur dögum plús eitt kvöld á þriðja degi. Einn daginn vorum við bara í landi með skipið í bakgrunni. Við vorum á eyðieyju með gömlu virki þangað sem var farið með okkur á gúmmíbát. Svo vorum við bara á skipinu í einn dag á siglingu. Þetta gekk allt ótrúlega greiðlega fyrir sig.“ Fram undan hjá Jóhönnu er að klára plötuna sína, en The Adventurous Dream er annað lagið sem hún gefur út af plötunni. Annars er hún bara að semja á fullu og segir að það sé mikið í pípunum. Myndbandið má finna á YouTube og á like-síðu Jóhönnu á Facebook. Lagið má svo finna á Spotify og öðrum streymisveitum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira