Patrick Reed leiðir eftir þriðja hring Dagur Lárusson skrifar 7. apríl 2018 23:30 Patrick Reed hefur spilað frábærlega. vísir/getty Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed er efstur manna eftir þriðja hring á Masters mótinu í Augusta en hann lauk hringum á fjórtán undir pari. Á hringnum fékk Reed nokkra fugla og paraði m.a. holu 2 og 4. Samtals fór Reed á 67 höggum sem þýðir að allir hans hringir hingað til hafa verið undir 70 höggum. Það hefur enginn í sögu Masters farið alla fjóra hringina undir 70 höggum og því verður spennandi að fylgjast með á morgun. Norður-Írinn Roy Mcllroy skiptist á við Patrick Reed að vera með forystuna í kvöld en hann lauk sínum þriðja hring á ellefu undir pari og er því þremur höggum á eftir Reed. Rory paraði fimm holur í röð en það voru holur 10, 11, 12, 13 og 14. Mikið var fjallað um þáttöku Tiger Woods fyrir mótið og voru sumir sem héldu því fram að hann væri sigurstranglegur. Það hefur hinsvegar ekki verið raunin en hann slapp t.d. rétt svo í gegnum niðurskurð í gær. Eftir þriðja hringinn situr Woods í 40. sæti á fjórum höggum yfir pari en hann fékk t.d. tvo skolla á sínum þriðja hring. Jordan Spieth, sem leiddi mótið í byrjun annars keppnisdags, hefur dregist aftur úr og situr nú í níunda sæti og er á fimm höggum undir pari, líkt og Justin Thomas. Það er ljóst að morgundagurinn verður æsispennandi þar sem menn eins og Reed, Rory og Fowler munu berjast um græna jakkann. Hér fyrir neðan má sjá mögnuð tilþrif Patrick Reed á 15. holu. .@PReedGolf extends his lead to five after recording his second eagle of the day on No. 15. #themasters pic.twitter.com/U0xRtG52q7— Masters Tournament (@TheMasters) April 7, 2018 Golf Tengdar fréttir Tiger slapp í gegnum niðurskurðinn │ Reed leiðir Tiger Woods slapp í gegnum niðurskurðinn á Mastersmótinu í golfi í kvöld. Patrick Reed leiðir mótið á níu höggum undir pari. 6. apríl 2018 23:41 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed er efstur manna eftir þriðja hring á Masters mótinu í Augusta en hann lauk hringum á fjórtán undir pari. Á hringnum fékk Reed nokkra fugla og paraði m.a. holu 2 og 4. Samtals fór Reed á 67 höggum sem þýðir að allir hans hringir hingað til hafa verið undir 70 höggum. Það hefur enginn í sögu Masters farið alla fjóra hringina undir 70 höggum og því verður spennandi að fylgjast með á morgun. Norður-Írinn Roy Mcllroy skiptist á við Patrick Reed að vera með forystuna í kvöld en hann lauk sínum þriðja hring á ellefu undir pari og er því þremur höggum á eftir Reed. Rory paraði fimm holur í röð en það voru holur 10, 11, 12, 13 og 14. Mikið var fjallað um þáttöku Tiger Woods fyrir mótið og voru sumir sem héldu því fram að hann væri sigurstranglegur. Það hefur hinsvegar ekki verið raunin en hann slapp t.d. rétt svo í gegnum niðurskurð í gær. Eftir þriðja hringinn situr Woods í 40. sæti á fjórum höggum yfir pari en hann fékk t.d. tvo skolla á sínum þriðja hring. Jordan Spieth, sem leiddi mótið í byrjun annars keppnisdags, hefur dregist aftur úr og situr nú í níunda sæti og er á fimm höggum undir pari, líkt og Justin Thomas. Það er ljóst að morgundagurinn verður æsispennandi þar sem menn eins og Reed, Rory og Fowler munu berjast um græna jakkann. Hér fyrir neðan má sjá mögnuð tilþrif Patrick Reed á 15. holu. .@PReedGolf extends his lead to five after recording his second eagle of the day on No. 15. #themasters pic.twitter.com/U0xRtG52q7— Masters Tournament (@TheMasters) April 7, 2018
Golf Tengdar fréttir Tiger slapp í gegnum niðurskurðinn │ Reed leiðir Tiger Woods slapp í gegnum niðurskurðinn á Mastersmótinu í golfi í kvöld. Patrick Reed leiðir mótið á níu höggum undir pari. 6. apríl 2018 23:41 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger slapp í gegnum niðurskurðinn │ Reed leiðir Tiger Woods slapp í gegnum niðurskurðinn á Mastersmótinu í golfi í kvöld. Patrick Reed leiðir mótið á níu höggum undir pari. 6. apríl 2018 23:41