Blikastúlkan Selma Sól Magnúsdóttir er í byrjunarliðinu en þetta er í fyrsta sinn sem hún byrjar keppnisleik. Þetta er aðeins landsleikur númer fimm hjá henni.
Selma Sól er fædd 23. apríl 1998 og heldur því upp á tvítugafmælið sitt eftir nokkra daga. Hún er þó ekki yngsti leikmaður byrjunarliðsins því hin átján ára Agla María Albertsdóttir er einnig í liðinu.
Leikurinn fer fram á Sportni Park Lendava í Slóveníu og hefst klukkan 15:00.
Byrjunarlið Íslands gegn Slóveníu:
Guðbjörg Gunnarsdóttir (Markvörður)
Sif Atladóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Selma Sól Magnúsdóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir
Rakel Hönnudóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir (Fyrirliði)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Agla María Albertsdóttir
Fanndís Friðriksdóttir