Spieth leiðir Masters eftir fimm fugla í röð Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. apríl 2018 23:11 Spieth spilaði frábært golf í dag visir/getty Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth leiðir Mastersmótið í golfi eftir fyrsta keppnisdag á Augusta National vellinum. Mótið er fyrsta risamót ársins í karlagolfinu. Spieth spilaði frábæran hring í dag og fékk fimm fugla í röð á 13. - 17. holu. Hann lenti í smá ógöngum á síðustu holunni og fékk skolla þar en endaði leik á sex höggum undir pari.Five. Count 'em. FIVE birdies in a row.@JordanSpieth leads by THREE at #theMasterspic.twitter.com/NqSr0c4mfS — PGA TOUR (@PGATOUR) April 5, 2018 Hann er með tveggja högga forystu á Tony Finau og Matt Kuchar sem fóru báðir hringinn á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari. Tiger Woods lauk leik á einu höggi yfir pari sem skilaði honum í 29. - 41. sæti. Norður-írinn Rory McIlroy lauk leik á þremur höggum undir pari líkt og sex aðrir kylfingar. Einn sigurstranglegasti kylfingurinn, Bubba Watson, er líkt og Woods á einu höggi yfir pari. Hann spilaði mjög stöðugt golf í dag og fékk einn fugl, tvo skolla og paraði rest. Phil Mickelson er á tveimur höggum undir pari og Justin Thomas er tveimur höggum yfir pari.Phil Mickelson began #theMasters with a 46-foot birdie! pic.twitter.com/oTgwfYRgFb — PGA TOUR (@PGATOUR) April 5, 2018 Bein útsending frá öðrum keppnisdegi hefst á Golfstöðinni klukkan 19:00 annað kvöld. Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth leiðir Mastersmótið í golfi eftir fyrsta keppnisdag á Augusta National vellinum. Mótið er fyrsta risamót ársins í karlagolfinu. Spieth spilaði frábæran hring í dag og fékk fimm fugla í röð á 13. - 17. holu. Hann lenti í smá ógöngum á síðustu holunni og fékk skolla þar en endaði leik á sex höggum undir pari.Five. Count 'em. FIVE birdies in a row.@JordanSpieth leads by THREE at #theMasterspic.twitter.com/NqSr0c4mfS — PGA TOUR (@PGATOUR) April 5, 2018 Hann er með tveggja högga forystu á Tony Finau og Matt Kuchar sem fóru báðir hringinn á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari. Tiger Woods lauk leik á einu höggi yfir pari sem skilaði honum í 29. - 41. sæti. Norður-írinn Rory McIlroy lauk leik á þremur höggum undir pari líkt og sex aðrir kylfingar. Einn sigurstranglegasti kylfingurinn, Bubba Watson, er líkt og Woods á einu höggi yfir pari. Hann spilaði mjög stöðugt golf í dag og fékk einn fugl, tvo skolla og paraði rest. Phil Mickelson er á tveimur höggum undir pari og Justin Thomas er tveimur höggum yfir pari.Phil Mickelson began #theMasters with a 46-foot birdie! pic.twitter.com/oTgwfYRgFb — PGA TOUR (@PGATOUR) April 5, 2018 Bein útsending frá öðrum keppnisdegi hefst á Golfstöðinni klukkan 19:00 annað kvöld.
Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira