Það er ákveðið afrek í sjálfu sér hjá Bandaríkjamanninum sem er í 34. sæti heimslistans í golfi. Það sem gerir þetta hins vegar enn magnaðara er að aðeins tæpum sólahring fyrr fór hann úr ökklalið á golfvellinum.
Finau fór holu í höggi á sjöundu holu í par 3 keppninni sem haldin var í undirbúningi fyrir Mastersmótið á miðvikudag. Þegar hann fagnaði högginu náði hann að fara úr lið á ökkla en hann beygði sig niður og ýtti ökklanum aftur í lið.
Hann virtist hafa verið eftir sig eftir meiðslin og hætti keppni í par 3 keppninni og var óvíst hvort hann færi yfir höfuð á stað í gærmorgun.
Hann gerði þó gott betur en það, spilaði hringinn á fjórum höggum undir pari með sex fugla og tvo skolla.
Crazy day. Thanks for thoughts of concern, messages and prayers from all. I'm optimistic. https://t.co/m9y5T1a9Uy
— Tony Finau Golf (@tonyfinaugolf) April 5, 2018
Hér fyrir neðan má sjá atvikið, myndbandið er ekki fyrir viðkvæma.
Tony Finau:
Hits hole-in-one at The Maters Dislocates his ankle
Pops it back in
Waves to crowd
WHAT! pic.twitter.com/zkC4bIGNAK
— 12up (@12upSport) April 4, 2018