Aron: Hrikalega ánægðir að fá Gumma sem er einn besti þjálfari heims Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. apríl 2018 13:00 Aron Pálmarsson á æfingu í Víkinni í vikunni. vísir/rakel ósk Aron Pálmarsson, besti leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, hefur átt erfitt tímabil hjá félagsliði sínu Barcelona sem stafar helst af því að hann fékk ekki að byrja þar fyrr en seint um síðir vegna deilna við fyrrverandi félag sitt, Veszprém. Aron hefur svo glímt við smávægileg meiðsli eftir komuna til Katalóníu og aldrei komist almennilega í takt við hlutina. „Alltaf þegar að maður hefur verið að komast í sitt besta form hef ég tognað á nára til dæmis. Það hafa alltaf komið einhver bakslög. Ég skal viðurkenna það, að þetta tímabil hefði getað verið betra. Nú þarf ég bara að reyna að klára þetta með stæl,“ segir Aron.Miklar kröfur Börsungar eru úr leik í Meistaradeildinni eftir tap á móti Montpellier í 16 liða úrslitum en Börsungar eru vanir því að komast að minnsta kosti í undanúrslit. Þar er stefnt að því að vinna allt sem í boði er. „Það eru gríðarlega miklar kröfur gerðar. Við duttum úr Meistaradeildinni í 16 liða úrslitum en erum búnir að vinna deildina. Það eru sex leikir eftir í deildinni og tveir mánuðir eftir þannig það er ekki mikil gulrót í gangi,“ segir Aron. „Það var mikið áfall að detta út en það eina sem hægt er að gera úr þessu er að stíga upp og klára deildina með sóma. Svo er bara að koma tvíefldir á næsta ári.“Bestur í heimi Aron vann til bronsverðlauna á EM 2010 með íslenska landsliðinu undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og skyttan magnaða fagnar því að fá Guðmund aftur. „Ég hef spilað fyrir hann og svo á móti honum. Það er frábært að fá hann aftur inn. Hann hefur sýnt það í gegnum árin að hann er einn besti þjálfari í heimi,“ segir Aron. „Ég hef alltaf fílað pælingar Guðmundar. Mér hefur liðið vel hjá þeim og hann hefur náð árangri. Við erum hrikalega ánægðir með þetta og það hefur sést á æfingum,“ segir Aron Pálmarsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ragnar er 27 ára nýliði í landsliðinu: „Tækifæri til að gera meira úr ferlinum“ Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson fær sitt fyrsta tækifæri með íslenska landsliðinu í handbolta í Gulldeildinni um helgina. 4. apríl 2018 14:30 Aron segir handboltagreind og kraft einkenna nýliðana í landsliðinu Aron Pálmarsson og Stefán Rafn Sigurmannsson eru báðir mjög spenntir fyrir ungviðinu sem fær nú tækifæri með íslenska landsliðinu. 4. apríl 2018 13:30 Svensson um Svíagrýluna: „Þetta er svolítið fyndið“ Markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins var einn af hötuðustu mönnum landsins um árabil. 4. apríl 2018 12:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Sjá meira
Aron Pálmarsson, besti leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, hefur átt erfitt tímabil hjá félagsliði sínu Barcelona sem stafar helst af því að hann fékk ekki að byrja þar fyrr en seint um síðir vegna deilna við fyrrverandi félag sitt, Veszprém. Aron hefur svo glímt við smávægileg meiðsli eftir komuna til Katalóníu og aldrei komist almennilega í takt við hlutina. „Alltaf þegar að maður hefur verið að komast í sitt besta form hef ég tognað á nára til dæmis. Það hafa alltaf komið einhver bakslög. Ég skal viðurkenna það, að þetta tímabil hefði getað verið betra. Nú þarf ég bara að reyna að klára þetta með stæl,“ segir Aron.Miklar kröfur Börsungar eru úr leik í Meistaradeildinni eftir tap á móti Montpellier í 16 liða úrslitum en Börsungar eru vanir því að komast að minnsta kosti í undanúrslit. Þar er stefnt að því að vinna allt sem í boði er. „Það eru gríðarlega miklar kröfur gerðar. Við duttum úr Meistaradeildinni í 16 liða úrslitum en erum búnir að vinna deildina. Það eru sex leikir eftir í deildinni og tveir mánuðir eftir þannig það er ekki mikil gulrót í gangi,“ segir Aron. „Það var mikið áfall að detta út en það eina sem hægt er að gera úr þessu er að stíga upp og klára deildina með sóma. Svo er bara að koma tvíefldir á næsta ári.“Bestur í heimi Aron vann til bronsverðlauna á EM 2010 með íslenska landsliðinu undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og skyttan magnaða fagnar því að fá Guðmund aftur. „Ég hef spilað fyrir hann og svo á móti honum. Það er frábært að fá hann aftur inn. Hann hefur sýnt það í gegnum árin að hann er einn besti þjálfari í heimi,“ segir Aron. „Ég hef alltaf fílað pælingar Guðmundar. Mér hefur liðið vel hjá þeim og hann hefur náð árangri. Við erum hrikalega ánægðir með þetta og það hefur sést á æfingum,“ segir Aron Pálmarsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ragnar er 27 ára nýliði í landsliðinu: „Tækifæri til að gera meira úr ferlinum“ Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson fær sitt fyrsta tækifæri með íslenska landsliðinu í handbolta í Gulldeildinni um helgina. 4. apríl 2018 14:30 Aron segir handboltagreind og kraft einkenna nýliðana í landsliðinu Aron Pálmarsson og Stefán Rafn Sigurmannsson eru báðir mjög spenntir fyrir ungviðinu sem fær nú tækifæri með íslenska landsliðinu. 4. apríl 2018 13:30 Svensson um Svíagrýluna: „Þetta er svolítið fyndið“ Markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins var einn af hötuðustu mönnum landsins um árabil. 4. apríl 2018 12:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Sjá meira
Ragnar er 27 ára nýliði í landsliðinu: „Tækifæri til að gera meira úr ferlinum“ Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson fær sitt fyrsta tækifæri með íslenska landsliðinu í handbolta í Gulldeildinni um helgina. 4. apríl 2018 14:30
Aron segir handboltagreind og kraft einkenna nýliðana í landsliðinu Aron Pálmarsson og Stefán Rafn Sigurmannsson eru báðir mjög spenntir fyrir ungviðinu sem fær nú tækifæri með íslenska landsliðinu. 4. apríl 2018 13:30
Svensson um Svíagrýluna: „Þetta er svolítið fyndið“ Markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins var einn af hötuðustu mönnum landsins um árabil. 4. apríl 2018 12:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni