Barnabarn hans, Gary Nicklaus Jr., bar kylfurnar fyrir afa sinn en fékk einnig að reyna sig á holunum. Sá nýtti tækifærið því hann fór holu í höggi í fyrsta sinn á ferlinum með glæsilegu höggi.
With all due respect to @themasters, allow me to put my 6 Green Jackets in the closet for a moment and say that I don’t know if I have had a more special day on a golf course. To have your grandson make his first hole-in-one on this stage.... WOW! #Family#memoryofalifetimepic.twitter.com/3TSLwlV0m9
— Jack Nicklaus (@jacknicklaus) April 4, 2018
Talandi um höfðingja að þá var það hinn 68 ára gamli Tom Watson sem vann keppnina á sex höggum undir pari. Hann var höggi á undan Tommy Fleetwood.
Masters hefst svo í dag og hefst bein útsending frá mótinu á Golfstöðinni klukkan 19.00.