Ragnheiður best í Olís-deildinni: „Ánægð með að vera orðin ágætur varnarmaður“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2018 15:30 Olís-deild kvenna var gerð upp samhliða því að hita upp fyrir úrslitakeppnina í sérstökum þætti af Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi sem tileinkaður var konunum. Þar var lið ársins útnefnt samhliða þjálfara ársins, besta unga leikmanninum og besta varnarmanninum. Ragnheiður Júlíusdóttir, markadrottning deildarinnar, var útnefnd besti leikmaðurinn en hún var frábær bæði í sókn og vörn í vetur. Hún hefur bætt sig gríðarlega sem varnarmaður á síðustu mánuðum. „Útispilari sem ætlar að vera valinn bestur þarf að gera eitthvað á báðum endum vallarins. Það er klárt mál. Það er ekki hægt að vera best í deildinni ef þú ætlar bara að spila öðru megin,“ sagði Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um Ragnheiði. Hann bætti svo við að Ragnheiður hefði alltaf verið góð í vörn. Málið væri bara það að hún hefði aldrei nennt að spila vörnina. Hún var spurð hvort það hefði breyst þegar hún settist í spjallsettið hjá Stefáni Árna Pálssyni í þætti gærkvöldsins. „Já, ætli það ekki. Ég fékk loksins að spila þrist og það var eitthvað sem að mér bauðst þegar að Elva fór til Danmerkur og Steinunn varð ólétt. Ég ákvað bara að taka því með opnum hug og bæta mig í vörninni. Mér finnst orðið mjög gaman að spila vörn núna og er ánægð með að vera orðin ágætur varnarmaður,“ sagði Ragnheiður. Allt viðtalið við Ragnheiði og Guðrúnu Ósk Maríasdóttur, markvörð ársins úr liði Fram, má sjá í spilaranum hér að ofan.Lið ársins. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Tölfræðin ekki með ÍBV í liði Úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefst í kvöld með leik Íslands- og bikarmeistara Fram og ÍBV í Safamýrinni. Framkonur hafa unnið alla leiki liðanna í vetur. Á morgun hefst einvígi deildarmeistara Vals og Hauka. 3. apríl 2018 11:00 Seinni bylgjan: Geta Eyjakonur unnið leik á móti Fram? Umræða úr upphitunarþætti Seinni bylgjunnar fyrir úrslitakeppni kvenna í Olís-deildinni. 3. apríl 2018 14:00 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Olís-deild kvenna var gerð upp samhliða því að hita upp fyrir úrslitakeppnina í sérstökum þætti af Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi sem tileinkaður var konunum. Þar var lið ársins útnefnt samhliða þjálfara ársins, besta unga leikmanninum og besta varnarmanninum. Ragnheiður Júlíusdóttir, markadrottning deildarinnar, var útnefnd besti leikmaðurinn en hún var frábær bæði í sókn og vörn í vetur. Hún hefur bætt sig gríðarlega sem varnarmaður á síðustu mánuðum. „Útispilari sem ætlar að vera valinn bestur þarf að gera eitthvað á báðum endum vallarins. Það er klárt mál. Það er ekki hægt að vera best í deildinni ef þú ætlar bara að spila öðru megin,“ sagði Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um Ragnheiði. Hann bætti svo við að Ragnheiður hefði alltaf verið góð í vörn. Málið væri bara það að hún hefði aldrei nennt að spila vörnina. Hún var spurð hvort það hefði breyst þegar hún settist í spjallsettið hjá Stefáni Árna Pálssyni í þætti gærkvöldsins. „Já, ætli það ekki. Ég fékk loksins að spila þrist og það var eitthvað sem að mér bauðst þegar að Elva fór til Danmerkur og Steinunn varð ólétt. Ég ákvað bara að taka því með opnum hug og bæta mig í vörninni. Mér finnst orðið mjög gaman að spila vörn núna og er ánægð með að vera orðin ágætur varnarmaður,“ sagði Ragnheiður. Allt viðtalið við Ragnheiði og Guðrúnu Ósk Maríasdóttur, markvörð ársins úr liði Fram, má sjá í spilaranum hér að ofan.Lið ársins.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Tölfræðin ekki með ÍBV í liði Úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefst í kvöld með leik Íslands- og bikarmeistara Fram og ÍBV í Safamýrinni. Framkonur hafa unnið alla leiki liðanna í vetur. Á morgun hefst einvígi deildarmeistara Vals og Hauka. 3. apríl 2018 11:00 Seinni bylgjan: Geta Eyjakonur unnið leik á móti Fram? Umræða úr upphitunarþætti Seinni bylgjunnar fyrir úrslitakeppni kvenna í Olís-deildinni. 3. apríl 2018 14:00 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Tölfræðin ekki með ÍBV í liði Úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefst í kvöld með leik Íslands- og bikarmeistara Fram og ÍBV í Safamýrinni. Framkonur hafa unnið alla leiki liðanna í vetur. Á morgun hefst einvígi deildarmeistara Vals og Hauka. 3. apríl 2018 11:00
Seinni bylgjan: Geta Eyjakonur unnið leik á móti Fram? Umræða úr upphitunarþætti Seinni bylgjunnar fyrir úrslitakeppni kvenna í Olís-deildinni. 3. apríl 2018 14:00