Viðar Ari Jónsson er á förum frá norska úrvalsdeildarliðinu Brann ef marka má þarlenda fjölmiðla. Viðar Ari var ekki í leikmannahópi Brann þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Stromsgodset í dag.
Samkvæmt norska fjölmiðlinum Bergens Tidende er Brann í viðræðum við FH um að lána Viðar Ara til Hafnarfjarðarliðsins.
Samkvæmt sömu heimildum er Brann að leitast eftir því að minnka leikmannahóp sinn og verður það að gerast fyrir miðvikudag þar sem liðið þarf að skrá leikmannahóp sinn fyrir það. Framtíð Viðars ætti því að ráðast á næstu klukkutímum.
Viðar Ari var keyptur til Brann frá Fjölni á síðasta ári og lék 10 leiki fyrir Brann í norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og skoraði eitt mark.
Hann er á 24. aldursári og hefur leikið 5 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Brann að lána Viðar Ara til FH?
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið


„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti


Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti



United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

„Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“
Íslenski boltinn

