Destiny's Child kom aftur saman á Coachella Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2018 12:20 Söngkonurnar þrjár stigu trylltan dans á sviði í Kaliforníu í gærkvöldi. Vísir/AFP Öllum að óvörum kom söngsveitin Destiny‘s Child aftur saman stuttlega á Coachella-tónlistarhátíðinni í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Fyrrum forsprakki hljómsveitarinnar, Beyoncé, fékk þá fyrrverandi hljómsveitarfélaga sína upp á svið til sín og tóku þær þrjú lög sveitarinnar. Beyoncé var eitt aðalnúmerið á Coachella en orðrómar höfðu lengi verið um að Destiny‘s Child ætlaði að koma saman aftur á hátíðinni. Kelly Rowland hafði meðal annars neitað því að vita nokkuð um meinta endurkomu í viðtali við People-tímaritið í desember. Því kom það flestum á óvart að Rowland og Michelle Williams stigu á stokk með Beyoncé í gær. Þær tóku lögin „Lose My Breath“, „Say My Name“ og „Soldier“ við mikinn fögnuð áhlýðenda. Síðast komu söngkonurnar þrjár saman árið 2015 á gospeltónlistarverðlaunahátíð. Destiny‘s Child er ein vinsælasta kvennahljómsveit allra tíma. Sveitin lagði upp laupana árið 2006. A post shared by Beyoncé (@beyonce) on Apr 15, 2018 at 12:49am PDT Tengdar fréttir Stjörnuleikkonur og fjölskyldan í nýjasta myndbandi Jay Z Nýjasta myndband Jay Z er komið á You Tube. 5. janúar 2018 13:00 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Öllum að óvörum kom söngsveitin Destiny‘s Child aftur saman stuttlega á Coachella-tónlistarhátíðinni í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Fyrrum forsprakki hljómsveitarinnar, Beyoncé, fékk þá fyrrverandi hljómsveitarfélaga sína upp á svið til sín og tóku þær þrjú lög sveitarinnar. Beyoncé var eitt aðalnúmerið á Coachella en orðrómar höfðu lengi verið um að Destiny‘s Child ætlaði að koma saman aftur á hátíðinni. Kelly Rowland hafði meðal annars neitað því að vita nokkuð um meinta endurkomu í viðtali við People-tímaritið í desember. Því kom það flestum á óvart að Rowland og Michelle Williams stigu á stokk með Beyoncé í gær. Þær tóku lögin „Lose My Breath“, „Say My Name“ og „Soldier“ við mikinn fögnuð áhlýðenda. Síðast komu söngkonurnar þrjár saman árið 2015 á gospeltónlistarverðlaunahátíð. Destiny‘s Child er ein vinsælasta kvennahljómsveit allra tíma. Sveitin lagði upp laupana árið 2006. A post shared by Beyoncé (@beyonce) on Apr 15, 2018 at 12:49am PDT
Tengdar fréttir Stjörnuleikkonur og fjölskyldan í nýjasta myndbandi Jay Z Nýjasta myndband Jay Z er komið á You Tube. 5. janúar 2018 13:00 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Stjörnuleikkonur og fjölskyldan í nýjasta myndbandi Jay Z Nýjasta myndband Jay Z er komið á You Tube. 5. janúar 2018 13:00