Destiny's Child kom aftur saman á Coachella Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2018 12:20 Söngkonurnar þrjár stigu trylltan dans á sviði í Kaliforníu í gærkvöldi. Vísir/AFP Öllum að óvörum kom söngsveitin Destiny‘s Child aftur saman stuttlega á Coachella-tónlistarhátíðinni í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Fyrrum forsprakki hljómsveitarinnar, Beyoncé, fékk þá fyrrverandi hljómsveitarfélaga sína upp á svið til sín og tóku þær þrjú lög sveitarinnar. Beyoncé var eitt aðalnúmerið á Coachella en orðrómar höfðu lengi verið um að Destiny‘s Child ætlaði að koma saman aftur á hátíðinni. Kelly Rowland hafði meðal annars neitað því að vita nokkuð um meinta endurkomu í viðtali við People-tímaritið í desember. Því kom það flestum á óvart að Rowland og Michelle Williams stigu á stokk með Beyoncé í gær. Þær tóku lögin „Lose My Breath“, „Say My Name“ og „Soldier“ við mikinn fögnuð áhlýðenda. Síðast komu söngkonurnar þrjár saman árið 2015 á gospeltónlistarverðlaunahátíð. Destiny‘s Child er ein vinsælasta kvennahljómsveit allra tíma. Sveitin lagði upp laupana árið 2006. A post shared by Beyoncé (@beyonce) on Apr 15, 2018 at 12:49am PDT Tengdar fréttir Stjörnuleikkonur og fjölskyldan í nýjasta myndbandi Jay Z Nýjasta myndband Jay Z er komið á You Tube. 5. janúar 2018 13:00 Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Öllum að óvörum kom söngsveitin Destiny‘s Child aftur saman stuttlega á Coachella-tónlistarhátíðinni í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Fyrrum forsprakki hljómsveitarinnar, Beyoncé, fékk þá fyrrverandi hljómsveitarfélaga sína upp á svið til sín og tóku þær þrjú lög sveitarinnar. Beyoncé var eitt aðalnúmerið á Coachella en orðrómar höfðu lengi verið um að Destiny‘s Child ætlaði að koma saman aftur á hátíðinni. Kelly Rowland hafði meðal annars neitað því að vita nokkuð um meinta endurkomu í viðtali við People-tímaritið í desember. Því kom það flestum á óvart að Rowland og Michelle Williams stigu á stokk með Beyoncé í gær. Þær tóku lögin „Lose My Breath“, „Say My Name“ og „Soldier“ við mikinn fögnuð áhlýðenda. Síðast komu söngkonurnar þrjár saman árið 2015 á gospeltónlistarverðlaunahátíð. Destiny‘s Child er ein vinsælasta kvennahljómsveit allra tíma. Sveitin lagði upp laupana árið 2006. A post shared by Beyoncé (@beyonce) on Apr 15, 2018 at 12:49am PDT
Tengdar fréttir Stjörnuleikkonur og fjölskyldan í nýjasta myndbandi Jay Z Nýjasta myndband Jay Z er komið á You Tube. 5. janúar 2018 13:00 Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Stjörnuleikkonur og fjölskyldan í nýjasta myndbandi Jay Z Nýjasta myndband Jay Z er komið á You Tube. 5. janúar 2018 13:00