„Ég vissi alltaf að þessi tónlist stæði honum nærri“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. apríl 2018 16:00 Englabörn var fyrsta plata Jóhanns Jóhannssonar og svo virðist sem hún hafi staðið honum nærri því hann kom í sífellu aftur að henni. Tim Humsom Fyrir skömmu kom út platan Englabörn & Variations eftir tónskáldið Jóhann Jóhannsson heitinn. Hann hafði lagt lokahönd á plötuna skömmu áður en hann féll frá í byrjun febrúar síðastliðinn. Platan er gefin út með fullum stuðningi fjölskyldu Jóhanns, að því er fram kemur í Twitterfærslu frá þýska hljómplötufyrirtækinu Deutsche Grammophon, útgefanda Jóhanns.Englabörn & Variations er tvískipt; á fyrri hluta plötunnar endurútsetti Jóhann sjálfur tónlistina sem hann samdi fyrir leiksýninguna Englabörn árið 2001 sem var sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu, sem var og hét, og á seinni hluta hennar fékk Jóhann til liðs við sig sína eftirlætis listamenn til að túlka tónlistina með sínum hætti. Þetta eru listamenn á borð við japanska tónskáldið Ryuichi Sakamoto, bandaríska tónskáldið Dustin O’Halloran og íslensku tónskáldin Hildi Ingveldardóttur og Víking Ólafsson. „Ég vissi alltaf að þessi tónlist stæði honum nærri,“ segir Hávar Sigurjónsson, leikskáld, sem samdi leikritið Englabörn fyrir um 17 árum síðan. Árið 2002 gaf Jóhann út samnefnda hljómplötu með tónlistinni úr leikritinu. Sú plata var jafnframt fyrsta sólóplata Jóhanns. Hávar segir að Hilmar Jónsson, leikstjóri, hafi átt heiðurinn að aðkomu Jóhanns. Hilmari hefði dottið í hug að fá Jóhann til að semja tónlistina fyrir Englabörn. „Tónlistin var auðvitað óskaplega falleg. Hann skapaði ótrúlega skemmtilega andstæðu við innihald verksins sem er frekar erfitt og átakanlegt,“ segir Hávar. Leikritið er átakanleg fjölskyldusaga um sifjaspell. „En þessi tónlist náði á sama tíma óskaplega vel þeim tóni sem lá þarna einhvers staðar á bakvið; sakleysinu sem væri verið að spilla.“ Aðspurður hvort tónlistin hafi ekki um margt verið óvanaleg fyrir leikhús og frekar í ætt við kvikmyndatónlist, svarar Hávar játandi: „Hann samdi eins og hljóðrás sem gekk í gegnum alla sýninguna. Auðvitað hafa tónskáld og hljóðhöfundar gert það áður í leikhúsi en það var alls ekki algengt þá.“Fyrst þegar Hávar heyrði tónlistina sem Jóhann samdi fyrir leikritið velti hann því fyrir sér hvort hún væri jafnvel of falleg. Það var ekki fyrr en hann heyrði tónlistina í samspili við sviðsverkið sem snilld hennar opinberaðist honum. Útgáfa plötunnar Englabörn markaði upphafið að mikilli sigurför Jóhanns en síðan þá hefur hann samið tónlist fyrir margar af stærstu kvikmyndum Hollywood eins og The Theory of Everything (2014), Sicario (2015) og Arrival (2016). Hann verið tilnefndur til virtra verðlauna á borð við Bafta og Grammy- og Óskarsverðlauna auk þess Jóhann hlaut Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina í The Theory of Everything. Það er óhætt að segja að verk Hávars hafi fengið viðburðaríkt framhaldslíf því ekki nóg með að Jóhann hafi gefið út tvær hljómplötur með tónlist Englabarna þá var einnig ráðist í útvarpsleikgerð af þessu sama leikriti sem hljómaði í Ríkisútvarpinu 13. janúar árið 2005 og vann til Grímuverðlauna. Jóhann endurútsetti tónlistina fyrir Útvarpsleikhúsið en efniviðurinn tekur enn á ný breytingum í Englabörn & Variations og sér í lagi með aðkomu tónlistarmanna frá öllum heimshornum. „Þetta er auðvitað alveg frábært, það er ekki hægt að segja neitt annað. Þessi texti hefur verið honum þessi innblástur.“Englabörn & Variations kom út 23. mars síðastliðinn hjá hinu virta hljómplötufyrirtæki Deutsche Grammophon. Þegar tónskáldið og píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson tilkynnti um nýútkomna plötu Jóhanns og aðkomu sína að henni sagði hann um Jóhann: „Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að fyrir Jóhanni hafi tónlistin verið leikvöllur. Hann náði að varðveita dýrmæta og uppfinningasama hlið á sér sem skein í verkum hans. Það var mér innblástur að vera í kringum hann og að hafa fengið að vera til vitnis um þetta.“ Tengdar fréttir Hinsta kveðja Jóhanns Jóhannssonar Hljómplatan heitir Englabörn & Variations. 28. febrúar 2018 16:23 Jóhanni lýst sem hlýjum og einstökum Jóhann Jóhannsson tónskáld lést 9. febrúar, 48 ára að aldri. Það er óhætt að segja að ferill Jóhanns sé glæstur og magnaður og hér verður stiklað á stóru. Lífið heyrði í nokkrum vinum og kollegum Jóhanns sem minnast hans með hlýhug. 13. febrúar 2018 15:30 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Fyrir skömmu kom út platan Englabörn & Variations eftir tónskáldið Jóhann Jóhannsson heitinn. Hann hafði lagt lokahönd á plötuna skömmu áður en hann féll frá í byrjun febrúar síðastliðinn. Platan er gefin út með fullum stuðningi fjölskyldu Jóhanns, að því er fram kemur í Twitterfærslu frá þýska hljómplötufyrirtækinu Deutsche Grammophon, útgefanda Jóhanns.Englabörn & Variations er tvískipt; á fyrri hluta plötunnar endurútsetti Jóhann sjálfur tónlistina sem hann samdi fyrir leiksýninguna Englabörn árið 2001 sem var sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu, sem var og hét, og á seinni hluta hennar fékk Jóhann til liðs við sig sína eftirlætis listamenn til að túlka tónlistina með sínum hætti. Þetta eru listamenn á borð við japanska tónskáldið Ryuichi Sakamoto, bandaríska tónskáldið Dustin O’Halloran og íslensku tónskáldin Hildi Ingveldardóttur og Víking Ólafsson. „Ég vissi alltaf að þessi tónlist stæði honum nærri,“ segir Hávar Sigurjónsson, leikskáld, sem samdi leikritið Englabörn fyrir um 17 árum síðan. Árið 2002 gaf Jóhann út samnefnda hljómplötu með tónlistinni úr leikritinu. Sú plata var jafnframt fyrsta sólóplata Jóhanns. Hávar segir að Hilmar Jónsson, leikstjóri, hafi átt heiðurinn að aðkomu Jóhanns. Hilmari hefði dottið í hug að fá Jóhann til að semja tónlistina fyrir Englabörn. „Tónlistin var auðvitað óskaplega falleg. Hann skapaði ótrúlega skemmtilega andstæðu við innihald verksins sem er frekar erfitt og átakanlegt,“ segir Hávar. Leikritið er átakanleg fjölskyldusaga um sifjaspell. „En þessi tónlist náði á sama tíma óskaplega vel þeim tóni sem lá þarna einhvers staðar á bakvið; sakleysinu sem væri verið að spilla.“ Aðspurður hvort tónlistin hafi ekki um margt verið óvanaleg fyrir leikhús og frekar í ætt við kvikmyndatónlist, svarar Hávar játandi: „Hann samdi eins og hljóðrás sem gekk í gegnum alla sýninguna. Auðvitað hafa tónskáld og hljóðhöfundar gert það áður í leikhúsi en það var alls ekki algengt þá.“Fyrst þegar Hávar heyrði tónlistina sem Jóhann samdi fyrir leikritið velti hann því fyrir sér hvort hún væri jafnvel of falleg. Það var ekki fyrr en hann heyrði tónlistina í samspili við sviðsverkið sem snilld hennar opinberaðist honum. Útgáfa plötunnar Englabörn markaði upphafið að mikilli sigurför Jóhanns en síðan þá hefur hann samið tónlist fyrir margar af stærstu kvikmyndum Hollywood eins og The Theory of Everything (2014), Sicario (2015) og Arrival (2016). Hann verið tilnefndur til virtra verðlauna á borð við Bafta og Grammy- og Óskarsverðlauna auk þess Jóhann hlaut Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina í The Theory of Everything. Það er óhætt að segja að verk Hávars hafi fengið viðburðaríkt framhaldslíf því ekki nóg með að Jóhann hafi gefið út tvær hljómplötur með tónlist Englabarna þá var einnig ráðist í útvarpsleikgerð af þessu sama leikriti sem hljómaði í Ríkisútvarpinu 13. janúar árið 2005 og vann til Grímuverðlauna. Jóhann endurútsetti tónlistina fyrir Útvarpsleikhúsið en efniviðurinn tekur enn á ný breytingum í Englabörn & Variations og sér í lagi með aðkomu tónlistarmanna frá öllum heimshornum. „Þetta er auðvitað alveg frábært, það er ekki hægt að segja neitt annað. Þessi texti hefur verið honum þessi innblástur.“Englabörn & Variations kom út 23. mars síðastliðinn hjá hinu virta hljómplötufyrirtæki Deutsche Grammophon. Þegar tónskáldið og píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson tilkynnti um nýútkomna plötu Jóhanns og aðkomu sína að henni sagði hann um Jóhann: „Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að fyrir Jóhanni hafi tónlistin verið leikvöllur. Hann náði að varðveita dýrmæta og uppfinningasama hlið á sér sem skein í verkum hans. Það var mér innblástur að vera í kringum hann og að hafa fengið að vera til vitnis um þetta.“
Tengdar fréttir Hinsta kveðja Jóhanns Jóhannssonar Hljómplatan heitir Englabörn & Variations. 28. febrúar 2018 16:23 Jóhanni lýst sem hlýjum og einstökum Jóhann Jóhannsson tónskáld lést 9. febrúar, 48 ára að aldri. Það er óhætt að segja að ferill Jóhanns sé glæstur og magnaður og hér verður stiklað á stóru. Lífið heyrði í nokkrum vinum og kollegum Jóhanns sem minnast hans með hlýhug. 13. febrúar 2018 15:30 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Jóhanni lýst sem hlýjum og einstökum Jóhann Jóhannsson tónskáld lést 9. febrúar, 48 ára að aldri. Það er óhætt að segja að ferill Jóhanns sé glæstur og magnaður og hér verður stiklað á stóru. Lífið heyrði í nokkrum vinum og kollegum Jóhanns sem minnast hans með hlýhug. 13. febrúar 2018 15:30