Gyðjan vitjaði Valgerðar í draumi Bryndís Silja Pálmadóttir skrifar 28. apríl 2018 08:30 Félagsráðgjafinn Valgerður Bjarnadóttir segir fólk hafa leitað að gyðjum í álfum, dýrlingum eða jafnvel Grýlu sjálfri eftir að trúarbrögð urðu karllægari. Fréttablaðið/Auðunn Gyðjutrú er ein þeirra trúar sem liggur þvert á ýmis skipulagðari trúarbrögð, en hún stendur líka sjálfstæð utan trúarbragða. Félagsráðgjafinn Valgerður Bjarnadóttir segir fólk hafa leitað að gyðjum í álfum, dýrlingum eða jafnvel Grýlu sjálfri eftir að trúarbrögð urðu karllægari. Hún segir líka gyðjutrú fara vaxandi um heim allan, en fyrst og fremst snúist gyðjutrú um tengsl við náttúruna og sjálfa sig. Valgerður rekur starfsemi undir heitinu Vanadís, þar sem hún kennir meðal annars sjálfsþekkingarnámskeið og veitir fólki leiðsögn, ráðgjöf og handleiðslu. Hún segist hafa orðið upptekin af gyðjum eftir að þær blönduðust inn í hugmyndir hennar um Guð og Jesú í gegnum Tarzan, Artúrs sögu og fleiri ævintýri. „Ég hef í rauninni alla tíð verið trúuð, móðuramma mín var þessi gamaldags, guðhrædda kona sem trúði á Jesú en trúði líka á álfa. Hún hafði leikið sér með álfum þegar hún var lítil stelpa og sagði mér ótal sögur af þeim,“ segir Valgerður og brosir meðan hún rifjar upp þessi fyrstu ár mótunarár trúarlífs síns. „Svo fullorðnast ég og fer að verða leitandi. Ég fer í gegnum tímabil þar sem ég verð mjög upptekin af Maríu mey.“ Á þessum tíma fannst Valgerði því María mey uppfylla þann kvenleika sem að vissu leyti virðist vanta í kristna trú. „Þetta var náttúrulega það sem ég saknaði þegar ég fór í kirkju eða las um kristni, mér fannst gyðjan vera fjarverandi. Þetta var bara faðir, sonur og heilagur andi, hin heilaga karllæga þrenning og á þessum tíma voru allir prestarnir karlar.“ Í kring um 1990 uppgötvaði Valgerður hugmyndafræði sjamanisma, sem er nátengdur gyðjutrú. „Sjamanisminn hefur verið til um allan heim og liggur í rótum okkar allra, hann snýst um það að við séum hluti af náttúrunni og jafnvægi milli kven- og karlafla skiptir máli. Þetta passaði vel inn í hugsjónir mínar,“ segir Valgerður sem segir baráttu sína fyrir jafnrétti kynjanna hafa blandast inn í þessar hugmyndir „Sjamanismi er kannski fyrst og fremst lífsnálgun, eða leið til að lifa lífinu út frá hugmyndum eða hugsjónum. Út frá þessu óx svo áhugi minn á gyðjum og gyðjunni sem hluta af náttúrunni.“ Nokkrum árum síðar lá leið Valgerðar til Bandaríkjanna þar sem hún fór í framhaldsnám í andlegum fræðum kvenna. Hluti af því námi var menningarsaga og trúarheimspeki út frá femínísku sjónarhorni. „Þar lærði ég ýmislegt sem ég hafði ekki lært í mannkynssögunni. Til dæmis það að karlar hefðu ekki alltaf verið ráðandi og að það hefði ekki alltaf verið stríð, eða valdamisvægi í heiminum,“ segir Valgerður ákveðin. Valgerður segir gyðjutrú tvímælalaust fara vaxandi, bæði hér á landi og úti um allan heim. Valgerður ítrekar þó að ekki sé beint um trúarbrögð að ræða, því gyðjutrú á fátt sameiginlegt með skipulögðum trúarbrögðum, heldur leggst þvers og kruss á önnur trúarbrögð. „Áhuginn á gyðjunni vex vegna þess að firringin er orðin svo mikil og við finnum, skynjum og vitum að við erum að stefna fram að brúninni, bæði í umhverfismálum og í allri okkar lífsnálgun.“„Áhuginn á gyðjunni vex vegna þess að firringin er orðin svo mikil.“Fréttablaðið/AuðunnEn hver er þessi gyðja, eða þessar gyðjur? „Grunnhugmyndin um gyðjuna er að í henni er allt. Hún er skapandi og tortímandi, hún nærir og þroskar á meðan hún eyðir líka,“ segir Valgerður og jánkar spurningu blaðamanns um hvort þessi hugmynd sé ekki nátengd hugmyndinni um Móðir náttúru, sem svo margir þekkja. „Við erum öll hluti af heild. Ekkert í heiminum eyðist, við umbreytumst bara og það er mín sýn á gyðjuna.“ Erum við þá að ræða um eina gyðju eða margar? „Nei, það er ekki bara ein gyðja,“ útskýrir Valgerður og segir hugmyndina vera flóknari en svo. Gyðjan virðist því ekki koma í stað alviturs himnaföður, heldur er hugmyndin um gyðjuna margslungin, flókin og fjölbreytt. Valgerður segir að ef rýnt sé í sögu mannsins virðist gyðjan hafa verið miðpunktur trúar allstaðar frá upphafi. „Ef við förum nægilega langt aftur, þá finnum við víða um veröld minjar sem sýna átrúnað á kvenveruna. Stundum eru þessar verur líkar konum, stundum eru þær blanda af konum og dýri, stundum jafnvel kynfæri. Legopið, skapaþríhyrningurinn eða brjóst – þessi sköpunarkraftur konunnar.“ Gyðjurnar eru þó misafmarkaðar, eins og dauðagyðjan, ástargyðjan eða jafnvel gyðja plógsins. „Svo eru líka gyðjur eins og Ísis í Egyptalandi sem er nálægt því að vera svokölluð Mikla gyðja,“ útskýrir Valgerður. Þessar gyðjur bera í sér allt og eru í senn tortímandi, skapandi, nærandi og endurlífgandi. „Þær hafa í sér öll náttúruöflin en hafa ekki beinlínis vilja, þær eru bara þetta afl.“ Hvernig birtist þessi vakning hérna heima á gyðjutrú? „Fólk leitar bæði til mín, en það leitar líka víða. Sumir starfa innan kirkjunnar, eða stundar búddisma eða aðra trú. Þetta eru náttúrulega mest konur, sem mér finnst eðlilegt því það er eðlilegt að konur sýni gyðjunni meiri áhuga en karlar,“ segir Valgerður en ítrekar það að það séu líka til karlar sem hallast að gyðjutrú. „Oft gerist þetta þannig að fólki dreymir draum, eins og mig dreymdi draum og drauma þar sem mér fannst ég vera gyðja eða hitta gyðjuna. Það er alls ekki einsdæmi og það kemur líka fyrir að fólk kemur til mín eftir að því hefur dreymt eitthvað, en það kemur líka eftir að það hefur lent í djúpri kreppu, horfst í augu við dauða eða eigin ófullkomleika.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Gyðjutrú er ein þeirra trúar sem liggur þvert á ýmis skipulagðari trúarbrögð, en hún stendur líka sjálfstæð utan trúarbragða. Félagsráðgjafinn Valgerður Bjarnadóttir segir fólk hafa leitað að gyðjum í álfum, dýrlingum eða jafnvel Grýlu sjálfri eftir að trúarbrögð urðu karllægari. Hún segir líka gyðjutrú fara vaxandi um heim allan, en fyrst og fremst snúist gyðjutrú um tengsl við náttúruna og sjálfa sig. Valgerður rekur starfsemi undir heitinu Vanadís, þar sem hún kennir meðal annars sjálfsþekkingarnámskeið og veitir fólki leiðsögn, ráðgjöf og handleiðslu. Hún segist hafa orðið upptekin af gyðjum eftir að þær blönduðust inn í hugmyndir hennar um Guð og Jesú í gegnum Tarzan, Artúrs sögu og fleiri ævintýri. „Ég hef í rauninni alla tíð verið trúuð, móðuramma mín var þessi gamaldags, guðhrædda kona sem trúði á Jesú en trúði líka á álfa. Hún hafði leikið sér með álfum þegar hún var lítil stelpa og sagði mér ótal sögur af þeim,“ segir Valgerður og brosir meðan hún rifjar upp þessi fyrstu ár mótunarár trúarlífs síns. „Svo fullorðnast ég og fer að verða leitandi. Ég fer í gegnum tímabil þar sem ég verð mjög upptekin af Maríu mey.“ Á þessum tíma fannst Valgerði því María mey uppfylla þann kvenleika sem að vissu leyti virðist vanta í kristna trú. „Þetta var náttúrulega það sem ég saknaði þegar ég fór í kirkju eða las um kristni, mér fannst gyðjan vera fjarverandi. Þetta var bara faðir, sonur og heilagur andi, hin heilaga karllæga þrenning og á þessum tíma voru allir prestarnir karlar.“ Í kring um 1990 uppgötvaði Valgerður hugmyndafræði sjamanisma, sem er nátengdur gyðjutrú. „Sjamanisminn hefur verið til um allan heim og liggur í rótum okkar allra, hann snýst um það að við séum hluti af náttúrunni og jafnvægi milli kven- og karlafla skiptir máli. Þetta passaði vel inn í hugsjónir mínar,“ segir Valgerður sem segir baráttu sína fyrir jafnrétti kynjanna hafa blandast inn í þessar hugmyndir „Sjamanismi er kannski fyrst og fremst lífsnálgun, eða leið til að lifa lífinu út frá hugmyndum eða hugsjónum. Út frá þessu óx svo áhugi minn á gyðjum og gyðjunni sem hluta af náttúrunni.“ Nokkrum árum síðar lá leið Valgerðar til Bandaríkjanna þar sem hún fór í framhaldsnám í andlegum fræðum kvenna. Hluti af því námi var menningarsaga og trúarheimspeki út frá femínísku sjónarhorni. „Þar lærði ég ýmislegt sem ég hafði ekki lært í mannkynssögunni. Til dæmis það að karlar hefðu ekki alltaf verið ráðandi og að það hefði ekki alltaf verið stríð, eða valdamisvægi í heiminum,“ segir Valgerður ákveðin. Valgerður segir gyðjutrú tvímælalaust fara vaxandi, bæði hér á landi og úti um allan heim. Valgerður ítrekar þó að ekki sé beint um trúarbrögð að ræða, því gyðjutrú á fátt sameiginlegt með skipulögðum trúarbrögðum, heldur leggst þvers og kruss á önnur trúarbrögð. „Áhuginn á gyðjunni vex vegna þess að firringin er orðin svo mikil og við finnum, skynjum og vitum að við erum að stefna fram að brúninni, bæði í umhverfismálum og í allri okkar lífsnálgun.“„Áhuginn á gyðjunni vex vegna þess að firringin er orðin svo mikil.“Fréttablaðið/AuðunnEn hver er þessi gyðja, eða þessar gyðjur? „Grunnhugmyndin um gyðjuna er að í henni er allt. Hún er skapandi og tortímandi, hún nærir og þroskar á meðan hún eyðir líka,“ segir Valgerður og jánkar spurningu blaðamanns um hvort þessi hugmynd sé ekki nátengd hugmyndinni um Móðir náttúru, sem svo margir þekkja. „Við erum öll hluti af heild. Ekkert í heiminum eyðist, við umbreytumst bara og það er mín sýn á gyðjuna.“ Erum við þá að ræða um eina gyðju eða margar? „Nei, það er ekki bara ein gyðja,“ útskýrir Valgerður og segir hugmyndina vera flóknari en svo. Gyðjan virðist því ekki koma í stað alviturs himnaföður, heldur er hugmyndin um gyðjuna margslungin, flókin og fjölbreytt. Valgerður segir að ef rýnt sé í sögu mannsins virðist gyðjan hafa verið miðpunktur trúar allstaðar frá upphafi. „Ef við förum nægilega langt aftur, þá finnum við víða um veröld minjar sem sýna átrúnað á kvenveruna. Stundum eru þessar verur líkar konum, stundum eru þær blanda af konum og dýri, stundum jafnvel kynfæri. Legopið, skapaþríhyrningurinn eða brjóst – þessi sköpunarkraftur konunnar.“ Gyðjurnar eru þó misafmarkaðar, eins og dauðagyðjan, ástargyðjan eða jafnvel gyðja plógsins. „Svo eru líka gyðjur eins og Ísis í Egyptalandi sem er nálægt því að vera svokölluð Mikla gyðja,“ útskýrir Valgerður. Þessar gyðjur bera í sér allt og eru í senn tortímandi, skapandi, nærandi og endurlífgandi. „Þær hafa í sér öll náttúruöflin en hafa ekki beinlínis vilja, þær eru bara þetta afl.“ Hvernig birtist þessi vakning hérna heima á gyðjutrú? „Fólk leitar bæði til mín, en það leitar líka víða. Sumir starfa innan kirkjunnar, eða stundar búddisma eða aðra trú. Þetta eru náttúrulega mest konur, sem mér finnst eðlilegt því það er eðlilegt að konur sýni gyðjunni meiri áhuga en karlar,“ segir Valgerður en ítrekar það að það séu líka til karlar sem hallast að gyðjutrú. „Oft gerist þetta þannig að fólki dreymir draum, eins og mig dreymdi draum og drauma þar sem mér fannst ég vera gyðja eða hitta gyðjuna. Það er alls ekki einsdæmi og það kemur líka fyrir að fólk kemur til mín eftir að því hefur dreymt eitthvað, en það kemur líka eftir að það hefur lent í djúpri kreppu, horfst í augu við dauða eða eigin ófullkomleika.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira