Það er gaman að vera í fjársjóðsleit Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. apríl 2018 07:30 "Það kemur mér stöðugt á óvart að skynja hversu sterk áhrif bækurnar hafa á lesendur,“ segir Dan Brown. Fréttablaðið/Eyþór Dan Brown, einn vinsælasti rithöfundur heims, var hér á landi í vikunni en nýjasta skáldsaga hans Uppruni er komin út í íslenskri þýðingu. Söguhetja þeirrar bókar er Robert Langdon, prófessor í táknfræði. Brown hefur skrifað nokkrar bækur um Langdon, sú þekktasta er Da Vinci lykillinn sem skaut höfundinum upp á stjörnuhimininn. Brown er einstaklega geðþekkur maður í viðkynningu, skemmtilegur, alúðlegur og með mikla persónutöfra. „Ég á vini sem hafa komið hingað, foreldrar mínir komu á síðasta ári og fóru Gullna hringinn og voru stórhrifin, bróðir minn er ljósmyndari og kemur oft hingað og hefur sagt mér að náttúran hér á landi sé einstök. Mér fannst næstum glæpsamlegt að hafa ekki komið til Íslands,“ segir Brown þegar hann er spurður af hverju hann hafi viljað koma til Íslands.Ólst upp í heimi tákna Tákn, dulmál, þrautir og ráðgátur eru áberandi í skáldverkum Browns. Hann segir skýringuna liggja í barnæskunni. „Faðir minn er stærðfræðingur og mamma tónlistarmaður. Það er margt líkt með stærðfræði og tónlist og það má segja að ég hafi alist upp í heimi tákna. Þegar við systkinin vorum krakkar og vöknuðum á jóladag voru jólagjafirnar ekki undir jólatrénu heldur voru þar skilaboð á dulmáli sem við urðum að ráða. Þar gat til dæmis staðið: „Líttu inn í ísskápinn,“ og í ísskápnum var að finna önnur skilaboð um að leita skyldi áfram á ákveðnum stað. Þetta var eins og fjársjóðsleit sem leiddi okkur að lokum til gjafanna. Alveg frá því ég var lítill drengur hef ég hrifist af dulmáli, þrautum og ráðgátum. Það er gaman að vera í fjársjóðsleit og þess vegna ákvað ég að skrifa bækur um trúarbrögð og listir.“Varð sjálfsmeðvitaður Da Vinci lykillinn er ein vinsælasta skáldsaga allra tíma. Hún var þriðja bók höfundarins og færði honum bæði heimsfrægð og ríkidæmi. Hann er spurður hvort hin skyndilega frægð hafi ekki verið nokkuð yfirþyrmandi. „Þetta gerðist allt svo hratt,“ segir hann. „Maður gerist ekki rithöfundur til að verða ríkur og frægur, það eru auðveldari leiðir til þess. Maður skrifar vegna þess að maður hefur þörf fyrir það og hefur eitthvað að segja. Ég skrifa vegna þess að ég hef unun af því og vil segja sögur. Í byrjun vonaðist ég til að einn daginn myndi mér vegna það vel að ég ætti fyrir leigunni og í mig og á. Velgengni Da Vinci lykilsins var meiri en nokkur hefði getað látið sig dreyma um. Sú bók vakti líka athygli á fyrri bókum mínum sem urðu fyrir vikið mjög vinsælar. Ég er oft spurður hvort það að verða ríkur hafi breytt mér. Svarið er nei. Það hefur ekki breytt því hvernig ég skrifa, skriftirnar kosta enn mikla vinnu. Það eina sem hefur breyst er að fólk er sífellt að velta fyrir sér hvað ég ætli að skrifa um næst og mér er mikið í mun að halda því leyndu. Þegar ég vinn rannsóknarvinnu fyrir bók þarf ég að ræða við fólk til að fá alls kyns upplýsingar. Stundum þarf ég að þykjast vera annar en ég er því ég vil ekki að það leki út hvað ég er að fást við þá stundina. Ég spyr líka alls konar spurninga sem tengjast því sem ég er vinna við ekki neitt, þannig að fólk heldur að ég sé að gera eitthvað allt annað en ég er að gera.“Da Vinci lykillinn kom út árið 2003 og það liðu sex ár þar til næsta bók kom út, Týnda táknið. Af hverju var svona langt á milli bóka? „Ég varð mjög sjálfsmeðvitaður. Áður en Da Vinci lykillinn kom út spurði ég sjálfan mig: „Hvernig bók vil ég lesa, hvað vil ég að gerist, um hvað vil ég fræðast?“ Þannig varð Da Vinci lykillinn til. Eftir útkomu Da Vinci lykilsins leið mánuður þar sem ég skrifaði og hugsaði: „Milljónir eiga eftir að lesa þetta,“ og eyddi síðan textanum. Svo kom að því að ég sagði við sjálfan mig: „Þú hefur gert þetta áður. Andaðu djúpt, skrifaðu bók sem þér finnst spennandi og ef þér finnst hún spennandi mun öðrum einnig finnast það.“ Þetta tók tíma af því líf mitt hafði breyst svo mikið. Ég þurfti að læra að takast á við frægðina. Fólk þekkti mig og það tók mig tíma að venjast því. Það var gerður kvikmyndasamningur. Dómsmál voru höfðuð gegn mér þar sem ég var sakaður um að hafa stolið hugverkum annarra og svo voru margir öskureiðir og sögðu mig vera andsnúinn kristni. Allt þetta tók á. Svo var erfitt að skrifa Týnda táknið vegna þess að efnið krafðist mikillar heimildavinnu.“Upplognar sakir Hann er spurður um dómsmálin þar sem hann var sakaður um að hafa stolið efni og notað í Da Vinci lykilinn. „Þetta var þreytandi því ég þurfti að undirbúa vörnina en það var líka erfitt að vita til þess að bornar væru á mig upplognar sakir bara til að ná í peninga. Einhverjir vonuðust til að þegar ég frétti af lögsókn myndi ég borga þeim fyrir að hætta við hana. Slíkt geri ég ekki, ég berst. Ég hef unnið hvert einasta mál sem hefur verið höfðað á hendur mér og þau eru mörg.“Hvað með ásakanir um að þú sért andstæðingur kristinnar trúar? „Ég ólst upp í trúarlegu umhverfi. Mamma var organisti í kirkjunni og ég söng í kórnum. Ég las Biblíuna og trúði öllu sem þar stóð. Þegar ég var tíu ára kynntist ég þróunarkenningunni. Ég fór til prests og spurði hvor sköpunarsagan væri rétt, sagan um Adam og Evu eða þróunarkenningin. Hann sagði: „Góðir drengir spyrja ekki svona spurningar.“ Þar og þá ákvað ég að þetta væri spurningin sem ég myndi spyrja.“ Í mörg ár fjarlægðist ég trúna en eftir því sem ég sökkti mér meir ofan í vísindin færðist ég nær hinu andlega. Trúin hefur fært heiminum margt gott en einnig margt slæmt. Þegar ég skrifa um trúarbrögð leitast ég við að sýna þeim virðingu en ég vil einnig vera heiðarlegur.“Gagnrýni og aðdáendur Brown á ótal aðdáendur víða um heim en gagnrýnendur eru ekki allir jafnhrifnir. Hann er spurður hvernig hann taki neikvæðri gagnrýni. „Ég er kominn í mikla æfingu,“ segir hann og hlær og bætir við: „Þegar Da Vinci lykillinn kom út voru fyrstu dómarnir frábærir. Bókin var sögð skemmtileg, snjöll og fersk. John Grisham sagði við mig: „Þú skalt vera viðbúinn viðsnúningi.“ Og svo snerist þetta skyndilega við og bókin var sögð hræðileg. Fólk sagði ekki bara að því líkaði ekki stíllinn heldur væri ég andsnúinn trúarbrögðum og auk þess lygari. Ég var ekki vanur því að fólk hataðist við mig en ég vandist því. Ég var nýlega gestur í sjónvarpsþætti hjá BBC, sem var í beinni útsendingu klukkan 7 um morgun. Fyrsta spurningin var: „Góðan daginn, herra Brown. Guardian segir að þú sért versti rithöfundur heims og nýjasta bók þín Uppruni sé algjört drasl. Hver eru viðbrögð þín við því?“ Ég gat ekkert annað gert en að hlæja og segjast óska þess að allir hefðu gaman af bókunum mínum. Þannig er það samt ekki og ég sætti mig við það.“ Með jafn öflugan aðdáendahóp og Brown á getur hann samt ekki annað en verið sáttur. Hann segist hafa mikla ánægju af að hitta lesendur sína. „Það kemur mér stöðugt á óvart að skynja hversu sterk áhrif bækurnar hafa á lesendur. Ég hitti fólk sem segir að bækur mínar hafi breytt því og orðið til þess að það tók aðra stefnu í lífinu. Það er gríðarlega hvetjandi að vita af slíkum áhrifum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Dan Brown, einn vinsælasti rithöfundur heims, var hér á landi í vikunni en nýjasta skáldsaga hans Uppruni er komin út í íslenskri þýðingu. Söguhetja þeirrar bókar er Robert Langdon, prófessor í táknfræði. Brown hefur skrifað nokkrar bækur um Langdon, sú þekktasta er Da Vinci lykillinn sem skaut höfundinum upp á stjörnuhimininn. Brown er einstaklega geðþekkur maður í viðkynningu, skemmtilegur, alúðlegur og með mikla persónutöfra. „Ég á vini sem hafa komið hingað, foreldrar mínir komu á síðasta ári og fóru Gullna hringinn og voru stórhrifin, bróðir minn er ljósmyndari og kemur oft hingað og hefur sagt mér að náttúran hér á landi sé einstök. Mér fannst næstum glæpsamlegt að hafa ekki komið til Íslands,“ segir Brown þegar hann er spurður af hverju hann hafi viljað koma til Íslands.Ólst upp í heimi tákna Tákn, dulmál, þrautir og ráðgátur eru áberandi í skáldverkum Browns. Hann segir skýringuna liggja í barnæskunni. „Faðir minn er stærðfræðingur og mamma tónlistarmaður. Það er margt líkt með stærðfræði og tónlist og það má segja að ég hafi alist upp í heimi tákna. Þegar við systkinin vorum krakkar og vöknuðum á jóladag voru jólagjafirnar ekki undir jólatrénu heldur voru þar skilaboð á dulmáli sem við urðum að ráða. Þar gat til dæmis staðið: „Líttu inn í ísskápinn,“ og í ísskápnum var að finna önnur skilaboð um að leita skyldi áfram á ákveðnum stað. Þetta var eins og fjársjóðsleit sem leiddi okkur að lokum til gjafanna. Alveg frá því ég var lítill drengur hef ég hrifist af dulmáli, þrautum og ráðgátum. Það er gaman að vera í fjársjóðsleit og þess vegna ákvað ég að skrifa bækur um trúarbrögð og listir.“Varð sjálfsmeðvitaður Da Vinci lykillinn er ein vinsælasta skáldsaga allra tíma. Hún var þriðja bók höfundarins og færði honum bæði heimsfrægð og ríkidæmi. Hann er spurður hvort hin skyndilega frægð hafi ekki verið nokkuð yfirþyrmandi. „Þetta gerðist allt svo hratt,“ segir hann. „Maður gerist ekki rithöfundur til að verða ríkur og frægur, það eru auðveldari leiðir til þess. Maður skrifar vegna þess að maður hefur þörf fyrir það og hefur eitthvað að segja. Ég skrifa vegna þess að ég hef unun af því og vil segja sögur. Í byrjun vonaðist ég til að einn daginn myndi mér vegna það vel að ég ætti fyrir leigunni og í mig og á. Velgengni Da Vinci lykilsins var meiri en nokkur hefði getað látið sig dreyma um. Sú bók vakti líka athygli á fyrri bókum mínum sem urðu fyrir vikið mjög vinsælar. Ég er oft spurður hvort það að verða ríkur hafi breytt mér. Svarið er nei. Það hefur ekki breytt því hvernig ég skrifa, skriftirnar kosta enn mikla vinnu. Það eina sem hefur breyst er að fólk er sífellt að velta fyrir sér hvað ég ætli að skrifa um næst og mér er mikið í mun að halda því leyndu. Þegar ég vinn rannsóknarvinnu fyrir bók þarf ég að ræða við fólk til að fá alls kyns upplýsingar. Stundum þarf ég að þykjast vera annar en ég er því ég vil ekki að það leki út hvað ég er að fást við þá stundina. Ég spyr líka alls konar spurninga sem tengjast því sem ég er vinna við ekki neitt, þannig að fólk heldur að ég sé að gera eitthvað allt annað en ég er að gera.“Da Vinci lykillinn kom út árið 2003 og það liðu sex ár þar til næsta bók kom út, Týnda táknið. Af hverju var svona langt á milli bóka? „Ég varð mjög sjálfsmeðvitaður. Áður en Da Vinci lykillinn kom út spurði ég sjálfan mig: „Hvernig bók vil ég lesa, hvað vil ég að gerist, um hvað vil ég fræðast?“ Þannig varð Da Vinci lykillinn til. Eftir útkomu Da Vinci lykilsins leið mánuður þar sem ég skrifaði og hugsaði: „Milljónir eiga eftir að lesa þetta,“ og eyddi síðan textanum. Svo kom að því að ég sagði við sjálfan mig: „Þú hefur gert þetta áður. Andaðu djúpt, skrifaðu bók sem þér finnst spennandi og ef þér finnst hún spennandi mun öðrum einnig finnast það.“ Þetta tók tíma af því líf mitt hafði breyst svo mikið. Ég þurfti að læra að takast á við frægðina. Fólk þekkti mig og það tók mig tíma að venjast því. Það var gerður kvikmyndasamningur. Dómsmál voru höfðuð gegn mér þar sem ég var sakaður um að hafa stolið hugverkum annarra og svo voru margir öskureiðir og sögðu mig vera andsnúinn kristni. Allt þetta tók á. Svo var erfitt að skrifa Týnda táknið vegna þess að efnið krafðist mikillar heimildavinnu.“Upplognar sakir Hann er spurður um dómsmálin þar sem hann var sakaður um að hafa stolið efni og notað í Da Vinci lykilinn. „Þetta var þreytandi því ég þurfti að undirbúa vörnina en það var líka erfitt að vita til þess að bornar væru á mig upplognar sakir bara til að ná í peninga. Einhverjir vonuðust til að þegar ég frétti af lögsókn myndi ég borga þeim fyrir að hætta við hana. Slíkt geri ég ekki, ég berst. Ég hef unnið hvert einasta mál sem hefur verið höfðað á hendur mér og þau eru mörg.“Hvað með ásakanir um að þú sért andstæðingur kristinnar trúar? „Ég ólst upp í trúarlegu umhverfi. Mamma var organisti í kirkjunni og ég söng í kórnum. Ég las Biblíuna og trúði öllu sem þar stóð. Þegar ég var tíu ára kynntist ég þróunarkenningunni. Ég fór til prests og spurði hvor sköpunarsagan væri rétt, sagan um Adam og Evu eða þróunarkenningin. Hann sagði: „Góðir drengir spyrja ekki svona spurningar.“ Þar og þá ákvað ég að þetta væri spurningin sem ég myndi spyrja.“ Í mörg ár fjarlægðist ég trúna en eftir því sem ég sökkti mér meir ofan í vísindin færðist ég nær hinu andlega. Trúin hefur fært heiminum margt gott en einnig margt slæmt. Þegar ég skrifa um trúarbrögð leitast ég við að sýna þeim virðingu en ég vil einnig vera heiðarlegur.“Gagnrýni og aðdáendur Brown á ótal aðdáendur víða um heim en gagnrýnendur eru ekki allir jafnhrifnir. Hann er spurður hvernig hann taki neikvæðri gagnrýni. „Ég er kominn í mikla æfingu,“ segir hann og hlær og bætir við: „Þegar Da Vinci lykillinn kom út voru fyrstu dómarnir frábærir. Bókin var sögð skemmtileg, snjöll og fersk. John Grisham sagði við mig: „Þú skalt vera viðbúinn viðsnúningi.“ Og svo snerist þetta skyndilega við og bókin var sögð hræðileg. Fólk sagði ekki bara að því líkaði ekki stíllinn heldur væri ég andsnúinn trúarbrögðum og auk þess lygari. Ég var ekki vanur því að fólk hataðist við mig en ég vandist því. Ég var nýlega gestur í sjónvarpsþætti hjá BBC, sem var í beinni útsendingu klukkan 7 um morgun. Fyrsta spurningin var: „Góðan daginn, herra Brown. Guardian segir að þú sért versti rithöfundur heims og nýjasta bók þín Uppruni sé algjört drasl. Hver eru viðbrögð þín við því?“ Ég gat ekkert annað gert en að hlæja og segjast óska þess að allir hefðu gaman af bókunum mínum. Þannig er það samt ekki og ég sætti mig við það.“ Með jafn öflugan aðdáendahóp og Brown á getur hann samt ekki annað en verið sáttur. Hann segist hafa mikla ánægju af að hitta lesendur sína. „Það kemur mér stöðugt á óvart að skynja hversu sterk áhrif bækurnar hafa á lesendur. Ég hitti fólk sem segir að bækur mínar hafi breytt því og orðið til þess að það tók aðra stefnu í lífinu. Það er gríðarlega hvetjandi að vita af slíkum áhrifum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira