Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, er úr leik á Mediheal-meistaramótinu sem fram fer í Kaliforníu þessa helgina en slæmur gærdagur setti Ólafíu í erfiða stöðu.
Í gær spilaði Ólafía á fimm höggum yfir pari og þurfti að eiga skínandi góðan hring í dag ætlaði hún sér að ná að komast í gegnum niðurskurðinn á þessu sterka LPGA-móti.
Hringur Ólafíu var kaflaskiptur í dag. Hún byrjaði á tveimur fuglum á fyrstu tveimur holunum og útlitið gott áður en það fylgdi skolli á þeirri þriðju.
Alls fékk hún fjóra fugla og fjóra skolla á hringnum í dag en á hinum tíu holunum fékk hún par og endaði því á 72 höggum í dag. Á parinu.
Ólafía er eins og áður segir úr leik en hún endaði í 101.-120. sætinu í þessu móti. Niðurskurðinn lá í tveimur höggum yfir pari svo Ólafía var þremur höggum frá niðurskurðinum.
Ólafía úr leik í Kaliforníu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn







Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti
