KR-ingar minna á yfirburði sína í íslenskum fótbolta fyrir stórleikinn í kvöld Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2018 16:00 Óskar Örn Hauksson og félagar fara af stað gegn Val í kvöld. Vísir/stefán Pepsi-deildin 2018 fer af stað í kvöld með tveimur leikjum en stórleikur fyrstu umferðar er stórveldaslagur Vals og KR sem fram fer á Hlíðarenda í kvöld klukkan 20.00 en upphitun fyrir leikinn hefst á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.30. Valsmönnum er spáð sigri á Íslandsmótinu af nánast öllum og kemur KR því sem litla liðið og rúmlega það til leiks í kvöld. Miðað við spár kæmi engum á óvart ef KR næði ekki Evrópusæti þrátt fyrir endurkomu Rúnars Kristinssonar. Twitter-reikningur KR-inga hefur hitað upp fyrir Pepsi-deildina með skemmtilegri niðurtalningu þar sem tölur eru settar í sögulegt samhengi. Eins og þegar að fjórir dagar voru í mót kom það fram að þrír leikmenn hafa skorað fjögur Evrópumörk fyrir KR.4 dagar þar til @Pepsideildin byrjarÞrír leikmenn hafa skorað akkúrat 4 mörk fyrir KR í Evrópukeppni: Einar Þór Daníelsson, Ríkharður Daðason og Mihajlo Bibercic pic.twitter.com/mwaezqkdfS— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 23, 2018 Gærdagurinn og dagurinn í dag var meira notaður til að minna KR-inga á að þrátt fyrir að umtalið sé þannig að KR eigi ekki séns í kvöld og verði ekki í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í sumar er þetta stærsta og sigursælasta félag landsins. Í gær, þegar að einn dagur var í mótið, var einfaldlega sagt að KR ætti heima í fyrsta sæti og númer eitt væri þar sem KR myndi enda í sumar. Í dag, þegar 0 dagar eru í mót, voru önnur lið minnt á það að það er einmitt fjöldi liða sem hefur unnið fleiri titla en KR í sögunni. KR á að baki 26 Íslandsmeistaratitla og fjórtán bikarmeistaratitla. Eins og segir í lagi KR-inga sem sungið er í stúkunni: „Unnið titilinn oftast, bikarinn oftast, oftar en allir aðrir!“0 dagar þar til @Pepsideildin byrjar0 - Fjöldi íslenskra knattspyrnuliða sem eru sigursælli, farsælli, vinsælli og eldri en @KRreykjavik. Mætum á völlinn í sumar og skrifum saman nýjasta kaflann í glæstri sögu KR #allirsemeinn pic.twitter.com/MmjRYWdwEe— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 27, 2018 1 dagur í að @Pepsideildin byrji1 - er númerið á sætinu sem @KRreykjavik á heima í, og mun enda í sumarið 2018 #allirsemeinn #unniðbikarinnoftastdeildinaoftast pic.twitter.com/zUevZyuvH0— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 26, 2018 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2018: Heimkoma Rúnars ekki nóg Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 24. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Valsmönnum verður ekki ógnað Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild karla. 26. apríl 2018 13:00 Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Pepsi-deildin 2018 fer af stað í kvöld með tveimur leikjum en stórleikur fyrstu umferðar er stórveldaslagur Vals og KR sem fram fer á Hlíðarenda í kvöld klukkan 20.00 en upphitun fyrir leikinn hefst á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.30. Valsmönnum er spáð sigri á Íslandsmótinu af nánast öllum og kemur KR því sem litla liðið og rúmlega það til leiks í kvöld. Miðað við spár kæmi engum á óvart ef KR næði ekki Evrópusæti þrátt fyrir endurkomu Rúnars Kristinssonar. Twitter-reikningur KR-inga hefur hitað upp fyrir Pepsi-deildina með skemmtilegri niðurtalningu þar sem tölur eru settar í sögulegt samhengi. Eins og þegar að fjórir dagar voru í mót kom það fram að þrír leikmenn hafa skorað fjögur Evrópumörk fyrir KR.4 dagar þar til @Pepsideildin byrjarÞrír leikmenn hafa skorað akkúrat 4 mörk fyrir KR í Evrópukeppni: Einar Þór Daníelsson, Ríkharður Daðason og Mihajlo Bibercic pic.twitter.com/mwaezqkdfS— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 23, 2018 Gærdagurinn og dagurinn í dag var meira notaður til að minna KR-inga á að þrátt fyrir að umtalið sé þannig að KR eigi ekki séns í kvöld og verði ekki í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í sumar er þetta stærsta og sigursælasta félag landsins. Í gær, þegar að einn dagur var í mótið, var einfaldlega sagt að KR ætti heima í fyrsta sæti og númer eitt væri þar sem KR myndi enda í sumar. Í dag, þegar 0 dagar eru í mót, voru önnur lið minnt á það að það er einmitt fjöldi liða sem hefur unnið fleiri titla en KR í sögunni. KR á að baki 26 Íslandsmeistaratitla og fjórtán bikarmeistaratitla. Eins og segir í lagi KR-inga sem sungið er í stúkunni: „Unnið titilinn oftast, bikarinn oftast, oftar en allir aðrir!“0 dagar þar til @Pepsideildin byrjar0 - Fjöldi íslenskra knattspyrnuliða sem eru sigursælli, farsælli, vinsælli og eldri en @KRreykjavik. Mætum á völlinn í sumar og skrifum saman nýjasta kaflann í glæstri sögu KR #allirsemeinn pic.twitter.com/MmjRYWdwEe— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 27, 2018 1 dagur í að @Pepsideildin byrji1 - er númerið á sætinu sem @KRreykjavik á heima í, og mun enda í sumarið 2018 #allirsemeinn #unniðbikarinnoftastdeildinaoftast pic.twitter.com/zUevZyuvH0— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 26, 2018
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2018: Heimkoma Rúnars ekki nóg Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 24. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Valsmönnum verður ekki ógnað Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild karla. 26. apríl 2018 13:00 Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Pepsi-spáin 2018: Heimkoma Rúnars ekki nóg Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 24. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Valsmönnum verður ekki ógnað Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild karla. 26. apríl 2018 13:00