Bæjarráð Kópavogsbæjar samþykkti í morgun að leggja gervigras á Kópavogsvöll næsta vor.
Þá var samþykkt að endurnýja gervigras í Fagralundi og byggja upp keppnis- og æfingasvæði fyrir frjálsar íþróttir vestan áhorfendastúku Kópavogsvallar, en aðstaða til iðkunnar frjálsra íþrótta hefur verið á Kópavogsvelli.
Breiðablik mun því leika á gervigrasi á næsta tímabili. Félagið verður það fimmta í Pepsi deildinni sem tekur upp gervigras.
Valur og Stjarnan leika nú þegar á gervigrasi, verið er að leggja gervigras á Fylkisvöll og Víkingur tilkynnti á dögunum að gervigras verði lagt á Víkingsvöll að loknu tímabilinu sem er að hefjast.
Gervigras í Kópavoginn

Tengdar fréttir

Nýtt gervigras í Garðabæinn
Stjarnan spilar á nýju gervigrasi á Samsung-vellinum í sumar. Verkið hefur verið boðið út. Því lýkur aðeins níu dögum fyrir fyrsta leik Stjörnunnar í sumar.

Reykjavíkurborg leggur gervigras í Árbænum
Reykjavíkurborg mun leggja gervigras ásamt nauðsynlegu undirlagi með snjóbræðslukerfi á aðalvöll Fylkis í Árbænum. Borgin mun eignast völlinn og sjá um rekstur hans.