Hafa ekki upplýsingar um umfang skattaundanskota í ferðaþjónustu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. apríl 2018 20:21 Skattrannsóknarstjóri býr ekki yfir upplýsingum um umfang þeirra fjármuna sem ríkissjóður verður af vegna skattaundanskota í ferðaþjónustu í gegnum erlendar bókunarsíður. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar óttast um orðspor ferðaþjónustunnar á Íslandi vegna skattaundanskota.Fréttablaðið greindi frá því í gær að færst hafi í aukana hér á landi að fyrirtæki í ferðaþjónustu komi sér undan greiðslu virðisaukaskatts með því að notast við erlendar bókunarsíður. Fyrirtækin fái greiðslur inn á erlendra reikninga og komi þeim þannig hjá tekjuskráningu hérlendis. Embætti skattrannsóknastjóra býr þó ekki yfir vitneskju um umfang mála af slíkum toga. „Við höfum það ekki og höfum ekki tekið það neitt sérstaklega saman,” segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri. Slík mál hafi aftur á móti komið inn á borð embættisins. „Þetta er í sjálfu sér ekkert sem er nýtt fyrir skattayfirvöld eða neitt sem kemur á óvart. Og íslensk skattayfirvöld eru ágætlega sett með það hvernig þau geta brugðist við þessu,” segir Bryndís. Ísland sé aðili að mörgum samningum við önnur ríki sem veiti aðgang og aðstoð við upplýsingaöflun. Bryndís telur aftur á móti að viðurlög við skattalagabrotum vera allt of væg hér á landi.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/skjáskotHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að regluverk, eftirlit og viðurlög verði að taka mið af breytingum sem verði í samfélaginu, til að mynda hvað varðar net- og alþjóðavæðingu. „Það er auðvitað bara skýlaus krafa okkar og fyrirtækja í ferðaþjónustu, þeir sem eru með allt uppi á borðum, að það sitji allir við sama borð,” segir Helga. Sem betur fer séu flestir heiðarlegir í sinni starfsemi að sögn Helgu en mál sem þessi séu ferðaþjónustunni ekki til framdráttar. „Orðsporið skiptir gríðarlega miklu máli.” Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Ferðaþjónustan notar erlendar bókunarsíður og erlenda posa til að komast hjá tekjuskráningu. Eftirlit Ríkisskattstjóra oft erfiðleikum bundið. Málum hefur verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. 19. apríl 2018 06:00 Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri býr ekki yfir upplýsingum um umfang þeirra fjármuna sem ríkissjóður verður af vegna skattaundanskota í ferðaþjónustu í gegnum erlendar bókunarsíður. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar óttast um orðspor ferðaþjónustunnar á Íslandi vegna skattaundanskota.Fréttablaðið greindi frá því í gær að færst hafi í aukana hér á landi að fyrirtæki í ferðaþjónustu komi sér undan greiðslu virðisaukaskatts með því að notast við erlendar bókunarsíður. Fyrirtækin fái greiðslur inn á erlendra reikninga og komi þeim þannig hjá tekjuskráningu hérlendis. Embætti skattrannsóknastjóra býr þó ekki yfir vitneskju um umfang mála af slíkum toga. „Við höfum það ekki og höfum ekki tekið það neitt sérstaklega saman,” segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri. Slík mál hafi aftur á móti komið inn á borð embættisins. „Þetta er í sjálfu sér ekkert sem er nýtt fyrir skattayfirvöld eða neitt sem kemur á óvart. Og íslensk skattayfirvöld eru ágætlega sett með það hvernig þau geta brugðist við þessu,” segir Bryndís. Ísland sé aðili að mörgum samningum við önnur ríki sem veiti aðgang og aðstoð við upplýsingaöflun. Bryndís telur aftur á móti að viðurlög við skattalagabrotum vera allt of væg hér á landi.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/skjáskotHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að regluverk, eftirlit og viðurlög verði að taka mið af breytingum sem verði í samfélaginu, til að mynda hvað varðar net- og alþjóðavæðingu. „Það er auðvitað bara skýlaus krafa okkar og fyrirtækja í ferðaþjónustu, þeir sem eru með allt uppi á borðum, að það sitji allir við sama borð,” segir Helga. Sem betur fer séu flestir heiðarlegir í sinni starfsemi að sögn Helgu en mál sem þessi séu ferðaþjónustunni ekki til framdráttar. „Orðsporið skiptir gríðarlega miklu máli.”
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Ferðaþjónustan notar erlendar bókunarsíður og erlenda posa til að komast hjá tekjuskráningu. Eftirlit Ríkisskattstjóra oft erfiðleikum bundið. Málum hefur verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. 19. apríl 2018 06:00 Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Ferðaþjónustan notar erlendar bókunarsíður og erlenda posa til að komast hjá tekjuskráningu. Eftirlit Ríkisskattstjóra oft erfiðleikum bundið. Málum hefur verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. 19. apríl 2018 06:00