Hafa ekki upplýsingar um umfang skattaundanskota í ferðaþjónustu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. apríl 2018 20:21 Skattrannsóknarstjóri býr ekki yfir upplýsingum um umfang þeirra fjármuna sem ríkissjóður verður af vegna skattaundanskota í ferðaþjónustu í gegnum erlendar bókunarsíður. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar óttast um orðspor ferðaþjónustunnar á Íslandi vegna skattaundanskota.Fréttablaðið greindi frá því í gær að færst hafi í aukana hér á landi að fyrirtæki í ferðaþjónustu komi sér undan greiðslu virðisaukaskatts með því að notast við erlendar bókunarsíður. Fyrirtækin fái greiðslur inn á erlendra reikninga og komi þeim þannig hjá tekjuskráningu hérlendis. Embætti skattrannsóknastjóra býr þó ekki yfir vitneskju um umfang mála af slíkum toga. „Við höfum það ekki og höfum ekki tekið það neitt sérstaklega saman,” segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri. Slík mál hafi aftur á móti komið inn á borð embættisins. „Þetta er í sjálfu sér ekkert sem er nýtt fyrir skattayfirvöld eða neitt sem kemur á óvart. Og íslensk skattayfirvöld eru ágætlega sett með það hvernig þau geta brugðist við þessu,” segir Bryndís. Ísland sé aðili að mörgum samningum við önnur ríki sem veiti aðgang og aðstoð við upplýsingaöflun. Bryndís telur aftur á móti að viðurlög við skattalagabrotum vera allt of væg hér á landi.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/skjáskotHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að regluverk, eftirlit og viðurlög verði að taka mið af breytingum sem verði í samfélaginu, til að mynda hvað varðar net- og alþjóðavæðingu. „Það er auðvitað bara skýlaus krafa okkar og fyrirtækja í ferðaþjónustu, þeir sem eru með allt uppi á borðum, að það sitji allir við sama borð,” segir Helga. Sem betur fer séu flestir heiðarlegir í sinni starfsemi að sögn Helgu en mál sem þessi séu ferðaþjónustunni ekki til framdráttar. „Orðsporið skiptir gríðarlega miklu máli.” Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Ferðaþjónustan notar erlendar bókunarsíður og erlenda posa til að komast hjá tekjuskráningu. Eftirlit Ríkisskattstjóra oft erfiðleikum bundið. Málum hefur verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. 19. apríl 2018 06:00 Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri býr ekki yfir upplýsingum um umfang þeirra fjármuna sem ríkissjóður verður af vegna skattaundanskota í ferðaþjónustu í gegnum erlendar bókunarsíður. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar óttast um orðspor ferðaþjónustunnar á Íslandi vegna skattaundanskota.Fréttablaðið greindi frá því í gær að færst hafi í aukana hér á landi að fyrirtæki í ferðaþjónustu komi sér undan greiðslu virðisaukaskatts með því að notast við erlendar bókunarsíður. Fyrirtækin fái greiðslur inn á erlendra reikninga og komi þeim þannig hjá tekjuskráningu hérlendis. Embætti skattrannsóknastjóra býr þó ekki yfir vitneskju um umfang mála af slíkum toga. „Við höfum það ekki og höfum ekki tekið það neitt sérstaklega saman,” segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri. Slík mál hafi aftur á móti komið inn á borð embættisins. „Þetta er í sjálfu sér ekkert sem er nýtt fyrir skattayfirvöld eða neitt sem kemur á óvart. Og íslensk skattayfirvöld eru ágætlega sett með það hvernig þau geta brugðist við þessu,” segir Bryndís. Ísland sé aðili að mörgum samningum við önnur ríki sem veiti aðgang og aðstoð við upplýsingaöflun. Bryndís telur aftur á móti að viðurlög við skattalagabrotum vera allt of væg hér á landi.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/skjáskotHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að regluverk, eftirlit og viðurlög verði að taka mið af breytingum sem verði í samfélaginu, til að mynda hvað varðar net- og alþjóðavæðingu. „Það er auðvitað bara skýlaus krafa okkar og fyrirtækja í ferðaþjónustu, þeir sem eru með allt uppi á borðum, að það sitji allir við sama borð,” segir Helga. Sem betur fer séu flestir heiðarlegir í sinni starfsemi að sögn Helgu en mál sem þessi séu ferðaþjónustunni ekki til framdráttar. „Orðsporið skiptir gríðarlega miklu máli.”
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Ferðaþjónustan notar erlendar bókunarsíður og erlenda posa til að komast hjá tekjuskráningu. Eftirlit Ríkisskattstjóra oft erfiðleikum bundið. Málum hefur verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. 19. apríl 2018 06:00 Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Ferðaþjónustan notar erlendar bókunarsíður og erlenda posa til að komast hjá tekjuskráningu. Eftirlit Ríkisskattstjóra oft erfiðleikum bundið. Málum hefur verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. 19. apríl 2018 06:00