Ferðaþjónustusíðan TripAdvisor hefur keypt íslenska fyrirtækið Bókun ehf., sem framleiðir hugbúnað fyrir ferðaþjónustu. TripAdvisor er stærsta alþjóðlega síðan á þessu sviði og hefur meira en 300 milljón notendur um allan heim. Fyrirtækið hefur keypt upp fjölda ferðaþjónustufyrirtækja í Bandaríkjunum, Evrópu, Asíu og víðar.
Í yfirlýsingu Bókunar segir að samruninn muni styrkja þróun sérhæfðs hugbúnaðar og veita möguleika á að móta ferðamannaiðnaðinn í framtíðinni. Takmarkið sé hvorki meira né minna en að verða stærsti framleiðandi hugbúnaðar á þessu sviði á heimsvísu. Höfuðstöðvar Bókunar verði áfram á Íslandi og núverandi stjórnendur fyrirtækisins fari hvergi en verði í nánu samstarfi við stjórnendur TripAdvisor í framtíðinni.
Tilkynningu Bókunar má lesa í heild sinni hér
Tilkynningu TripAdvisor um viðskiptin má lesa hér
TripAdvisor kaupir Bókun ehf.
