Áfrýjun Vals vegna ummæla Óla Jó skilaði árangri Anton Ingi Leifsson skrifar 30. apríl 2018 18:51 Ólafur ræðir við fjórða dómarann síðasta sumar. vísir/eyþór Valur þarf ekki að greiða 100 þúsund krónur í sekt vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar, þjálfara liðsins, í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolti.net en þeir greina fyrstir frá málinu. KSÍ hafði sektað Valsmenn um hundrað þúsund krónur vegna ummæla sem Ólafur lét falla um leik Víkings og Völsungs í þættinum. Þar sagði hann að úrslitin hefðu fyrirfram verið ákveðinn. Víkingum þótti þessi ummæli ekki merkileg og lögðu þau fram fyrir aganefnd KSÍ. Hún komst svo að þeirri niðurstöðu að sekta Val um hundrað þúsund krónur. Valsmenn voru afar ósáttir við þennan dóm þar sem Ólafur talaði ekki fyrir hönd Vals um fyrr nefnt atvik. Í dag komst svo KSÍ að þeirri niðurstöðu að ummæli hans vörðuðu ekki Val og felldi niður sektina. Alla yfirlýsinguna má sjá hér að neðan.Aganefnd KSÍ: Samkvæmt 21. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmála er framkvæmdastjóra KSÍ heimilt að vísa til aga- og úrskurðarnefndar atvikum sem skaðað geta ímynd knattspyrnunnar eða þeirra sem þátt taka í leiknum, enda hafi slík atvik ekki komið fram í atvikaskýrslum dómara og/eða eftirlitsmanns á leiknum. Í greininni er tekið fram að atvik þau sem framkvæmdastjóri KSÍ geti vísað til aga- og úrskurðarnefndar geti verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega. Í grein 13.9.5 í reglugerðinni er mælt fyrir um þá refsingu sem aga- og úrskurðarnefnd má beita vegna brota, sem framkvæmdastjóri KSÍ tilkynnir á grundvelli 21. gr. Samkvæmt nefndu ákvæði getur refsing verið sekt að fjárhæð 100.000 krónur, en þó ekki lægri en kr. 50.000 og/eða leikbann í tiltekinn fjölda leikja eða tímabundið. Samkvæmt grein 4.2 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót er sérhvert félag ábyrgt fyrir framkomu leikmanna, forráðamanna, félagsmanna og stuðningsmanna sinna og allra þeirra sem hafa hlutverk á vegum þess í tengslum við kappleik. Í máli því, sem hér er til úrlausnar, lét Ólafur D. Jóhannesson núverandi þjálfari meistaraflokks knattspyrnudeildar Vals engin ummæli falla í tengslum við kappleik á vegum KSÍ. Ólafur D. Jóhannesson setti hins vegar fram þá skoðun sína í fjölmiðlinum fótbolti.net að úrslit í knattspyrnuleik milli Víkings Reykjavík og Völsunga Húsavík, sem leikinn var árið 2013, og endaði með 16-0 sigri Víkings Reykjavík, hafi verið óeðlileg. Þau úrslit skiptu máli fyrir Hauka Hafnarfirði, sem lék í sömu deild og Víkingur og Völsungur, og átti fyrir leik Víkings og Völsunga möguleika að sæti í efstu deild. Ólafur D. Jóhannesson var þá þjálfari Hauka. Ólafur D. Jóhannesson lét ummælin því sannanlega falla opinberlega, sem getur verið refsivert, sé öðrum refsiskilyrðum laga og reglugerða KSÍ fullnægt, sbr. dómi Áfrýjunardómstóls KSÍ í máli nr. 2/2016. Ummæli Ólafs D. Jóhannessonar vörðuðu hins vegar á engan hátt störf hans í þágu knattspyrnudeild Vals, og því er engin heimild samkvæmt lögum og reglum KSÍ til að gera knattspyrnudeild Vals refsingu vegna þeirra. Ber því að fella hinn kærða úrskurð úr gildi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35 Valsmenn íhuga að áfrýja sekt KSÍ Líklegt er að Valur muni áfrýja 100 þúsund króna sektinni sem KSÍ dæmdi félaginu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi. 15. mars 2018 14:30 Áskanir Ólafs Jóhannessonar kostuðu Val hundrað þúsund krónur Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, hefur fengið hundrað þúsund króna sekt frá Knattspyrnusambandi Íslands vegna ummæla hans um úrslit í leik í 1. deildinni fyrir fimm árum. 15. mars 2018 09:22 Óli Jó um ákvörðun KSÍ: Þetta setti blett á íslenska knattspyrnu Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, segir að það hafi gengið mikið á bak við tjöldin þegar hann þjálfaði íslenska karlalandsliðið í fótbolta á sínum tíma. 1. mars 2018 14:45 Víkingur íhugar að kæra Óla Jó fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar Brot úr viðtali Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, í samtali við Gunnlaug Jónsson, í þættinum Návígi á Fótbolti.net, hefur vakið mikla athygli og eftirmála. Nú íhuga Víkingar að kæra Ólaf fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar á ummælum sínum. 2. mars 2018 17:00 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Valur þarf ekki að greiða 100 þúsund krónur í sekt vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar, þjálfara liðsins, í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolti.net en þeir greina fyrstir frá málinu. KSÍ hafði sektað Valsmenn um hundrað þúsund krónur vegna ummæla sem Ólafur lét falla um leik Víkings og Völsungs í þættinum. Þar sagði hann að úrslitin hefðu fyrirfram verið ákveðinn. Víkingum þótti þessi ummæli ekki merkileg og lögðu þau fram fyrir aganefnd KSÍ. Hún komst svo að þeirri niðurstöðu að sekta Val um hundrað þúsund krónur. Valsmenn voru afar ósáttir við þennan dóm þar sem Ólafur talaði ekki fyrir hönd Vals um fyrr nefnt atvik. Í dag komst svo KSÍ að þeirri niðurstöðu að ummæli hans vörðuðu ekki Val og felldi niður sektina. Alla yfirlýsinguna má sjá hér að neðan.Aganefnd KSÍ: Samkvæmt 21. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmála er framkvæmdastjóra KSÍ heimilt að vísa til aga- og úrskurðarnefndar atvikum sem skaðað geta ímynd knattspyrnunnar eða þeirra sem þátt taka í leiknum, enda hafi slík atvik ekki komið fram í atvikaskýrslum dómara og/eða eftirlitsmanns á leiknum. Í greininni er tekið fram að atvik þau sem framkvæmdastjóri KSÍ geti vísað til aga- og úrskurðarnefndar geti verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega. Í grein 13.9.5 í reglugerðinni er mælt fyrir um þá refsingu sem aga- og úrskurðarnefnd má beita vegna brota, sem framkvæmdastjóri KSÍ tilkynnir á grundvelli 21. gr. Samkvæmt nefndu ákvæði getur refsing verið sekt að fjárhæð 100.000 krónur, en þó ekki lægri en kr. 50.000 og/eða leikbann í tiltekinn fjölda leikja eða tímabundið. Samkvæmt grein 4.2 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót er sérhvert félag ábyrgt fyrir framkomu leikmanna, forráðamanna, félagsmanna og stuðningsmanna sinna og allra þeirra sem hafa hlutverk á vegum þess í tengslum við kappleik. Í máli því, sem hér er til úrlausnar, lét Ólafur D. Jóhannesson núverandi þjálfari meistaraflokks knattspyrnudeildar Vals engin ummæli falla í tengslum við kappleik á vegum KSÍ. Ólafur D. Jóhannesson setti hins vegar fram þá skoðun sína í fjölmiðlinum fótbolti.net að úrslit í knattspyrnuleik milli Víkings Reykjavík og Völsunga Húsavík, sem leikinn var árið 2013, og endaði með 16-0 sigri Víkings Reykjavík, hafi verið óeðlileg. Þau úrslit skiptu máli fyrir Hauka Hafnarfirði, sem lék í sömu deild og Víkingur og Völsungur, og átti fyrir leik Víkings og Völsunga möguleika að sæti í efstu deild. Ólafur D. Jóhannesson var þá þjálfari Hauka. Ólafur D. Jóhannesson lét ummælin því sannanlega falla opinberlega, sem getur verið refsivert, sé öðrum refsiskilyrðum laga og reglugerða KSÍ fullnægt, sbr. dómi Áfrýjunardómstóls KSÍ í máli nr. 2/2016. Ummæli Ólafs D. Jóhannessonar vörðuðu hins vegar á engan hátt störf hans í þágu knattspyrnudeild Vals, og því er engin heimild samkvæmt lögum og reglum KSÍ til að gera knattspyrnudeild Vals refsingu vegna þeirra. Ber því að fella hinn kærða úrskurð úr gildi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35 Valsmenn íhuga að áfrýja sekt KSÍ Líklegt er að Valur muni áfrýja 100 þúsund króna sektinni sem KSÍ dæmdi félaginu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi. 15. mars 2018 14:30 Áskanir Ólafs Jóhannessonar kostuðu Val hundrað þúsund krónur Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, hefur fengið hundrað þúsund króna sekt frá Knattspyrnusambandi Íslands vegna ummæla hans um úrslit í leik í 1. deildinni fyrir fimm árum. 15. mars 2018 09:22 Óli Jó um ákvörðun KSÍ: Þetta setti blett á íslenska knattspyrnu Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, segir að það hafi gengið mikið á bak við tjöldin þegar hann þjálfaði íslenska karlalandsliðið í fótbolta á sínum tíma. 1. mars 2018 14:45 Víkingur íhugar að kæra Óla Jó fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar Brot úr viðtali Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, í samtali við Gunnlaug Jónsson, í þættinum Návígi á Fótbolti.net, hefur vakið mikla athygli og eftirmála. Nú íhuga Víkingar að kæra Ólaf fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar á ummælum sínum. 2. mars 2018 17:00 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35
Valsmenn íhuga að áfrýja sekt KSÍ Líklegt er að Valur muni áfrýja 100 þúsund króna sektinni sem KSÍ dæmdi félaginu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi. 15. mars 2018 14:30
Áskanir Ólafs Jóhannessonar kostuðu Val hundrað þúsund krónur Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, hefur fengið hundrað þúsund króna sekt frá Knattspyrnusambandi Íslands vegna ummæla hans um úrslit í leik í 1. deildinni fyrir fimm árum. 15. mars 2018 09:22
Óli Jó um ákvörðun KSÍ: Þetta setti blett á íslenska knattspyrnu Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, segir að það hafi gengið mikið á bak við tjöldin þegar hann þjálfaði íslenska karlalandsliðið í fótbolta á sínum tíma. 1. mars 2018 14:45
Víkingur íhugar að kæra Óla Jó fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar Brot úr viðtali Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, í samtali við Gunnlaug Jónsson, í þættinum Návígi á Fótbolti.net, hefur vakið mikla athygli og eftirmála. Nú íhuga Víkingar að kæra Ólaf fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar á ummælum sínum. 2. mars 2018 17:00
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó