Rúnar Páll um meiðslin: Þetta er enginn heimsendir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. maí 2018 10:00 Það reynir á Rúnar Pál næstu vikurnar. Áföllin hafa dunið á Stjörnunni í upphafi leiktíðar og nú þegar eru fjórir sterkir leikmenn liðsins komnir á meiðslalistann. Markvörðurinn Haraldur Björnsson og sóknarmaðurinn Ævar Ingi Jóhannesson eru frá eftir að hafa fengið höfuðhögg og ómögulegt að segja hvenær þeir snúa til baka. Svo eru Jóhann Laxdal og Jósef Kristinn Jósefsson tognaðir. „Ævari líður ekkert sérstaklega vel og er mjög langt niðri. Hans bataferli er hægt. Er með stingandi hausverk allan daginn og þreyttur. Þetta lítur ekkert allt of vel út,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í Pepsimörkunum. „Haraldur var með hausverk daginn eftir leik og Frikki sjúkraþjálfari vill meina að hann verði frá í margar vikur. Hann er reyndar oft ansi dramatískur. Nei, nei við förum eftir þessu ferli sem þarf að gera og höfum alltaf gert það. Heilsa leikmannsins skiptir öllu máli.“ Þetta er ansi mikil blóðtaka fyrir Stjörnumenn þegar aðeins tvær umferðir eru búnar af Pepsi-deildinni. „Þetta lítur helvíti vel út núna,“ sagði Rúnar kaldhæðnislega en þrátt fyrir meiðslin og skorti á stigasöfnun þá er hann ekkert að missa sig í volæði. „Þetta er enginn heimsendir. Við ætlum ekki að grafa okkar eigin gröf eftir tvo leiki. Við höfum spilað ágætlega.“ Sjá má viðtalið við Rúnar hér að neðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 2-3 | Atli hetjan með þrumufleyg KR sigraði Stjörnuna í 2. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Atli Sigurjónsson skoraði sigurmark KR-inga þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. 6. maí 2018 21:00 Pepsimörkin: Veðrið stal senunni í Eyjum Einu sinni sem oftar var veðrið í aðalhlutverki í Eyjum er Fjölnismenn mættu í heimsókn um nýliðna helgi. 8. maí 2018 16:00 Fornspyrnan: Sögðu reiðtúr hafa orðið sér að falli Fyrir 99 árum síðan kom erlent knattspyrnulið í fyrsta sinn í keppnisferð til Íslands og Stefán Pálsson rifjaði þá sögu upp í Fornspyrnunni í Pepsimörkunum í gær. 8. maí 2018 22:00 Pepsimörkin: Sorglegt að menn séu ekki með hausinn skrúfaðan á Þjálfari Stjörnunnar segir að það sé afar svekkjandi að hafa fengið á sig mark á lokaandartökum fyrri hálfleiks gegn KR á sunnudag. 9. maí 2018 09:00 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira
Áföllin hafa dunið á Stjörnunni í upphafi leiktíðar og nú þegar eru fjórir sterkir leikmenn liðsins komnir á meiðslalistann. Markvörðurinn Haraldur Björnsson og sóknarmaðurinn Ævar Ingi Jóhannesson eru frá eftir að hafa fengið höfuðhögg og ómögulegt að segja hvenær þeir snúa til baka. Svo eru Jóhann Laxdal og Jósef Kristinn Jósefsson tognaðir. „Ævari líður ekkert sérstaklega vel og er mjög langt niðri. Hans bataferli er hægt. Er með stingandi hausverk allan daginn og þreyttur. Þetta lítur ekkert allt of vel út,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í Pepsimörkunum. „Haraldur var með hausverk daginn eftir leik og Frikki sjúkraþjálfari vill meina að hann verði frá í margar vikur. Hann er reyndar oft ansi dramatískur. Nei, nei við förum eftir þessu ferli sem þarf að gera og höfum alltaf gert það. Heilsa leikmannsins skiptir öllu máli.“ Þetta er ansi mikil blóðtaka fyrir Stjörnumenn þegar aðeins tvær umferðir eru búnar af Pepsi-deildinni. „Þetta lítur helvíti vel út núna,“ sagði Rúnar kaldhæðnislega en þrátt fyrir meiðslin og skorti á stigasöfnun þá er hann ekkert að missa sig í volæði. „Þetta er enginn heimsendir. Við ætlum ekki að grafa okkar eigin gröf eftir tvo leiki. Við höfum spilað ágætlega.“ Sjá má viðtalið við Rúnar hér að neðan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 2-3 | Atli hetjan með þrumufleyg KR sigraði Stjörnuna í 2. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Atli Sigurjónsson skoraði sigurmark KR-inga þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. 6. maí 2018 21:00 Pepsimörkin: Veðrið stal senunni í Eyjum Einu sinni sem oftar var veðrið í aðalhlutverki í Eyjum er Fjölnismenn mættu í heimsókn um nýliðna helgi. 8. maí 2018 16:00 Fornspyrnan: Sögðu reiðtúr hafa orðið sér að falli Fyrir 99 árum síðan kom erlent knattspyrnulið í fyrsta sinn í keppnisferð til Íslands og Stefán Pálsson rifjaði þá sögu upp í Fornspyrnunni í Pepsimörkunum í gær. 8. maí 2018 22:00 Pepsimörkin: Sorglegt að menn séu ekki með hausinn skrúfaðan á Þjálfari Stjörnunnar segir að það sé afar svekkjandi að hafa fengið á sig mark á lokaandartökum fyrri hálfleiks gegn KR á sunnudag. 9. maí 2018 09:00 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 2-3 | Atli hetjan með þrumufleyg KR sigraði Stjörnuna í 2. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Atli Sigurjónsson skoraði sigurmark KR-inga þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. 6. maí 2018 21:00
Pepsimörkin: Veðrið stal senunni í Eyjum Einu sinni sem oftar var veðrið í aðalhlutverki í Eyjum er Fjölnismenn mættu í heimsókn um nýliðna helgi. 8. maí 2018 16:00
Fornspyrnan: Sögðu reiðtúr hafa orðið sér að falli Fyrir 99 árum síðan kom erlent knattspyrnulið í fyrsta sinn í keppnisferð til Íslands og Stefán Pálsson rifjaði þá sögu upp í Fornspyrnunni í Pepsimörkunum í gær. 8. maí 2018 22:00
Pepsimörkin: Sorglegt að menn séu ekki með hausinn skrúfaðan á Þjálfari Stjörnunnar segir að það sé afar svekkjandi að hafa fengið á sig mark á lokaandartökum fyrri hálfleiks gegn KR á sunnudag. 9. maí 2018 09:00