Bestur í 5. flokki, fór í franskarnar í menntó en er nú skærasta stjarna Blika Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2018 19:15 Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks í Pepsi-deild karla í fótbolta, er búinn að skora tvö mörk í fyrstu tveimur leikjunum fyrir Blika og ætlar sér stærri hluti. Markið sem hann skoraði á móti FH í gær var einkar glæsilegt. „Markið kom mér eiginlega á óvart því ég var í „blackbout-i“ þegar að ég komst í þessa stöðu. Það var fínt að fá ekki tíma til þess að hugsa hvað ég var að gera. Þetta gerðist bara,“ segir Gísli. Gísli og félagar hafa mætt af krafti til leiks í fyrstu leikjum tímabilsins. Þeir spila beinskeyttan og líflegan bolta og skora mörk. Það er eitthvað annað en depurðin yfir þeim grænu í fyrra. Hvað breyttist? „Þetta er svolítið frjálst núna. Maður fær mikið frelsi og Gústi er bara topp gaur. Öllum líður vel í sínu skinni og það er ekkert verið að flækja hlutina,“ segir hann. „Ef maður pælir aðeins í síðasta tímabili þá var allt í rugli. Við byrjuðum með Adda og vorum með hann í tveimur leikjum en svo fáum við þjálfara úr 2. flokki til að stýra leikjunum og eftir það kemur Milos en það var svaka drama í kringum það. Sjálfur spilaði ég allar stöðurnar nema vinstri bakvörð og mark. Það var allt í rugli og að enda í sjötta sæti miðað við það sem að gekk á var það allt í lagi.“ Gísli er fæddur árið 1994 og sló fyrst almennilega í gegn í fyrra. Það tók hann lengri tíma en aðrir ungir Blikar að festa sér sæti í liðinu en það var eitthvða sem hann gaf næstum því upp á bátinn. „Ég var langbestur í fimmta flokki. Árni, Höskuldur og Oliver áttu ekki séns í mig. Maður stríddi líka Sverri Inga stundum þegar ég var að spila up fyrir mig. En þegar að við fórum í ellefu manna bolta gekk þetta ekki alveg nógu vel. Ég var miklu minni en allir og meiðist svo í þriðja flokki og missi áhugann á þessu,“ segir Gísli. „Þegar að Einar Ólafsson tók við öðrum flokki reif hann mig upp og ég hætti í fröllunum í MK og þá byrjaði maður að hafa aftur gaman að þessu og gerði þetta almennilega. Ég gerði mér aldrei vonir um að spila hérna fyrir Breiðablik á Kópavogsvelli. En svo var maður þolinmóður og gerði sitt á hverjum degi og þá kom þetta,“ segir Gísli Eyjólfsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks í Pepsi-deild karla í fótbolta, er búinn að skora tvö mörk í fyrstu tveimur leikjunum fyrir Blika og ætlar sér stærri hluti. Markið sem hann skoraði á móti FH í gær var einkar glæsilegt. „Markið kom mér eiginlega á óvart því ég var í „blackbout-i“ þegar að ég komst í þessa stöðu. Það var fínt að fá ekki tíma til þess að hugsa hvað ég var að gera. Þetta gerðist bara,“ segir Gísli. Gísli og félagar hafa mætt af krafti til leiks í fyrstu leikjum tímabilsins. Þeir spila beinskeyttan og líflegan bolta og skora mörk. Það er eitthvað annað en depurðin yfir þeim grænu í fyrra. Hvað breyttist? „Þetta er svolítið frjálst núna. Maður fær mikið frelsi og Gústi er bara topp gaur. Öllum líður vel í sínu skinni og það er ekkert verið að flækja hlutina,“ segir hann. „Ef maður pælir aðeins í síðasta tímabili þá var allt í rugli. Við byrjuðum með Adda og vorum með hann í tveimur leikjum en svo fáum við þjálfara úr 2. flokki til að stýra leikjunum og eftir það kemur Milos en það var svaka drama í kringum það. Sjálfur spilaði ég allar stöðurnar nema vinstri bakvörð og mark. Það var allt í rugli og að enda í sjötta sæti miðað við það sem að gekk á var það allt í lagi.“ Gísli er fæddur árið 1994 og sló fyrst almennilega í gegn í fyrra. Það tók hann lengri tíma en aðrir ungir Blikar að festa sér sæti í liðinu en það var eitthvða sem hann gaf næstum því upp á bátinn. „Ég var langbestur í fimmta flokki. Árni, Höskuldur og Oliver áttu ekki séns í mig. Maður stríddi líka Sverri Inga stundum þegar ég var að spila up fyrir mig. En þegar að við fórum í ellefu manna bolta gekk þetta ekki alveg nógu vel. Ég var miklu minni en allir og meiðist svo í þriðja flokki og missi áhugann á þessu,“ segir Gísli. „Þegar að Einar Ólafsson tók við öðrum flokki reif hann mig upp og ég hætti í fröllunum í MK og þá byrjaði maður að hafa aftur gaman að þessu og gerði þetta almennilega. Ég gerði mér aldrei vonir um að spila hérna fyrir Breiðablik á Kópavogsvelli. En svo var maður þolinmóður og gerði sitt á hverjum degi og þá kom þetta,“ segir Gísli Eyjólfsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira