Ólafía Þórunn Kristinsdóttir segir að síðustu dagar hafa verið áhugaverðir og var ánægð með sína spilamennsku er hún ræddi við blaðamenn í dag.
Ólafía er í toppbaráttunni eftir fyrri hringinn á Volunteers of America-mótinu sem fer fram í Texas um helgina.
„Ég var að slá ótrúlega vel. Ég sló nokkuð nálægt. Ég púttaði góðum púttum í,” sagði Ólafía Þórunn í samtali við fjölmiðlamenn eftir fyrri hringinn.
Veðurfarið hefur verið ansi athyglisvert í Texas undanfarna daga. Ákveðið var að mótið yrði bara 36 holur vegna veðurfars en hvað er plan Ólafíu fyrir síðari hringinn?
„Ég þarf að vera þolinmóð og síðustu dagar eru búnir að vera áhugaverðir. Ég verð að taka því sem gerist hvort sem ég klára í dag eða á morgun og taka því sem gerist.”
Eftir að þetta viðtal var tekið upp var ákveðið að spila strax síðari átján holurnar strax eftir hádegi í Texas en þegar þetta er skrifað er Ólafía nýfarin af stað.
Ólafía: Síðustu dagar búnir að vera áhugaverðir

Tengdar fréttir

Ólafía gat ekkert spilað í gær vegna veðurs
Fresta varð leik á LPGA-mótaröðinni vegna veðurs í gær.

Ólafía í toppbaráttunni eftir stórkostleg golf
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, er í toppbarátunni á Volunteers of America-mótinu sem fer fram í Texas um helgina. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Ólafía spilar bara 36 holur í Texas
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og aðrir kylfingar munu einungis spila 36 holur á Volunteers of America-mótinu sem fer fram í Texas um helgina en slæmt veður hefur riðlað dagskrá mótsins svo um munar.