Ríkjandi Íslandsmeistarar Þór/KA byrja titilvörnina á 5-0 sigri en liðið vann öruggan sigur á Grindavík i fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna.
Sandra María Jessen er komin aftur í lið Þór/KA en hún var á láni hjá Slavia Prag í vetur. Hún opnaði markareikninginn strax á sjöundu mínútu .
Staðan var 1-0 í hálfleik en Arna Sif Ásgrímsdóttir tvöfaldaði forystuna á 55. mínútu en Arna sneri aftur heim til Þór/KA fyrir tímabilið eftir að hafa leikið með Val.
Sandra Stephany Mayor Gutierrez, borgarstjórinn, kom Þór/KA svo í 3-0 eftir klukkutímaleik og Sandra María Jessen bætti við tveimur mörkum áður en yfir lauk. Þrenna hjá Söndru og lokatölur 5-0.
Valur, Þór/KA, Breiðablik og HK/Víkingur eru því með þrjú stig eftir fyrstu umferðina en leik ÍBV og KR var frestað vegna veðurs.
Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.
Þrenna hjá Söndru og meistararnir byrja á sigri
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti



„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti


Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn



Sjáðu þrennu Karólínu Leu
Fótbolti