Wenger vill „ljúka ástarsögunni vel“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. maí 2018 09:30 Wenger á góðri stundu árið 2004. Þá stóð á borðunum í stúkunni „Wenger knows“. Það hefur breyst síðustu árin. vísir/getty Arsene Wenger vill ljúka ástarsögu sinni og Arsenal vel með því að koma liðinu aftur í Meistaradeild Evrópu. Wenger mun láta af störfum hjá Arsenal eftir 22 ár við stjórnvöllinn þegar tímabilinu líkur. Tímabilið í ár var það fyrsta síðan Wenger tók við þar sem Arsenal var ekki meðal þáttakanda í Meistaradeildinni og liðið er svo gott sem búið að missa af sæti í sterkustu keppni Evrópu í gegnum úrvalsdeildina. Wenger getur þó skilað liði sínu aftur þangað inn með því að sigra Evrópudeildina, en liðið mætir Atletico Madrid í seinni undanúrslitaviðureign liðanna í kvöld. Fyrri leiknum lauk 1-1 á Emirates vellinum. „Ég vil klára mitt starf vel. Ég vil geta labbað í burtu frá Arsenal og vitað að ég gerði mitt besta og einbeitti mér aðeins að Arsenal allt til síðasta dags,“ sagði Wenger á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld. „Þegar minn tími hjá Arsenal endar þá kemur í ljós hvað gerist, en ég vil klára þessa ástarsögu vel.“ Arsenal verður að skora að minnsta kosti eitt mark í leiknum í kvöld því 0-0 jafntefli sendir Atletico áfram á útivallarmarki. „Við vitum að við þurfum að skora. Við erum með skýra sín á það hvernig við nálgumst þennan leik. Það eina sem við vitum ekki er hvernig Atletico kemur inn í leikinn, hvort þeir geri það sama eða verði varkárari.“ „Í fyrsta leiknum sköpuðum við okkur færi og við þurfum að gera það aftur. Við þurfum að einbeita okkur á að sækja vel og hvernig við byggjum upp spilið úr vörninni,“ sagði Arsene Wenger. Leikur Atletico Madrid og Arsenal er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild UEFA Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira
Arsene Wenger vill ljúka ástarsögu sinni og Arsenal vel með því að koma liðinu aftur í Meistaradeild Evrópu. Wenger mun láta af störfum hjá Arsenal eftir 22 ár við stjórnvöllinn þegar tímabilinu líkur. Tímabilið í ár var það fyrsta síðan Wenger tók við þar sem Arsenal var ekki meðal þáttakanda í Meistaradeildinni og liðið er svo gott sem búið að missa af sæti í sterkustu keppni Evrópu í gegnum úrvalsdeildina. Wenger getur þó skilað liði sínu aftur þangað inn með því að sigra Evrópudeildina, en liðið mætir Atletico Madrid í seinni undanúrslitaviðureign liðanna í kvöld. Fyrri leiknum lauk 1-1 á Emirates vellinum. „Ég vil klára mitt starf vel. Ég vil geta labbað í burtu frá Arsenal og vitað að ég gerði mitt besta og einbeitti mér aðeins að Arsenal allt til síðasta dags,“ sagði Wenger á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld. „Þegar minn tími hjá Arsenal endar þá kemur í ljós hvað gerist, en ég vil klára þessa ástarsögu vel.“ Arsenal verður að skora að minnsta kosti eitt mark í leiknum í kvöld því 0-0 jafntefli sendir Atletico áfram á útivallarmarki. „Við vitum að við þurfum að skora. Við erum með skýra sín á það hvernig við nálgumst þennan leik. Það eina sem við vitum ekki er hvernig Atletico kemur inn í leikinn, hvort þeir geri það sama eða verði varkárari.“ „Í fyrsta leiknum sköpuðum við okkur færi og við þurfum að gera það aftur. Við þurfum að einbeita okkur á að sækja vel og hvernig við byggjum upp spilið úr vörninni,“ sagði Arsene Wenger. Leikur Atletico Madrid og Arsenal er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira