Sjókvíaeldisfiski úthýst af matseðli veiðihúsa Karl Lúðvíksson skrifar 16. maí 2018 10:00 Fiskur úr sjókvíaeldi verður ekki á matseðli neins veiðihðúss í sumar. Barátta veiðimanna gegn auknu sjókvíaeldi er farið að taka á sig ýmsar myndir og nú undanfarið hafa veiðihúsin tilkynnt að fiskur úr sjókvíaeldi verður ekki á boðsstólnum hjá þeim í sumar. Þrátt fyrir að þessi aðgerð hafi ekki nein fjárhagsleg áhrif á laxeldisfyrirtækin er þetta fyrst og fremst táknrænt en einnig af þeirri ástæðu að viðskiptavinir veiðihúsanna hafa gert athugasemdir við að fá eldisfisk. Sá laxfiskur sem veiðihúsin nota verður því eingöngu bleikja sem er alin í kerjum á landi. Nú síðast var það SVFR sem sendi tilkynningu þess efnis að fiskur úr sjókvíaeldi verður ekki á matseðlinum í sumar, hér er tilkynningin frá félaginu:"Líkt og margir veiðileyfasalar hafa tilkynnt nú að undanförnu vill Stangaveiðifélag Reykjavíkur taka það sérstaklega fram að það verður enginn sjókvíaeldisfiskur á boðstólnum í veiðihúsum á þeirra vegum. Undanfarin ár hefur slíkt ekki verið á boðstólnum í veiðihúsum SVFR, en í þeim tilfellum sem boðið er upp á eldisfisk, er það bleikja sem ræktuð er í landeldi.Sjókvíaeldi getur haft gífurlega neikvæð og óafturkræf áhrif á laxastofna hér við land og líkt og aðrir veiðileyfasalar hafa gert, vill SVFR leggja sitt á vogaskálarnar með því að hafa ekki slíkan fisk á boðstólnum í sínum veiðihúsum." Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði
Barátta veiðimanna gegn auknu sjókvíaeldi er farið að taka á sig ýmsar myndir og nú undanfarið hafa veiðihúsin tilkynnt að fiskur úr sjókvíaeldi verður ekki á boðsstólnum hjá þeim í sumar. Þrátt fyrir að þessi aðgerð hafi ekki nein fjárhagsleg áhrif á laxeldisfyrirtækin er þetta fyrst og fremst táknrænt en einnig af þeirri ástæðu að viðskiptavinir veiðihúsanna hafa gert athugasemdir við að fá eldisfisk. Sá laxfiskur sem veiðihúsin nota verður því eingöngu bleikja sem er alin í kerjum á landi. Nú síðast var það SVFR sem sendi tilkynningu þess efnis að fiskur úr sjókvíaeldi verður ekki á matseðlinum í sumar, hér er tilkynningin frá félaginu:"Líkt og margir veiðileyfasalar hafa tilkynnt nú að undanförnu vill Stangaveiðifélag Reykjavíkur taka það sérstaklega fram að það verður enginn sjókvíaeldisfiskur á boðstólnum í veiðihúsum á þeirra vegum. Undanfarin ár hefur slíkt ekki verið á boðstólnum í veiðihúsum SVFR, en í þeim tilfellum sem boðið er upp á eldisfisk, er það bleikja sem ræktuð er í landeldi.Sjókvíaeldi getur haft gífurlega neikvæð og óafturkræf áhrif á laxastofna hér við land og líkt og aðrir veiðileyfasalar hafa gert, vill SVFR leggja sitt á vogaskálarnar með því að hafa ekki slíkan fisk á boðstólnum í sínum veiðihúsum."
Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði