Kári Árnason kominn heim í Víking Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. maí 2018 17:15 Kári Árnason kemur heim eftir HM. vísir/getty Víkingar hafa heldur betur fengið góðan liðsstyrk fyrir seinni hluta Pepsi-deildarinnar en landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er búinn að skrifa undir samning við félagið til ársins 2019. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Víkingum. Kári yfirgaf Aberdeen í Skotlandi í dag og var ekki lengi að ganga frá samningum við uppeldisfélagið sem hann yfirgaf árið 2004 þegar að hann fór í atvinnumennsku til Djurgården í Svíþjóð. Hann hefur spilað í Danmörku, á Englandi, í Svíþjóð, Kýpur og í Skotlandi á fjórtán ára atvinnumannaferli en er nú á heimleið og spilar með uppeldisfélaginu eftir að HM 2018 í Rússlandi lýkur.Kári Árnason var á EM 2016 með Íslandi.Vísir/GettyKári hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu um árabil og á að baki 65 landsleiki. Hann var í byrjunarliðinu í öllum leikjum Íslands á EM 2016 og hefur verið áfram lykilmaður í leiðinni á HM 2018. Kári hittir hjá Víkingi Sölva Geir Ottesen sem kom heim eftir fjórtán ár í atvinnumennsku síðasta haust en báðir fóru út tímabilið 2004 þegar að þeir vöktu ungir athygli með Víkingsliðinu. Víkingar hafa farið ágætlega af stað í Pepsi-deildinni og eru með fimm stig eftir þrjá leiki en þeir mæta Grindavík á föstudagskvöldið.Kári í Víkingstreyjunni.mynd/víkingurTilkynning Víkinga: „Knattspyrnudeild Víkings og Kári Árnason hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn gangi í raðir Víkings. Kári hefur undirritað samning við Víking sem gildir út tímabilið 2019. Þjálfarar Víkings og stjórn félagsins lýsa yfir mikilli ánægju með þá ákvörðun Kára að ganga til liðs við félagið á nýjan leik. Jafnframt er gaman að geta sameinað Kára á ný með Sölva Geir Ottesen hjá félaginu þar sem þeir hófu sinn meistaraflokksferil. Kári er í fullum undirbúningi fyrir HM í knattpyrnu og mun því ekki og mun því ekki byrja að spila fyrir Víking fyrr en að þeirri keppni lokinni. Knattspyrnudeild Víkings lýsir yfir mikilli ánægju með að geta loksins sagt: „Velkominn heim, Kári!“#vikingurfc og @karibestmeister hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn gangi í raðir Víkings. Kári hefur undirritað samning við Víking sem gildir út tímabilið 2019.Velkominn heim, Kári!#fotbolti #gluggadagur pic.twitter.com/YaZhB4DxiL— Víkingur FC (@vikingurfc) May 15, 2018 Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leik lokið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Leiknir selur táning til Serbíu Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira
Víkingar hafa heldur betur fengið góðan liðsstyrk fyrir seinni hluta Pepsi-deildarinnar en landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er búinn að skrifa undir samning við félagið til ársins 2019. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Víkingum. Kári yfirgaf Aberdeen í Skotlandi í dag og var ekki lengi að ganga frá samningum við uppeldisfélagið sem hann yfirgaf árið 2004 þegar að hann fór í atvinnumennsku til Djurgården í Svíþjóð. Hann hefur spilað í Danmörku, á Englandi, í Svíþjóð, Kýpur og í Skotlandi á fjórtán ára atvinnumannaferli en er nú á heimleið og spilar með uppeldisfélaginu eftir að HM 2018 í Rússlandi lýkur.Kári Árnason var á EM 2016 með Íslandi.Vísir/GettyKári hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu um árabil og á að baki 65 landsleiki. Hann var í byrjunarliðinu í öllum leikjum Íslands á EM 2016 og hefur verið áfram lykilmaður í leiðinni á HM 2018. Kári hittir hjá Víkingi Sölva Geir Ottesen sem kom heim eftir fjórtán ár í atvinnumennsku síðasta haust en báðir fóru út tímabilið 2004 þegar að þeir vöktu ungir athygli með Víkingsliðinu. Víkingar hafa farið ágætlega af stað í Pepsi-deildinni og eru með fimm stig eftir þrjá leiki en þeir mæta Grindavík á föstudagskvöldið.Kári í Víkingstreyjunni.mynd/víkingurTilkynning Víkinga: „Knattspyrnudeild Víkings og Kári Árnason hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn gangi í raðir Víkings. Kári hefur undirritað samning við Víking sem gildir út tímabilið 2019. Þjálfarar Víkings og stjórn félagsins lýsa yfir mikilli ánægju með þá ákvörðun Kára að ganga til liðs við félagið á nýjan leik. Jafnframt er gaman að geta sameinað Kára á ný með Sölva Geir Ottesen hjá félaginu þar sem þeir hófu sinn meistaraflokksferil. Kári er í fullum undirbúningi fyrir HM í knattpyrnu og mun því ekki og mun því ekki byrja að spila fyrir Víking fyrr en að þeirri keppni lokinni. Knattspyrnudeild Víkings lýsir yfir mikilli ánægju með að geta loksins sagt: „Velkominn heim, Kári!“#vikingurfc og @karibestmeister hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn gangi í raðir Víkings. Kári hefur undirritað samning við Víking sem gildir út tímabilið 2019.Velkominn heim, Kári!#fotbolti #gluggadagur pic.twitter.com/YaZhB4DxiL— Víkingur FC (@vikingurfc) May 15, 2018
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leik lokið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Leiknir selur táning til Serbíu Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira