Pálmi Rafn um nýju regluna: „Helvíti pirrandi þegar hálf deildin verður í banni í júlí“ Þór Símon Hafþórsson skrifar 12. maí 2018 16:54 Pálmi Rafn Pálmason hefur skorað í öllum þremur leikjum KR til þessa Vísir/Bára „Frekar svekktur að taka ekki öll stigin en þetta er erfiður útivöllur. En ég hefði viljað fá þrjú,“ sagði maður leiksins Pálmi Rafn Pálmason eftir leik Grindavíkur og KR sem endaði með 1-1 jafntefli í Pepsi deild karla í dag. Pálmi Rafn var allt í öllu í dag í sóknarleik KR og átti meðal annars skalla í slánna á lokamínútunum. „Það var mjög svekkjandi að sjá boltann fara í slánna. Hefði verið fínt að fá sigurmark þar og þá hefðum við verið í helvíti fínum málum,“ sagði Pálmi en KR er með 4 stig eftir fyrstu þrjár umferðir deildarinnar. Sem fyrr segir var Pálmi allt í öllu í leik KR en hann vildi tvívegis fá vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Í fyrra skiptið varð ekkert úr því þar sem hann var dæmdur rangstæður. „Hann er að fara að dæma vítaspyrnu áður en aðstoðar dómarinn flaggar. Þannig það verður mjög spennandi að sjá hvort það hafi verið rétt. Ég held að sjálfsögðu að ég hafi verið réttstæður,“ sagði Pálmi sem kveðst sérstaklega svekktur með seinna atvikið þar sem hann kom sér í færi sem Kristijan Jajalo varði. „Ef ég hefði hent mér niður er ég viss um að ég hefði fengið víti. Hann er að rífa í mig í slúttinu. Ég reyni að standa og klára. Fyrir mér átti hann að dæma víti þarna.“ Pálmi fékk gult spjald og að því virtist fyrir að láta dómarann heyra það en svo var það ekki en hann kveðst hafa fengið spjaldið fyrir að sveifla hönd sinni. Þetta kom þó af stað áhugaverðum samræðum um nýju áherslum dómara á Íslandi sem hefur verið mikið á milli tannana á fólki. Að dómarar spjaldi leikmenn fyrir kjaftbrúk. „Ég er hrifinn af þessari reglu. Þetta verður flott þegar þetta er orðið stimplað í hausinn á okkur. Þá losnum við við þetta tuð í okkur alltaf. Ég væri samt til í að fá smá tíma til að venjast henni,“ sagði Pálmi og hélt áfram. „Þetta verður helvíti pirrandi þegar hálf Pepsi deildin verður í banni í júli. Þetta er nýtt og hingað til hefur maður alltaf mátt pústa svolítið. Að henda þessu svona fram og vera svona grjótharðir líka er fullmikið. Ég styð þessa reglu en það væri gott að fá smá tíma til að venjast henni,“ sagði Pálmi sem skoraði mark KR í dag. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Sjá meira
„Frekar svekktur að taka ekki öll stigin en þetta er erfiður útivöllur. En ég hefði viljað fá þrjú,“ sagði maður leiksins Pálmi Rafn Pálmason eftir leik Grindavíkur og KR sem endaði með 1-1 jafntefli í Pepsi deild karla í dag. Pálmi Rafn var allt í öllu í dag í sóknarleik KR og átti meðal annars skalla í slánna á lokamínútunum. „Það var mjög svekkjandi að sjá boltann fara í slánna. Hefði verið fínt að fá sigurmark þar og þá hefðum við verið í helvíti fínum málum,“ sagði Pálmi en KR er með 4 stig eftir fyrstu þrjár umferðir deildarinnar. Sem fyrr segir var Pálmi allt í öllu í leik KR en hann vildi tvívegis fá vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Í fyrra skiptið varð ekkert úr því þar sem hann var dæmdur rangstæður. „Hann er að fara að dæma vítaspyrnu áður en aðstoðar dómarinn flaggar. Þannig það verður mjög spennandi að sjá hvort það hafi verið rétt. Ég held að sjálfsögðu að ég hafi verið réttstæður,“ sagði Pálmi sem kveðst sérstaklega svekktur með seinna atvikið þar sem hann kom sér í færi sem Kristijan Jajalo varði. „Ef ég hefði hent mér niður er ég viss um að ég hefði fengið víti. Hann er að rífa í mig í slúttinu. Ég reyni að standa og klára. Fyrir mér átti hann að dæma víti þarna.“ Pálmi fékk gult spjald og að því virtist fyrir að láta dómarann heyra það en svo var það ekki en hann kveðst hafa fengið spjaldið fyrir að sveifla hönd sinni. Þetta kom þó af stað áhugaverðum samræðum um nýju áherslum dómara á Íslandi sem hefur verið mikið á milli tannana á fólki. Að dómarar spjaldi leikmenn fyrir kjaftbrúk. „Ég er hrifinn af þessari reglu. Þetta verður flott þegar þetta er orðið stimplað í hausinn á okkur. Þá losnum við við þetta tuð í okkur alltaf. Ég væri samt til í að fá smá tíma til að venjast henni,“ sagði Pálmi og hélt áfram. „Þetta verður helvíti pirrandi þegar hálf Pepsi deildin verður í banni í júli. Þetta er nýtt og hingað til hefur maður alltaf mátt pústa svolítið. Að henda þessu svona fram og vera svona grjótharðir líka er fullmikið. Ég styð þessa reglu en það væri gott að fá smá tíma til að venjast henni,“ sagði Pálmi sem skoraði mark KR í dag.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Sjá meira