Sviðshöfundar sýna lokaverkefni sín í dag Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. maí 2018 15:00 Lóa Björk, sem er í rauðum kjól, er meðal þeirra sem útskrifast núna. Hún segir það vera leyndarmál um hvað verkið hennar fjallar. Fréttablaðið/Anton Brink Nemar á sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands eru að útskrifast og því fylgir sýning á lokaverkefnum eins og gengur. Í dag hefjast fyrstu sýningar verkanna og þær halda áfram fram til 20. maí. Af brautinni útskrifast nú um þessar mundir níu nemendur og eru verk þeirra ákaflega fjölbreytt – þarna er leikrit sem verður leiklesið og svo er þarna samtal um femíníska útópíu og allt þar á milli. Lóa Björk Björnsdóttir er ein þeirra sem útskrifast nú af brautinni. „Við erum tekin þarna inn og boðið að fara frjálsa leið í að þróa okkur áfram sem listamenn. Við erum mörg frekar ólík og alls ekkert sömu pælingar í gangi hjá okkur – sumir koma inn sem handritshöfundar, grínistar eða leikmyndahönnuðir – ég hef til dæmis mestan áhuga á því að vinna með „live art“, ég skrifa smá handrit en það er smá rými fyrir eitthvað óvænt. Við erum öll góðir vinir og saman í þessum bekk þar sem við fáum að prófa okkur áfram. Nú er þetta verk lokaútkoman af þessum tilraunum,“ segir Lóa um námið. Verk Lóu nefnist Tími til að segja bless og verður sýnt í Tjarnarbíói á föstudaginn. Hún segir það vera algjört „leyndó“ um hvað sýningin fjallar eða hvers eðlis hún nákvæmlega er en segir það fjalla um málefni sem er henni mikilvægt. „Ég er að vinna með fjórum vinkonum mínum – við erum að gera sýningu um málefni sem brennur mikið á okkur, og ákveðið dilemma sem byrjaði þegar ég fékk eina hugmynd þegar ég bjó í London fyrir jól. Þar var ég að upplifa mjög sterkar tilfinningar – ég tékkaði á nokkrum vinkonum mínu, fékk þær til að vinna með mér í tvo mánuði og úr varð þessi sýning.“ Sýningarnar fara fram í Tjarnarnbíói, Kúlunni, Smiðjunni og Borgarleikhúsinu og fyrstu sýningar hefjast í dag. Það er frítt inn á allar sýningarnar og allar upplýsingar og miðapantanir á tix.is. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira
Nemar á sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands eru að útskrifast og því fylgir sýning á lokaverkefnum eins og gengur. Í dag hefjast fyrstu sýningar verkanna og þær halda áfram fram til 20. maí. Af brautinni útskrifast nú um þessar mundir níu nemendur og eru verk þeirra ákaflega fjölbreytt – þarna er leikrit sem verður leiklesið og svo er þarna samtal um femíníska útópíu og allt þar á milli. Lóa Björk Björnsdóttir er ein þeirra sem útskrifast nú af brautinni. „Við erum tekin þarna inn og boðið að fara frjálsa leið í að þróa okkur áfram sem listamenn. Við erum mörg frekar ólík og alls ekkert sömu pælingar í gangi hjá okkur – sumir koma inn sem handritshöfundar, grínistar eða leikmyndahönnuðir – ég hef til dæmis mestan áhuga á því að vinna með „live art“, ég skrifa smá handrit en það er smá rými fyrir eitthvað óvænt. Við erum öll góðir vinir og saman í þessum bekk þar sem við fáum að prófa okkur áfram. Nú er þetta verk lokaútkoman af þessum tilraunum,“ segir Lóa um námið. Verk Lóu nefnist Tími til að segja bless og verður sýnt í Tjarnarbíói á föstudaginn. Hún segir það vera algjört „leyndó“ um hvað sýningin fjallar eða hvers eðlis hún nákvæmlega er en segir það fjalla um málefni sem er henni mikilvægt. „Ég er að vinna með fjórum vinkonum mínum – við erum að gera sýningu um málefni sem brennur mikið á okkur, og ákveðið dilemma sem byrjaði þegar ég fékk eina hugmynd þegar ég bjó í London fyrir jól. Þar var ég að upplifa mjög sterkar tilfinningar – ég tékkaði á nokkrum vinkonum mínu, fékk þær til að vinna með mér í tvo mánuði og úr varð þessi sýning.“ Sýningarnar fara fram í Tjarnarnbíói, Kúlunni, Smiðjunni og Borgarleikhúsinu og fyrstu sýningar hefjast í dag. Það er frítt inn á allar sýningarnar og allar upplýsingar og miðapantanir á tix.is.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira