Ólafía fór vel af stað á Volvik Championship Ísak Jasonarson skrifar 24. maí 2018 18:23 Flottur hringur hjá Ólafíu í dag. vísir/getty Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék vel á fyrsta hringnum á Volvik Championship mótinu sem hófst í dag á LPGA mótaröðinni. Ólafía lék á einu höggi undir pari og er jöfn í 34. sæti þegar um helmingur keppenda hefur lokið leik á fyrsta hring. Ólafía lék mjög stöðugt golf á fyrsta hringnum og fékk einungis einn skolla og tvo fugla. Skollinn kom á 16. holu en fuglarnir á 9. og 14. holu. Ólafía er sem fyrr segir í 34. sæti í mótinu en þó á staðan eftir að breytast töluvert í dag þar sem nokkrir kylfingar eiga enn eftir að hefja leik í mótinu. Efstu kylfingar eru á sex höggum undir pari, fimm höggum á undan Ólafíu. Volvik Championship mótið er 11. mót tímabilsins hjá Ólafíu á mótaröð þeirra bestu. Takist henni að halda sér í einu af 70 efstu sætunum að tveimur hringjum loknum yrði það í fjórða skiptið á tímabilinu sem hún kæmist í gegnum niðurskurðinn. Besti árangur hennar kom á Bahama-eyjum í janúar þar sem hún endaði í 26. sæti. Golf Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék vel á fyrsta hringnum á Volvik Championship mótinu sem hófst í dag á LPGA mótaröðinni. Ólafía lék á einu höggi undir pari og er jöfn í 34. sæti þegar um helmingur keppenda hefur lokið leik á fyrsta hring. Ólafía lék mjög stöðugt golf á fyrsta hringnum og fékk einungis einn skolla og tvo fugla. Skollinn kom á 16. holu en fuglarnir á 9. og 14. holu. Ólafía er sem fyrr segir í 34. sæti í mótinu en þó á staðan eftir að breytast töluvert í dag þar sem nokkrir kylfingar eiga enn eftir að hefja leik í mótinu. Efstu kylfingar eru á sex höggum undir pari, fimm höggum á undan Ólafíu. Volvik Championship mótið er 11. mót tímabilsins hjá Ólafíu á mótaröð þeirra bestu. Takist henni að halda sér í einu af 70 efstu sætunum að tveimur hringjum loknum yrði það í fjórða skiptið á tímabilinu sem hún kæmist í gegnum niðurskurðinn. Besti árangur hennar kom á Bahama-eyjum í janúar þar sem hún endaði í 26. sæti.
Golf Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira