Ólafía fór vel af stað á Volvik Championship Ísak Jasonarson skrifar 24. maí 2018 18:23 Flottur hringur hjá Ólafíu í dag. vísir/getty Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék vel á fyrsta hringnum á Volvik Championship mótinu sem hófst í dag á LPGA mótaröðinni. Ólafía lék á einu höggi undir pari og er jöfn í 34. sæti þegar um helmingur keppenda hefur lokið leik á fyrsta hring. Ólafía lék mjög stöðugt golf á fyrsta hringnum og fékk einungis einn skolla og tvo fugla. Skollinn kom á 16. holu en fuglarnir á 9. og 14. holu. Ólafía er sem fyrr segir í 34. sæti í mótinu en þó á staðan eftir að breytast töluvert í dag þar sem nokkrir kylfingar eiga enn eftir að hefja leik í mótinu. Efstu kylfingar eru á sex höggum undir pari, fimm höggum á undan Ólafíu. Volvik Championship mótið er 11. mót tímabilsins hjá Ólafíu á mótaröð þeirra bestu. Takist henni að halda sér í einu af 70 efstu sætunum að tveimur hringjum loknum yrði það í fjórða skiptið á tímabilinu sem hún kæmist í gegnum niðurskurðinn. Besti árangur hennar kom á Bahama-eyjum í janúar þar sem hún endaði í 26. sæti. Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék vel á fyrsta hringnum á Volvik Championship mótinu sem hófst í dag á LPGA mótaröðinni. Ólafía lék á einu höggi undir pari og er jöfn í 34. sæti þegar um helmingur keppenda hefur lokið leik á fyrsta hring. Ólafía lék mjög stöðugt golf á fyrsta hringnum og fékk einungis einn skolla og tvo fugla. Skollinn kom á 16. holu en fuglarnir á 9. og 14. holu. Ólafía er sem fyrr segir í 34. sæti í mótinu en þó á staðan eftir að breytast töluvert í dag þar sem nokkrir kylfingar eiga enn eftir að hefja leik í mótinu. Efstu kylfingar eru á sex höggum undir pari, fimm höggum á undan Ólafíu. Volvik Championship mótið er 11. mót tímabilsins hjá Ólafíu á mótaröð þeirra bestu. Takist henni að halda sér í einu af 70 efstu sætunum að tveimur hringjum loknum yrði það í fjórða skiptið á tímabilinu sem hún kæmist í gegnum niðurskurðinn. Besti árangur hennar kom á Bahama-eyjum í janúar þar sem hún endaði í 26. sæti.
Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira