4500 manns mæta á langstærsta skemmtiferðaskipi sem hingað hefur komið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2018 12:00 Alls eru rúmlega 146.700 farþegar væntanlegir til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum á þessu ári og hafa þeir aldrei verið fleiri. Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins MSC Meraviglia kom til Akureyrar í dag og kemur til Reykjavíkur á laugardag í sinni fyrstu ferð til Íslands. Alls koma 4.526 farþegar með skipinu. Skipið ti „Þetta er stærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til landsins. Skipið mun hafa yfir sólarhrings viðdvöl við Skarfabakka en það siglir af landi brott á sunnudag. Skipið siglir hingað til lands með 4.526 farþega og eru alls 1561 í áhöfn skipsins,“ segir Jóhann Bogason, framkvæmdastjóri Gáru, dótturfélags TVG-Zimsen, sem sér um að þjónusta skipið á meðan það er í höfn á Íslandi. MSC Meraviglia er í eigu MSC Cruises. Það er 171.598 brúttótonn að stærð, 315 metrar að lengd og 43 metrar að breidd. Í tilkynningu frá TVG-Zimsen og Gáru segir að MSC Cruises sé fyrsta fyrirtækið í skemmtiferðaskipaiðnaðinum sem hlotið hafi heiðursverðlaunin 7 Gullperlur (7 Golden Pearls). Verðlaunin eru afhent þeim fyrirtækjum sem huga vel að loftlags-, sjávar- og úrgangsmálum, á ferðum sínum um heiminn. Alls eru rúmlega 146.700 farþegar væntanlegir til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum á þessu ári og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þeir sigla hingað með 70 skemmtiferðaskipum sem munu hafa 165 viðkomur í Reykjavík. Á síðasta ári komu rúmlega 129 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum til höfuðborgarinnar.Í frétt Túrista í mars kom fram að MSC Meraviglia kæmi þrisvar til Íslands í sumar. Það væri langstærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til Reykjavíkur í tonnum talið. „Áhugi skipaútgerða um allan heim á Íslandi heldur áfram og Ísland og Norðurslóðir hafa mikið aðdráttarafl. Fjöldi farþega sem hingað koma með skemmtiferðaskipum eykst á hverju ári og við leggjum gríðarlega áherslu á að skapa bæði farþegum og áhöfnum þægilegt umhverfi og framúrskarandi þjónustu. Það tekst okkur með því að setja okkur vinnuramma sem eru í stöðugri þróun enda leggjum við mikið upp úr gæðum og vönduðum vinnubrögðum,“ segir Jóhann. Ferðamennska á Íslandi Norðurslóðir Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins MSC Meraviglia kom til Akureyrar í dag og kemur til Reykjavíkur á laugardag í sinni fyrstu ferð til Íslands. Alls koma 4.526 farþegar með skipinu. Skipið ti „Þetta er stærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til landsins. Skipið mun hafa yfir sólarhrings viðdvöl við Skarfabakka en það siglir af landi brott á sunnudag. Skipið siglir hingað til lands með 4.526 farþega og eru alls 1561 í áhöfn skipsins,“ segir Jóhann Bogason, framkvæmdastjóri Gáru, dótturfélags TVG-Zimsen, sem sér um að þjónusta skipið á meðan það er í höfn á Íslandi. MSC Meraviglia er í eigu MSC Cruises. Það er 171.598 brúttótonn að stærð, 315 metrar að lengd og 43 metrar að breidd. Í tilkynningu frá TVG-Zimsen og Gáru segir að MSC Cruises sé fyrsta fyrirtækið í skemmtiferðaskipaiðnaðinum sem hlotið hafi heiðursverðlaunin 7 Gullperlur (7 Golden Pearls). Verðlaunin eru afhent þeim fyrirtækjum sem huga vel að loftlags-, sjávar- og úrgangsmálum, á ferðum sínum um heiminn. Alls eru rúmlega 146.700 farþegar væntanlegir til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum á þessu ári og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þeir sigla hingað með 70 skemmtiferðaskipum sem munu hafa 165 viðkomur í Reykjavík. Á síðasta ári komu rúmlega 129 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum til höfuðborgarinnar.Í frétt Túrista í mars kom fram að MSC Meraviglia kæmi þrisvar til Íslands í sumar. Það væri langstærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til Reykjavíkur í tonnum talið. „Áhugi skipaútgerða um allan heim á Íslandi heldur áfram og Ísland og Norðurslóðir hafa mikið aðdráttarafl. Fjöldi farþega sem hingað koma með skemmtiferðaskipum eykst á hverju ári og við leggjum gríðarlega áherslu á að skapa bæði farþegum og áhöfnum þægilegt umhverfi og framúrskarandi þjónustu. Það tekst okkur með því að setja okkur vinnuramma sem eru í stöðugri þróun enda leggjum við mikið upp úr gæðum og vönduðum vinnubrögðum,“ segir Jóhann.
Ferðamennska á Íslandi Norðurslóðir Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira