4500 manns mæta á langstærsta skemmtiferðaskipi sem hingað hefur komið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2018 12:00 Alls eru rúmlega 146.700 farþegar væntanlegir til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum á þessu ári og hafa þeir aldrei verið fleiri. Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins MSC Meraviglia kom til Akureyrar í dag og kemur til Reykjavíkur á laugardag í sinni fyrstu ferð til Íslands. Alls koma 4.526 farþegar með skipinu. Skipið ti „Þetta er stærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til landsins. Skipið mun hafa yfir sólarhrings viðdvöl við Skarfabakka en það siglir af landi brott á sunnudag. Skipið siglir hingað til lands með 4.526 farþega og eru alls 1561 í áhöfn skipsins,“ segir Jóhann Bogason, framkvæmdastjóri Gáru, dótturfélags TVG-Zimsen, sem sér um að þjónusta skipið á meðan það er í höfn á Íslandi. MSC Meraviglia er í eigu MSC Cruises. Það er 171.598 brúttótonn að stærð, 315 metrar að lengd og 43 metrar að breidd. Í tilkynningu frá TVG-Zimsen og Gáru segir að MSC Cruises sé fyrsta fyrirtækið í skemmtiferðaskipaiðnaðinum sem hlotið hafi heiðursverðlaunin 7 Gullperlur (7 Golden Pearls). Verðlaunin eru afhent þeim fyrirtækjum sem huga vel að loftlags-, sjávar- og úrgangsmálum, á ferðum sínum um heiminn. Alls eru rúmlega 146.700 farþegar væntanlegir til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum á þessu ári og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þeir sigla hingað með 70 skemmtiferðaskipum sem munu hafa 165 viðkomur í Reykjavík. Á síðasta ári komu rúmlega 129 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum til höfuðborgarinnar.Í frétt Túrista í mars kom fram að MSC Meraviglia kæmi þrisvar til Íslands í sumar. Það væri langstærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til Reykjavíkur í tonnum talið. „Áhugi skipaútgerða um allan heim á Íslandi heldur áfram og Ísland og Norðurslóðir hafa mikið aðdráttarafl. Fjöldi farþega sem hingað koma með skemmtiferðaskipum eykst á hverju ári og við leggjum gríðarlega áherslu á að skapa bæði farþegum og áhöfnum þægilegt umhverfi og framúrskarandi þjónustu. Það tekst okkur með því að setja okkur vinnuramma sem eru í stöðugri þróun enda leggjum við mikið upp úr gæðum og vönduðum vinnubrögðum,“ segir Jóhann. Ferðamennska á Íslandi Norðurslóðir Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins MSC Meraviglia kom til Akureyrar í dag og kemur til Reykjavíkur á laugardag í sinni fyrstu ferð til Íslands. Alls koma 4.526 farþegar með skipinu. Skipið ti „Þetta er stærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til landsins. Skipið mun hafa yfir sólarhrings viðdvöl við Skarfabakka en það siglir af landi brott á sunnudag. Skipið siglir hingað til lands með 4.526 farþega og eru alls 1561 í áhöfn skipsins,“ segir Jóhann Bogason, framkvæmdastjóri Gáru, dótturfélags TVG-Zimsen, sem sér um að þjónusta skipið á meðan það er í höfn á Íslandi. MSC Meraviglia er í eigu MSC Cruises. Það er 171.598 brúttótonn að stærð, 315 metrar að lengd og 43 metrar að breidd. Í tilkynningu frá TVG-Zimsen og Gáru segir að MSC Cruises sé fyrsta fyrirtækið í skemmtiferðaskipaiðnaðinum sem hlotið hafi heiðursverðlaunin 7 Gullperlur (7 Golden Pearls). Verðlaunin eru afhent þeim fyrirtækjum sem huga vel að loftlags-, sjávar- og úrgangsmálum, á ferðum sínum um heiminn. Alls eru rúmlega 146.700 farþegar væntanlegir til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum á þessu ári og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þeir sigla hingað með 70 skemmtiferðaskipum sem munu hafa 165 viðkomur í Reykjavík. Á síðasta ári komu rúmlega 129 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum til höfuðborgarinnar.Í frétt Túrista í mars kom fram að MSC Meraviglia kæmi þrisvar til Íslands í sumar. Það væri langstærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til Reykjavíkur í tonnum talið. „Áhugi skipaútgerða um allan heim á Íslandi heldur áfram og Ísland og Norðurslóðir hafa mikið aðdráttarafl. Fjöldi farþega sem hingað koma með skemmtiferðaskipum eykst á hverju ári og við leggjum gríðarlega áherslu á að skapa bæði farþegum og áhöfnum þægilegt umhverfi og framúrskarandi þjónustu. Það tekst okkur með því að setja okkur vinnuramma sem eru í stöðugri þróun enda leggjum við mikið upp úr gæðum og vönduðum vinnubrögðum,“ segir Jóhann.
Ferðamennska á Íslandi Norðurslóðir Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira