Með flóamarkaðsgeðsýki á háu stigi Starri Freyr Jónsson skrifar 24. maí 2018 15:00 Hvíta bolinn og buxurnar keypti Þórður í fatabúð í Marseille í Frakklandi. "Skórnir eru sérútbúnir Nike-skór sem Íslandsvinurinn og flugdólgurinn Ryan Hawaii gaf mér fyrir að spila á tónleikum sínum í Amsterdam en hann tússaði á skóna og skreytti þá,” segir Þórður Ingi Jónsson. Vísir/Eyþór Tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Þórður Ingi Jónsson, betur þekktur sem Lord Pusswhip, situr aldrei auðum höndum. Undanfarna mánuði hefur hann m.a. verið að undirbúa mikið af nýjum útgáfum og spilað víða. „Fyrsta vínylplatan mín, The Hand of Glory EP, kom út í mars á bbbbbb records, íslensku raftónlistarútgáfunni hans Bjarka. Einnig gaf ég nýlega út Stationz Ov Tha Puss, safnkassettu á Ladyboy Records. Ég hef einnig verið að pródúsera lög fyrir ýmsa listamenn hér á landi og erlendis auk þess sem ég hef farið í tónleikaferðalög.“ Tónlistin er í fyrirrúmi en utan hennar hefur hann sinnt ýmsu öðru undanfarin ár. „Ég er mest að einbeita mér að tónlist þessa dagana en ég hef líka starfað mikið í blaðamennsku, seinast fyrir Indie Magazine í Berlín og nú fyrir útvarpsþáttinn Lestina á Rás 1. Undanfarin tvö ár hef ég búið í Berlín en flutti heim í bili síðustu jól.“Bolurinn er nýr Pusswhip-bolur sem Þórður hannaði fyrir Tim Rosenbaum sem rekur fatafyrirtækið Atelier Rosenbaum í Berlín. „Skyrtan er kúrekaskyrta sem bróðir minn, myndlistarmaðurinn Þórarinn Ingi Jónsson, stenslaði með hvítri málningu. Skórnir eru magnaðir rúskinnsskór með gullkeðju en þeir voru keyptir í Bandaríkjunum. Mjög „pimpy“.“Vísir/EyþórÞórður hefur lengi vakið athygli fyrir persónulegan fatastíl en hvernig skyldi hann lýsa honum sjálfur? „Stóri bróðir minn lýsti fatasmekknum mínum sem „flóamarkaðsgeðsýki“ eða „thrift store psychosis“. Mér finnst það smá viðeigandi. Ég á mér ekki beint tískufyrirmyndir heldur reyni bara að vera ég sjálfur. Þegar ég var yngri var ég hins vegar pönkari og sótti mikinn innblástur þaðan, fór t.d. oft í BYKO til að kaupa keðjur. Annars finnst mér klæðaburður minn ekki hafa þróast mikið undanfarin ár. Þó er ég kannski almennt ekki í alveg jafn villtum og áberandi klæðnaði og þegar ég var yngri. Meira smekklegur í dag.“Hvar kaupir þú helst föt?Ef ég kaupi eitthvað nýtt þá er það vanalega á flóamörkuðum eða í gegnum netið.Hvaða litir eru í uppáhaldi?Ef ég ætti að nefna einn lit væri það fjólublár. Ég, mamma og bróðir minn erum þó vanalega klædd í svart, smá eins og Addams-fjölskyldan.Hvernig fylgist þú helst með tískunni?Ég er voða lítið að fylgjast grannt með nýrri tísku en þekkingin smýgur smá í gegnum Twitter.Áttu minningar um gömul tískuslys?Þegar ég var tólf ára pönkari keypti ég fjólubláan leðurjakka og málaði „DVERGAKLÁM“ á bakið. Veit ekki alveg með þessa týpu í dag.Appelsínugula peysan er ein af uppáhalds hettupeysum Þórðar, Dickiespeysa sem hann keypti í vinnufatabúðinni á Karl Marx Strasse í Berlín. „Þeir sem vinna við að þrífa Berlínarborg klæðast svona appelsínugulum fötum með endurskinsmerkjum. Mér fannst þetta svo gott lúkk að ég varð að stela því. Skórnir eru augljóslega Timberland-skór. Ég ætti kannski að þrífa þá en það er samt smá hluti af lúkkinu.”Hvaða flík hefur þú átt lengst og notar enn?Það er græna úlpan sem ég klæðist á einni myndinni hér. Ég passa enn í hana þótt ég hafi keypt hana fyrir meira en tíu árum síðan. Áttu einhverjar uppáhaldsverslanir?Firmament í Berlín er mjög töff og Radd Lounge í Tókýó.Áttu þér uppáhaldsflík?Kannski bara Lil Ugly Mane jakkann minn frá Radd Lounge.Bestu og verstu fatakaupin?Bestu kaupin voru Jazz Jackrabbit jakki sem ég fann í Hjálpræðishernum sem var greinilega framleiddur þegar leikurinn kom út á sínum tíma. Verstu kaupin voru flest gerð í H&M.Eyðir þú miklu í föt miðað við jafnaldra þína?Nei, ég er allt of blankur eins og er.Notar þú fylgihluti?Ég elska hringa og keðjur en er samt dálítið gjarn á að týna þeim, því miður. Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Þórður Ingi Jónsson, betur þekktur sem Lord Pusswhip, situr aldrei auðum höndum. Undanfarna mánuði hefur hann m.a. verið að undirbúa mikið af nýjum útgáfum og spilað víða. „Fyrsta vínylplatan mín, The Hand of Glory EP, kom út í mars á bbbbbb records, íslensku raftónlistarútgáfunni hans Bjarka. Einnig gaf ég nýlega út Stationz Ov Tha Puss, safnkassettu á Ladyboy Records. Ég hef einnig verið að pródúsera lög fyrir ýmsa listamenn hér á landi og erlendis auk þess sem ég hef farið í tónleikaferðalög.“ Tónlistin er í fyrirrúmi en utan hennar hefur hann sinnt ýmsu öðru undanfarin ár. „Ég er mest að einbeita mér að tónlist þessa dagana en ég hef líka starfað mikið í blaðamennsku, seinast fyrir Indie Magazine í Berlín og nú fyrir útvarpsþáttinn Lestina á Rás 1. Undanfarin tvö ár hef ég búið í Berlín en flutti heim í bili síðustu jól.“Bolurinn er nýr Pusswhip-bolur sem Þórður hannaði fyrir Tim Rosenbaum sem rekur fatafyrirtækið Atelier Rosenbaum í Berlín. „Skyrtan er kúrekaskyrta sem bróðir minn, myndlistarmaðurinn Þórarinn Ingi Jónsson, stenslaði með hvítri málningu. Skórnir eru magnaðir rúskinnsskór með gullkeðju en þeir voru keyptir í Bandaríkjunum. Mjög „pimpy“.“Vísir/EyþórÞórður hefur lengi vakið athygli fyrir persónulegan fatastíl en hvernig skyldi hann lýsa honum sjálfur? „Stóri bróðir minn lýsti fatasmekknum mínum sem „flóamarkaðsgeðsýki“ eða „thrift store psychosis“. Mér finnst það smá viðeigandi. Ég á mér ekki beint tískufyrirmyndir heldur reyni bara að vera ég sjálfur. Þegar ég var yngri var ég hins vegar pönkari og sótti mikinn innblástur þaðan, fór t.d. oft í BYKO til að kaupa keðjur. Annars finnst mér klæðaburður minn ekki hafa þróast mikið undanfarin ár. Þó er ég kannski almennt ekki í alveg jafn villtum og áberandi klæðnaði og þegar ég var yngri. Meira smekklegur í dag.“Hvar kaupir þú helst föt?Ef ég kaupi eitthvað nýtt þá er það vanalega á flóamörkuðum eða í gegnum netið.Hvaða litir eru í uppáhaldi?Ef ég ætti að nefna einn lit væri það fjólublár. Ég, mamma og bróðir minn erum þó vanalega klædd í svart, smá eins og Addams-fjölskyldan.Hvernig fylgist þú helst með tískunni?Ég er voða lítið að fylgjast grannt með nýrri tísku en þekkingin smýgur smá í gegnum Twitter.Áttu minningar um gömul tískuslys?Þegar ég var tólf ára pönkari keypti ég fjólubláan leðurjakka og málaði „DVERGAKLÁM“ á bakið. Veit ekki alveg með þessa týpu í dag.Appelsínugula peysan er ein af uppáhalds hettupeysum Þórðar, Dickiespeysa sem hann keypti í vinnufatabúðinni á Karl Marx Strasse í Berlín. „Þeir sem vinna við að þrífa Berlínarborg klæðast svona appelsínugulum fötum með endurskinsmerkjum. Mér fannst þetta svo gott lúkk að ég varð að stela því. Skórnir eru augljóslega Timberland-skór. Ég ætti kannski að þrífa þá en það er samt smá hluti af lúkkinu.”Hvaða flík hefur þú átt lengst og notar enn?Það er græna úlpan sem ég klæðist á einni myndinni hér. Ég passa enn í hana þótt ég hafi keypt hana fyrir meira en tíu árum síðan. Áttu einhverjar uppáhaldsverslanir?Firmament í Berlín er mjög töff og Radd Lounge í Tókýó.Áttu þér uppáhaldsflík?Kannski bara Lil Ugly Mane jakkann minn frá Radd Lounge.Bestu og verstu fatakaupin?Bestu kaupin voru Jazz Jackrabbit jakki sem ég fann í Hjálpræðishernum sem var greinilega framleiddur þegar leikurinn kom út á sínum tíma. Verstu kaupin voru flest gerð í H&M.Eyðir þú miklu í föt miðað við jafnaldra þína?Nei, ég er allt of blankur eins og er.Notar þú fylgihluti?Ég elska hringa og keðjur en er samt dálítið gjarn á að týna þeim, því miður.
Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira